InSight hefur greint fjölda Marsskjálfta Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2020 22:30 Vísindamenn kafa nú í gögnin frá mælitækju InSight og reyna að sjá hvaða upplýsingar þessi gögn geta veitt um Mars og hvað finna megi undir yfirborði reikistjörnunnar. IPGP/Nicolas Sarter Lendingarfarið Insight, hefur varið rúmu ári á yfirborði Mars og á þeim tíma hefur farið greint fjölda Marsskjálfta og þar með staðfest skjálftavirkni á plánetunni rauðu. InSight hefur greint um það bil 450 skjálfta frá því í nóvember 2018 og hafa þeir sterkustu verið þrjú til fjögur stig. Búist var við því að stærri skjálftar myndu mælast á Mars. Vísindamenn kafa nú í gögnin frá mælitækju InSight og reyna að sjá hvaða upplýsingar þessi gögn geta veitt um Mars og hvað finna megi undir yfirborði reikistjörnunnar. Búið er að birta nokkra rannsóknir sem unnar eru úr gögnum frá InSight og ná þau yfir fyrstu tíu mánuði farsins á Mars. Farið er yfir þær á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, þar sem segir að skjálftavirkni Mars sé minni en á jörðinni en meiri en á tunglinu, þar sem mælingar voru teknar í Appolo leiðöngrunum. Það eru engir jarðflekar á Mars en hins vegar eru svæði plánetunnar jarðfræðilega virk og eru þar tíð eldgos. Þau og kvikuhreyfing gæti valdið skjálftum á Mars. Dularfullar segulbylgjur Mars bjó yfir segulsviði fyrir mörgum milljörðum ára .Það er ekki lengur til staðar en það virðist þó hafa skilið eftir sig drauga. InSight hefur greint dularfullar segulbylgjur sem talar eru koma frá fornu bergi djúpt undir yfirborði Mars. Mælingarnar sýna einnig að segulbylgjurnar breytast og eru hvað mestar um miðnætti. Talið er koma til greina að sólarvindur útskýri þessar breytingar. InSight hefur einnig greint hvirfilbyli en ekki hefur tekist að fanga þá almennilega á filmu ennþá. Þegar þeir safna nægilegum krafti sjúga þeir ryk af yfirborði Mars í sig og eru þannig bersýnilegir. Þrátt fyrir að mælitæki Insight hafi greint þúsundir hvirfilbylja hefur það ekki gerst enn. Minnst eitt ár enn Til stendur að nota InSight til rannsókna í minnst eitt ár til viðbótar. InSight er ætlað að grafa fimm metra undir yfirborð Mars og taka þaðan sýni og kortleggja plánetuna inn að kjarna. Það hefur þó gengið illa að koma bor farsins í gegnum yfirborð Mars. Með því að skoða hvernig skjálftabylgjur ferðast í gegnum Mars vonast vísindamenn til að öðlast frekari skilning á því hvernig reikistjörnur eins og Mars og jörðin mynduðust. Teikning sem sýnir hvað InSight gerir á Mars.J.T. Keane/Nature Geoscience Mars is alive, and I'm getting more of the big picture every day: marsquakes! whirlwinds! mysterious magnetic pulses!Lots of new science, as my team releases findings from my experiments here on #Mars. Read all about it: https://t.co/bQ6uhIPusV— NASA InSight (@NASAInSight) February 24, 2020 Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Lendingarfarið Insight, hefur varið rúmu ári á yfirborði Mars og á þeim tíma hefur farið greint fjölda Marsskjálfta og þar með staðfest skjálftavirkni á plánetunni rauðu. InSight hefur greint um það bil 450 skjálfta frá því í nóvember 2018 og hafa þeir sterkustu verið þrjú til fjögur stig. Búist var við því að stærri skjálftar myndu mælast á Mars. Vísindamenn kafa nú í gögnin frá mælitækju InSight og reyna að sjá hvaða upplýsingar þessi gögn geta veitt um Mars og hvað finna megi undir yfirborði reikistjörnunnar. Búið er að birta nokkra rannsóknir sem unnar eru úr gögnum frá InSight og ná þau yfir fyrstu tíu mánuði farsins á Mars. Farið er yfir þær á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, þar sem segir að skjálftavirkni Mars sé minni en á jörðinni en meiri en á tunglinu, þar sem mælingar voru teknar í Appolo leiðöngrunum. Það eru engir jarðflekar á Mars en hins vegar eru svæði plánetunnar jarðfræðilega virk og eru þar tíð eldgos. Þau og kvikuhreyfing gæti valdið skjálftum á Mars. Dularfullar segulbylgjur Mars bjó yfir segulsviði fyrir mörgum milljörðum ára .Það er ekki lengur til staðar en það virðist þó hafa skilið eftir sig drauga. InSight hefur greint dularfullar segulbylgjur sem talar eru koma frá fornu bergi djúpt undir yfirborði Mars. Mælingarnar sýna einnig að segulbylgjurnar breytast og eru hvað mestar um miðnætti. Talið er koma til greina að sólarvindur útskýri þessar breytingar. InSight hefur einnig greint hvirfilbyli en ekki hefur tekist að fanga þá almennilega á filmu ennþá. Þegar þeir safna nægilegum krafti sjúga þeir ryk af yfirborði Mars í sig og eru þannig bersýnilegir. Þrátt fyrir að mælitæki Insight hafi greint þúsundir hvirfilbylja hefur það ekki gerst enn. Minnst eitt ár enn Til stendur að nota InSight til rannsókna í minnst eitt ár til viðbótar. InSight er ætlað að grafa fimm metra undir yfirborð Mars og taka þaðan sýni og kortleggja plánetuna inn að kjarna. Það hefur þó gengið illa að koma bor farsins í gegnum yfirborð Mars. Með því að skoða hvernig skjálftabylgjur ferðast í gegnum Mars vonast vísindamenn til að öðlast frekari skilning á því hvernig reikistjörnur eins og Mars og jörðin mynduðust. Teikning sem sýnir hvað InSight gerir á Mars.J.T. Keane/Nature Geoscience Mars is alive, and I'm getting more of the big picture every day: marsquakes! whirlwinds! mysterious magnetic pulses!Lots of new science, as my team releases findings from my experiments here on #Mars. Read all about it: https://t.co/bQ6uhIPusV— NASA InSight (@NASAInSight) February 24, 2020
Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira