Blóðpeningar Örn Sverrisson skrifar 25. febrúar 2020 10:00 Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók eru blóðpeningar peningar sem fengnir eru með því að svíkja, kúga eða framselja í opinn dauðann Meðal grundvallarhugsjóna Rauða Krossins á Íslandi er verndun lífs og heilsu og að stuðla að virðingu fyrir mannlegu lífi. Samtökin reyna að draga úr þjáningum einstaklinga og taka þá tillit til þarfa hvers og eins, en veita forgang þeim sem verst eru staddir. Ágæta stjórn og framkvæmdastýra Rauða Krossins á Íslandi! Hvar eru spilafíklar í þessum grundvallarhugsjónum ykkar? Eiga þær mögulega ekki við um þann hóp þar sem þið græðið á þeim? Í flestum þeim viðtölum við talsmenn ykkar sem ég hef ýmist lesið eða hlustað á virðist ávallt gleymast að fjalla um “fjáröflun” með spilakössum, þrátt fyrir að hún skili ykkur mestu fjármagni af öllum þeim fjáröflunum sem þið standið fyrir. Hví skyldi það vera, skammist þið ykkar? Megnið af þessum peningum eru blóðpeningar! Oftar en ekki er hér um að ræða aleigu veikra einstaklinga (spilafíkla), sem dæla peningum í spilakassanna ykkar, sem þið reyndar kjósið að kalla “söfnunarkassa”, eins og enginn sé morgundagurinn. Því akkúrat þannig er líf virks spilafíkils – það er enginn morgundagur! Ó nei - þetta eru ekki frjáls framlög. Ykkur ætti að vera orðið það ljóst fyrir allnokkru síðan. Þegar ríkið veitti ykkur leyfi til reksturs “söfnunarkassa” var það af miklu trausti og því fylgir gríðarleg ábyrgð. Mögulega ætti ríkið að kynna sér betur fyrir hverju það var í raun að veita leyfi fyrir. Eitt tel ég þó víst; að ríkið og almenningur í landinu hefur treyst ykkur. Þessa trausts hafið þið notið í áranna rás. Almenningur treystir, þegar þið segið að spilakassar séu hvorki hættulegir né skaðlegir, að þið séuð að segja satt! Það er mitt mat að þið hafið mistnotað það traust sem almenningur ber til ykkar. Fólkið í landinu treystir ykkur og trúir því að þið séuð í raun MANNVINIR, að starfsemin sé í samræmi við hugsjónir Rauða Krossins og að þið látið ykkur velferð allra varða, en ekki bara sumra. Á síðustu fjórum árum skilaði rekstur spilakassa ykkur 2,1 milljarði í tekjur. Þið fjallið um það á heimsíðu ykkar og í ályktunum að brotalöm sé í hinum ýmsu kerfum þjóðfélagsins. Er mögulegt kæra stjórn og framkvæmdarstýra að “fjáröflun” ykkar með spilakössum sé veruleg brotalöm sem skaðar líf og heilsu einstaklinga og fjölskyldur þeirra? Því að á bak við þessa rúmu 2 milljarða sem þið hafið síðastliðin fjögur ár haft í tekjur af spilakössum, fyrir utan öll árin þar á undan,er raunverulegt fólk, eins og skýrt hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarið. Eru spilafíklar ekki raunverulegt fólk fyrir ykkur? Eða skiptir það ykkur kannski engu máli, þar sem þið eruð að græða fullt af peningum? Mögulega eruð þið um það bil að fyrirgera trausti ykkar. Höfundi er umhugað um líf og heilsu spilafíkla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók eru blóðpeningar peningar sem fengnir eru með því að svíkja, kúga eða framselja í opinn dauðann Meðal grundvallarhugsjóna Rauða Krossins á Íslandi er verndun lífs og heilsu og að stuðla að virðingu fyrir mannlegu lífi. Samtökin reyna að draga úr þjáningum einstaklinga og taka þá tillit til þarfa hvers og eins, en veita forgang þeim sem verst eru staddir. Ágæta stjórn og framkvæmdastýra Rauða Krossins á Íslandi! Hvar eru spilafíklar í þessum grundvallarhugsjónum ykkar? Eiga þær mögulega ekki við um þann hóp þar sem þið græðið á þeim? Í flestum þeim viðtölum við talsmenn ykkar sem ég hef ýmist lesið eða hlustað á virðist ávallt gleymast að fjalla um “fjáröflun” með spilakössum, þrátt fyrir að hún skili ykkur mestu fjármagni af öllum þeim fjáröflunum sem þið standið fyrir. Hví skyldi það vera, skammist þið ykkar? Megnið af þessum peningum eru blóðpeningar! Oftar en ekki er hér um að ræða aleigu veikra einstaklinga (spilafíkla), sem dæla peningum í spilakassanna ykkar, sem þið reyndar kjósið að kalla “söfnunarkassa”, eins og enginn sé morgundagurinn. Því akkúrat þannig er líf virks spilafíkils – það er enginn morgundagur! Ó nei - þetta eru ekki frjáls framlög. Ykkur ætti að vera orðið það ljóst fyrir allnokkru síðan. Þegar ríkið veitti ykkur leyfi til reksturs “söfnunarkassa” var það af miklu trausti og því fylgir gríðarleg ábyrgð. Mögulega ætti ríkið að kynna sér betur fyrir hverju það var í raun að veita leyfi fyrir. Eitt tel ég þó víst; að ríkið og almenningur í landinu hefur treyst ykkur. Þessa trausts hafið þið notið í áranna rás. Almenningur treystir, þegar þið segið að spilakassar séu hvorki hættulegir né skaðlegir, að þið séuð að segja satt! Það er mitt mat að þið hafið mistnotað það traust sem almenningur ber til ykkar. Fólkið í landinu treystir ykkur og trúir því að þið séuð í raun MANNVINIR, að starfsemin sé í samræmi við hugsjónir Rauða Krossins og að þið látið ykkur velferð allra varða, en ekki bara sumra. Á síðustu fjórum árum skilaði rekstur spilakassa ykkur 2,1 milljarði í tekjur. Þið fjallið um það á heimsíðu ykkar og í ályktunum að brotalöm sé í hinum ýmsu kerfum þjóðfélagsins. Er mögulegt kæra stjórn og framkvæmdarstýra að “fjáröflun” ykkar með spilakössum sé veruleg brotalöm sem skaðar líf og heilsu einstaklinga og fjölskyldur þeirra? Því að á bak við þessa rúmu 2 milljarða sem þið hafið síðastliðin fjögur ár haft í tekjur af spilakössum, fyrir utan öll árin þar á undan,er raunverulegt fólk, eins og skýrt hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarið. Eru spilafíklar ekki raunverulegt fólk fyrir ykkur? Eða skiptir það ykkur kannski engu máli, þar sem þið eruð að græða fullt af peningum? Mögulega eruð þið um það bil að fyrirgera trausti ykkar. Höfundi er umhugað um líf og heilsu spilafíkla.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar