Blóðpeningar Örn Sverrisson skrifar 25. febrúar 2020 10:00 Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók eru blóðpeningar peningar sem fengnir eru með því að svíkja, kúga eða framselja í opinn dauðann Meðal grundvallarhugsjóna Rauða Krossins á Íslandi er verndun lífs og heilsu og að stuðla að virðingu fyrir mannlegu lífi. Samtökin reyna að draga úr þjáningum einstaklinga og taka þá tillit til þarfa hvers og eins, en veita forgang þeim sem verst eru staddir. Ágæta stjórn og framkvæmdastýra Rauða Krossins á Íslandi! Hvar eru spilafíklar í þessum grundvallarhugsjónum ykkar? Eiga þær mögulega ekki við um þann hóp þar sem þið græðið á þeim? Í flestum þeim viðtölum við talsmenn ykkar sem ég hef ýmist lesið eða hlustað á virðist ávallt gleymast að fjalla um “fjáröflun” með spilakössum, þrátt fyrir að hún skili ykkur mestu fjármagni af öllum þeim fjáröflunum sem þið standið fyrir. Hví skyldi það vera, skammist þið ykkar? Megnið af þessum peningum eru blóðpeningar! Oftar en ekki er hér um að ræða aleigu veikra einstaklinga (spilafíkla), sem dæla peningum í spilakassanna ykkar, sem þið reyndar kjósið að kalla “söfnunarkassa”, eins og enginn sé morgundagurinn. Því akkúrat þannig er líf virks spilafíkils – það er enginn morgundagur! Ó nei - þetta eru ekki frjáls framlög. Ykkur ætti að vera orðið það ljóst fyrir allnokkru síðan. Þegar ríkið veitti ykkur leyfi til reksturs “söfnunarkassa” var það af miklu trausti og því fylgir gríðarleg ábyrgð. Mögulega ætti ríkið að kynna sér betur fyrir hverju það var í raun að veita leyfi fyrir. Eitt tel ég þó víst; að ríkið og almenningur í landinu hefur treyst ykkur. Þessa trausts hafið þið notið í áranna rás. Almenningur treystir, þegar þið segið að spilakassar séu hvorki hættulegir né skaðlegir, að þið séuð að segja satt! Það er mitt mat að þið hafið mistnotað það traust sem almenningur ber til ykkar. Fólkið í landinu treystir ykkur og trúir því að þið séuð í raun MANNVINIR, að starfsemin sé í samræmi við hugsjónir Rauða Krossins og að þið látið ykkur velferð allra varða, en ekki bara sumra. Á síðustu fjórum árum skilaði rekstur spilakassa ykkur 2,1 milljarði í tekjur. Þið fjallið um það á heimsíðu ykkar og í ályktunum að brotalöm sé í hinum ýmsu kerfum þjóðfélagsins. Er mögulegt kæra stjórn og framkvæmdarstýra að “fjáröflun” ykkar með spilakössum sé veruleg brotalöm sem skaðar líf og heilsu einstaklinga og fjölskyldur þeirra? Því að á bak við þessa rúmu 2 milljarða sem þið hafið síðastliðin fjögur ár haft í tekjur af spilakössum, fyrir utan öll árin þar á undan,er raunverulegt fólk, eins og skýrt hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarið. Eru spilafíklar ekki raunverulegt fólk fyrir ykkur? Eða skiptir það ykkur kannski engu máli, þar sem þið eruð að græða fullt af peningum? Mögulega eruð þið um það bil að fyrirgera trausti ykkar. Höfundi er umhugað um líf og heilsu spilafíkla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók eru blóðpeningar peningar sem fengnir eru með því að svíkja, kúga eða framselja í opinn dauðann Meðal grundvallarhugsjóna Rauða Krossins á Íslandi er verndun lífs og heilsu og að stuðla að virðingu fyrir mannlegu lífi. Samtökin reyna að draga úr þjáningum einstaklinga og taka þá tillit til þarfa hvers og eins, en veita forgang þeim sem verst eru staddir. Ágæta stjórn og framkvæmdastýra Rauða Krossins á Íslandi! Hvar eru spilafíklar í þessum grundvallarhugsjónum ykkar? Eiga þær mögulega ekki við um þann hóp þar sem þið græðið á þeim? Í flestum þeim viðtölum við talsmenn ykkar sem ég hef ýmist lesið eða hlustað á virðist ávallt gleymast að fjalla um “fjáröflun” með spilakössum, þrátt fyrir að hún skili ykkur mestu fjármagni af öllum þeim fjáröflunum sem þið standið fyrir. Hví skyldi það vera, skammist þið ykkar? Megnið af þessum peningum eru blóðpeningar! Oftar en ekki er hér um að ræða aleigu veikra einstaklinga (spilafíkla), sem dæla peningum í spilakassanna ykkar, sem þið reyndar kjósið að kalla “söfnunarkassa”, eins og enginn sé morgundagurinn. Því akkúrat þannig er líf virks spilafíkils – það er enginn morgundagur! Ó nei - þetta eru ekki frjáls framlög. Ykkur ætti að vera orðið það ljóst fyrir allnokkru síðan. Þegar ríkið veitti ykkur leyfi til reksturs “söfnunarkassa” var það af miklu trausti og því fylgir gríðarleg ábyrgð. Mögulega ætti ríkið að kynna sér betur fyrir hverju það var í raun að veita leyfi fyrir. Eitt tel ég þó víst; að ríkið og almenningur í landinu hefur treyst ykkur. Þessa trausts hafið þið notið í áranna rás. Almenningur treystir, þegar þið segið að spilakassar séu hvorki hættulegir né skaðlegir, að þið séuð að segja satt! Það er mitt mat að þið hafið mistnotað það traust sem almenningur ber til ykkar. Fólkið í landinu treystir ykkur og trúir því að þið séuð í raun MANNVINIR, að starfsemin sé í samræmi við hugsjónir Rauða Krossins og að þið látið ykkur velferð allra varða, en ekki bara sumra. Á síðustu fjórum árum skilaði rekstur spilakassa ykkur 2,1 milljarði í tekjur. Þið fjallið um það á heimsíðu ykkar og í ályktunum að brotalöm sé í hinum ýmsu kerfum þjóðfélagsins. Er mögulegt kæra stjórn og framkvæmdarstýra að “fjáröflun” ykkar með spilakössum sé veruleg brotalöm sem skaðar líf og heilsu einstaklinga og fjölskyldur þeirra? Því að á bak við þessa rúmu 2 milljarða sem þið hafið síðastliðin fjögur ár haft í tekjur af spilakössum, fyrir utan öll árin þar á undan,er raunverulegt fólk, eins og skýrt hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarið. Eru spilafíklar ekki raunverulegt fólk fyrir ykkur? Eða skiptir það ykkur kannski engu máli, þar sem þið eruð að græða fullt af peningum? Mögulega eruð þið um það bil að fyrirgera trausti ykkar. Höfundi er umhugað um líf og heilsu spilafíkla.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar