Ekkert búið að ákveða um ráðstafanir vegna Tenerife Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 10:23 Frá H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife í morgun. Vísir/Lóa Pind Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um sérstakar ráðstafanir en landlæknir hvetur Íslendinga á Tenerife til að tilkynna sig til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Greint var frá því í morgun að sjö Íslendingar væru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife vegna kórónuveirusmits sem greindist þar í gær. Ítalskur læknir sem greindist með veiruna hafði dvalið á hótelinu í um viku, samkvæmt fréttum spænskra fjölmiðla. Fjöldi kórónuveirusmita hefur greinst á Ítalíu síðustu daga. Mælst er til þess að íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt fjögur héruð á Norður-Ítalíu viðhafi sóttkví í tvær vikur, samkvæmt tilmælum frá sóttvarnalækni. Enginn faraldur geisar á Tenerife Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í samtali við Vísi að ekkert hafi verið ákveðið varðandi ráðstafanir hér á Íslandi vegna sóttkvíarinnar á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. Embættið reyni nú að fá skýrari mynd af stöðunni og þá sé lítið vitað um tilfellið sem greindist á Tenerife. Engin ástæða sé til að ætla að veiran sé í mikilli útbreiðslu þar. Hlutirnir geti þó breyst mjög hratt, líkt og komið hafi í ljós undanfarna daga. Kjartan Hreinn segir að skilaboð embættisins til Íslendinga á Tenerife séu fyrst og fremst að fylgja ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda á staðnum. Þá sé það skynsamlegt fyrir þetta fólk að tilkynna sig til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Borgaraþjónustan hafði ekki fengið neinar slíkar tilkynningar þegar Vísir hafði samband við hana nú í morgun. Frá hótelinu í morgun.Vísir/lóa pind Gefin verður út tilkynning frá landlæknisembættinu síðar í dag með leiðbeiningum fyrir farþega sem ferðast hafa til og frá Tenerife. Þá mun embættið setja sig í samband við ferðaskrifstofur sem hafa verið að ferja fólk til Tenerife til að fá upplýsingar um þá sem þar dvelja. „En eins og staðan er núna þá geisar ekki faraldur Covid19 á Tenerife, alls ekki. En þessi sviðsmynd sem blasir við er að breytast mjög hratt,“ segir Kjartan Hreinn. Fylgjast vel með framvindunni Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri VITA, segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi verið í samskiptum við farþegana sem dvelja á hótelinu á Costa Adeje. Hann segir að framhaldið sé í höndum spænskra heilbrigðisyfirvalda. „Við tökum ekki fyrir hendurnar á þeim og fylgjumst vel með framvindunni þar ytra.“ Þráinn kveðst ekki vita hvort að fleiri Íslendingar en þessir sjö dvelji á hótelinu sem um ræðir. Hann segir Vita vera með vél áætlaða til og frá Tenerife á morgun. „Það eru öll flug á áætlun. Það eru náttúrulega hundruð véla sem fljúga til og frá vellinum þarna úti.“ Tvær flugvélar frá Tenerife, ein með Norwegian Air síðdegis og hin með Icelandair í kvöld, eru á áætlun til Keflavíkur í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um sérstakar ráðstafanir en landlæknir hvetur Íslendinga á Tenerife til að tilkynna sig til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Greint var frá því í morgun að sjö Íslendingar væru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife vegna kórónuveirusmits sem greindist þar í gær. Ítalskur læknir sem greindist með veiruna hafði dvalið á hótelinu í um viku, samkvæmt fréttum spænskra fjölmiðla. Fjöldi kórónuveirusmita hefur greinst á Ítalíu síðustu daga. Mælst er til þess að íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt fjögur héruð á Norður-Ítalíu viðhafi sóttkví í tvær vikur, samkvæmt tilmælum frá sóttvarnalækni. Enginn faraldur geisar á Tenerife Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í samtali við Vísi að ekkert hafi verið ákveðið varðandi ráðstafanir hér á Íslandi vegna sóttkvíarinnar á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. Embættið reyni nú að fá skýrari mynd af stöðunni og þá sé lítið vitað um tilfellið sem greindist á Tenerife. Engin ástæða sé til að ætla að veiran sé í mikilli útbreiðslu þar. Hlutirnir geti þó breyst mjög hratt, líkt og komið hafi í ljós undanfarna daga. Kjartan Hreinn segir að skilaboð embættisins til Íslendinga á Tenerife séu fyrst og fremst að fylgja ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda á staðnum. Þá sé það skynsamlegt fyrir þetta fólk að tilkynna sig til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Borgaraþjónustan hafði ekki fengið neinar slíkar tilkynningar þegar Vísir hafði samband við hana nú í morgun. Frá hótelinu í morgun.Vísir/lóa pind Gefin verður út tilkynning frá landlæknisembættinu síðar í dag með leiðbeiningum fyrir farþega sem ferðast hafa til og frá Tenerife. Þá mun embættið setja sig í samband við ferðaskrifstofur sem hafa verið að ferja fólk til Tenerife til að fá upplýsingar um þá sem þar dvelja. „En eins og staðan er núna þá geisar ekki faraldur Covid19 á Tenerife, alls ekki. En þessi sviðsmynd sem blasir við er að breytast mjög hratt,“ segir Kjartan Hreinn. Fylgjast vel með framvindunni Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri VITA, segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi verið í samskiptum við farþegana sem dvelja á hótelinu á Costa Adeje. Hann segir að framhaldið sé í höndum spænskra heilbrigðisyfirvalda. „Við tökum ekki fyrir hendurnar á þeim og fylgjumst vel með framvindunni þar ytra.“ Þráinn kveðst ekki vita hvort að fleiri Íslendingar en þessir sjö dvelji á hótelinu sem um ræðir. Hann segir Vita vera með vél áætlaða til og frá Tenerife á morgun. „Það eru öll flug á áætlun. Það eru náttúrulega hundruð véla sem fljúga til og frá vellinum þarna úti.“ Tvær flugvélar frá Tenerife, ein með Norwegian Air síðdegis og hin með Icelandair í kvöld, eru á áætlun til Keflavíkur í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35
Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14