Ásakandi Weinstein segist þakklátur fyrir að sér hafi verið trúað Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2020 15:59 Mimi Haleyi þegar hún mætti til að bera vitni í máli Weinstein í janúar. AP/Mark Lennihan Mimi Haleyi, ein kvennanna sem sakaðir Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi, segist þakklát fyrir á hana hafi verið hlustað og henni trúað eftir að kvikmyndaframleiðandinn áhrifamikli var dæmdur fyrir brot gegn henni og annarri konu í New York í gær. Weinstein á allt að 29 ára fangelsisdóm yfir höfuð sér. Kviðdómur dæmdi Weinstein sekan um brot gegn Haleyi og annarri konu en sýknaði hann af alvarlegustu ákæruliðunum sem hefðu getað þýtt lífstíðarfangelsi. Sex konur báru vitni um að Weinstein hefði misnotað þær við réttarhöldin. Haleyi, sem er fyrrverandi aðstoðarframleiðandi, sakaði Weinstein um að hafa þvingað sig til munnmaka árið 2006. Hún lýsti dómnum yfir honum sem miklum létti í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina í morgun. „Ég held að við séum að fá fræðslu um raunveruleika kynferðisofbeldis og fórnarlamba kynferðisofbeldis. Þetta eru ekki alltaf ókunnugir. Oft er þetta einhver sem manneskjan þekkir og því fylgir nýtt lag til að vinna úr,“ sagði hún. Lögmenn Weinstein héldu því fram fyrir dómi að kynferðislegt samband hans við konunnar hefði verið með vilja þeirra. Hann neitaði allri sök. Weinstein var fluttur á fangadeild sjúkrahúss eftir að dómurinn var kveðinn upp í gær vegna hjartsláttarónota og hás blóðþrýstings. Refsing hans verður ákvörðuð 11. mars, að sögn AP-fréttastofunnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti notaði dóminn yfir Weinstein til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína á blaðamannafundi á Indlandi þar sem hann er í opinberri heimsókn í dag. Weinstein hefur í gegnum tíðina safnað fé fyrir frambjóðendur Demókrataflokksins. „Hann var manneskja sem ég kunni ekki við. Fólkið sem líkaði við hann voru demókratarnir. Michelle Obama elskaði hann. Elskaði hann. Hillary Clinton elskaði hann“ fullyrti Trump við blaðamenn. Fjöldi kvenna hefur sakað Trump sjálfan um kynferðisofbeldi eða áreitni í gegnum tíðina. Hann hefur hafnað öllum ásökununum þrátt fyrir að á gamalli upptöku sem skaut aftur upp kollinum í kosningabaráttunni árið 2016 hafi hann heyrst stæra sig af því að hann gæti ráðist á konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein sakfelldur fyrir kynferðisbrot og nauðgun Kvikmyndaframleiðandinn var hins vegar sýknaður af alvarlegustu ákæruliðunum. 24. febrúar 2020 16:51 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Mimi Haleyi, ein kvennanna sem sakaðir Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi, segist þakklát fyrir á hana hafi verið hlustað og henni trúað eftir að kvikmyndaframleiðandinn áhrifamikli var dæmdur fyrir brot gegn henni og annarri konu í New York í gær. Weinstein á allt að 29 ára fangelsisdóm yfir höfuð sér. Kviðdómur dæmdi Weinstein sekan um brot gegn Haleyi og annarri konu en sýknaði hann af alvarlegustu ákæruliðunum sem hefðu getað þýtt lífstíðarfangelsi. Sex konur báru vitni um að Weinstein hefði misnotað þær við réttarhöldin. Haleyi, sem er fyrrverandi aðstoðarframleiðandi, sakaði Weinstein um að hafa þvingað sig til munnmaka árið 2006. Hún lýsti dómnum yfir honum sem miklum létti í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina í morgun. „Ég held að við séum að fá fræðslu um raunveruleika kynferðisofbeldis og fórnarlamba kynferðisofbeldis. Þetta eru ekki alltaf ókunnugir. Oft er þetta einhver sem manneskjan þekkir og því fylgir nýtt lag til að vinna úr,“ sagði hún. Lögmenn Weinstein héldu því fram fyrir dómi að kynferðislegt samband hans við konunnar hefði verið með vilja þeirra. Hann neitaði allri sök. Weinstein var fluttur á fangadeild sjúkrahúss eftir að dómurinn var kveðinn upp í gær vegna hjartsláttarónota og hás blóðþrýstings. Refsing hans verður ákvörðuð 11. mars, að sögn AP-fréttastofunnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti notaði dóminn yfir Weinstein til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína á blaðamannafundi á Indlandi þar sem hann er í opinberri heimsókn í dag. Weinstein hefur í gegnum tíðina safnað fé fyrir frambjóðendur Demókrataflokksins. „Hann var manneskja sem ég kunni ekki við. Fólkið sem líkaði við hann voru demókratarnir. Michelle Obama elskaði hann. Elskaði hann. Hillary Clinton elskaði hann“ fullyrti Trump við blaðamenn. Fjöldi kvenna hefur sakað Trump sjálfan um kynferðisofbeldi eða áreitni í gegnum tíðina. Hann hefur hafnað öllum ásökununum þrátt fyrir að á gamalli upptöku sem skaut aftur upp kollinum í kosningabaráttunni árið 2016 hafi hann heyrst stæra sig af því að hann gæti ráðist á konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein sakfelldur fyrir kynferðisbrot og nauðgun Kvikmyndaframleiðandinn var hins vegar sýknaður af alvarlegustu ákæruliðunum. 24. febrúar 2020 16:51 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Weinstein sakfelldur fyrir kynferðisbrot og nauðgun Kvikmyndaframleiðandinn var hins vegar sýknaður af alvarlegustu ákæruliðunum. 24. febrúar 2020 16:51