Lýðræðinu ógnað með fjölþættum, leynilegum og skipulögðum aðgerðum Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2020 19:30 Sérfræðingur Atlantshafsbandalagsins segir nútíma hernað í vaxandi mæli falinn á bakvið fjölþættar aðgerðir sem lýðræðisríki geti átt í erfiðleikum með að greina og bregðast við. Forsætisráðherra segir markmið slíks hernaðar að grafa undan stöðugleika. Þjóðaröryggisráð Íslands í samvinnu við fjölda stofnana, ráðuneyta og samtaka stóð í dag fyrir ráðstefnu um nýjar og fjölþættar ógnir sem samfélög nútímans þurfi að þekkja og verjast. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu að lýðræðisríkjum væri stöðugt ögrað með fjölþættum og skipulögðum aðferðum. „Sem miða sérstaklega að því að skapa óreiðu og grafa undan stöðugleika samfélaga og draga úr trausti á lýðræðislegum ferlum og stjórnun. Fyrir utan að gera línur milli friðar og ófriðar óskýrar geta þessar aðferðir falið í sér afskipti af kosningum, netárásir, misnotkun á veikleikum í áríðandi innviðum og efnahags- og viðskiptalegan þrýsting,“ sagði Katrín. Fjölmargir erlendir sérfræðingar fluttu erindi og tóku þátt í umræðum í bland með íslenskum sérfræðingum. Antonio Missiroli aðstoðarframkvæmdastjóri rísandi öryggis ögrana hjá Atlantshafsbandalaginu er einn þeirra sem fylgist grannt með fjölþættum ógnum og hernaði, eins og Rússar beittu til að mynda í Úkraínu árið 2014. „Þetta er samsetning leynilegra og augljósra aðgerða. Þar sem beitt er fölskum upplýsingum, tækni og þá sérstaklega starfrænni tækni til netárása. Með það að markmiði að slá vopnin úr höndum andstæðingsins til að framkvæma mjög þróaðar aðgerðir,“ segir Missiroli. Síðar hafi menn gert sér grein fyrir að fjölþættur hernaður væri í raun fjölþættar aðgerðir og ógnir sem lægju faldar undir vopnuðum átökum og hefðu áhrif á öll samfélög okkar. „Þetta er mjög ódýr aðferð til að grafa undan stöðugleika okkar. Þetta er ódýr leið til að valda truflunum hjá okkur. Þetta eru aðferðir sem er mjög erfitt að greina og verjast,“ segir Missiroli. Aðildarríki NATO þyrftu að þekkja ógnirnar og tækin sem jafnvel væru í boði á almennum markaði allir gætu notað. „Það er einnig hægt að beita samfélagsmiðlum og internetinu til að aðgerða gegn okkur. Þetta geta verið netárásir hakkara, skipulagðra hópa eða samtaka sem studd eru studd af ríkjum. Það er þetta sem gerir okkur erfitt að greina ógnirnar og bregðast við þeim. Þetta snýst ekki um skriðdreka sem fara yfir landamæri,“ segir Antonio Missiroli. NATO Varnarmál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Sérfræðingur Atlantshafsbandalagsins segir nútíma hernað í vaxandi mæli falinn á bakvið fjölþættar aðgerðir sem lýðræðisríki geti átt í erfiðleikum með að greina og bregðast við. Forsætisráðherra segir markmið slíks hernaðar að grafa undan stöðugleika. Þjóðaröryggisráð Íslands í samvinnu við fjölda stofnana, ráðuneyta og samtaka stóð í dag fyrir ráðstefnu um nýjar og fjölþættar ógnir sem samfélög nútímans þurfi að þekkja og verjast. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu að lýðræðisríkjum væri stöðugt ögrað með fjölþættum og skipulögðum aðferðum. „Sem miða sérstaklega að því að skapa óreiðu og grafa undan stöðugleika samfélaga og draga úr trausti á lýðræðislegum ferlum og stjórnun. Fyrir utan að gera línur milli friðar og ófriðar óskýrar geta þessar aðferðir falið í sér afskipti af kosningum, netárásir, misnotkun á veikleikum í áríðandi innviðum og efnahags- og viðskiptalegan þrýsting,“ sagði Katrín. Fjölmargir erlendir sérfræðingar fluttu erindi og tóku þátt í umræðum í bland með íslenskum sérfræðingum. Antonio Missiroli aðstoðarframkvæmdastjóri rísandi öryggis ögrana hjá Atlantshafsbandalaginu er einn þeirra sem fylgist grannt með fjölþættum ógnum og hernaði, eins og Rússar beittu til að mynda í Úkraínu árið 2014. „Þetta er samsetning leynilegra og augljósra aðgerða. Þar sem beitt er fölskum upplýsingum, tækni og þá sérstaklega starfrænni tækni til netárása. Með það að markmiði að slá vopnin úr höndum andstæðingsins til að framkvæma mjög þróaðar aðgerðir,“ segir Missiroli. Síðar hafi menn gert sér grein fyrir að fjölþættur hernaður væri í raun fjölþættar aðgerðir og ógnir sem lægju faldar undir vopnuðum átökum og hefðu áhrif á öll samfélög okkar. „Þetta er mjög ódýr aðferð til að grafa undan stöðugleika okkar. Þetta er ódýr leið til að valda truflunum hjá okkur. Þetta eru aðferðir sem er mjög erfitt að greina og verjast,“ segir Missiroli. Aðildarríki NATO þyrftu að þekkja ógnirnar og tækin sem jafnvel væru í boði á almennum markaði allir gætu notað. „Það er einnig hægt að beita samfélagsmiðlum og internetinu til að aðgerða gegn okkur. Þetta geta verið netárásir hakkara, skipulagðra hópa eða samtaka sem studd eru studd af ríkjum. Það er þetta sem gerir okkur erfitt að greina ógnirnar og bregðast við þeim. Þetta snýst ekki um skriðdreka sem fara yfir landamæri,“ segir Antonio Missiroli.
NATO Varnarmál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira