Í beinni í dag: Toppslagur í Olís deild kvenna | Kemur Immobile Lazio í toppsætið? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. febrúar 2020 06:00 Það verður hart barist að Hlíðarenda í kvöld. Vísir/Daníel Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag líkt og aðra laugardaga. Alls verða níu beinar útsendingar en við sýnum beint frá golfi, handbolta sem og fótbolta í dag. Við tökum daginn snemma með Evrópumótaröðinni í golfi en hún hefst nú eftir tvo tíma eða klukkan 08:00. PGA mótaröðin er svo á dagskrá seinni part dags. Í hádeginu verður ferðinni heitið til Hull í Englandi þar sem Leeds United heimsækir Hull City í ensku B-deildinni. Leeds hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið og unnið mikilvæga 1-0 sigra í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Töframaðurinn Marcus Maddison gekk hins vegar í raðir Hull í janúar og eru Tígrisdýrin til alls líkleg í leiknum. Síðar um daginn sýnum við svo leik Fulham og Preston North End í sömu deild. Hið fornfræga félag Leeds er sem stendur í 2. sæti ensku B-deildarinnar, x stigum á eftir West Bromwich Albion sem situr á toppnum en fimm stigum á undan Fulham sem er í 3. sæti deildarinnar. Efstu tvö liðin fara beint upp í úrvalsdeildina á meðan næstu fjögur lið fara í umspil. Þá er ítalski boltinn á dagskrá en Ciro Immobile stefnir á að halda markaskorun sinni áfram er Lazio fær Bologna í heimsókn. Takist Lazio að sigra þá fer liðið í toppsæti Serie A, allavega í sólahring en Juventus mætir Inter Milan í stórleik helgarinnar á sunnudag. Líklega verður leikið fyrir luktum dyrum. Eftir kvöldmat mætast svo Napoli og Torino en fyrrnefnda liðið gerði 1-1 jafntefli við Barcelona í Meistaradeild Evrópu í miðri viku. Á Spáni er einn leikur hinn síungi Joaquín og liðsfélagar hans í Real Betis heimsækja Valencia. Síðarnefnda liðið er í harðri baráttu um Evrópudeildarsæti en Valencia er sem stendur í 8. sæti með 38 stig, tveimur stigum frá 6. sætinu sem gefur sæti í Evrópudeildinni og fimm stigum frá 4. sætinu en það gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Betis siglir lygnan sjó í 13. sæti. Þá geta Valsarar tekið gleði sína en við sýnum annars vegar leik Vals og ÍBV í Lengjubikar karla sem og við sýnum stórleik Olís deildar kvenna þar sem Valur fær Fram í heimsókn. Nokkuð ljóst að síðari leikurinn er töluvert stærri en þar mætast tvö sterkustu lið Olís deildarinnar. Allar beinar útsendingar Stöð 2 Sport og hliðarrása má finna á vef okkar.Í beinni í dag 08:00 European Tour 2020 (Stöð 2 Golf) 12:25 Hull City - Leeds United (Stöð 2 Sport) 13:50 Valur - ÍBV, Lengjubikarinn (Stöð 2 Sport 2) 13:50 Lazio - Bologna (Stöð 2 Sport 4) 14:50 Valencia - Real Betis (Stöð 2 Sport 3) 14:55 Fulham - Preston North End (Stöð 2 Sport) 16:50 Valur - Fram, Olís deild kvenna (Stöð 2 Sport 2) 18:30 PGA Tour 2020 (Stöð 2 Golf) 19:35 Napoli - Torino (Stöð 2 Sport) Fótbolti Golf Íslenski boltinn Ítalski boltinn Olís-deild kvenna Spænski boltinn Tengdar fréttir Steinunn: Við erum særðar og reiðar Einn af stórleikjum vetrarins í Olís-deild kvenna fer fram á morgun þegar langbestu lið landsins - Valur og Fram - mætast. Fram er með þriggja stiga forskot á Valskonur sem verða að vinna leikinn. Annars er deildarmeistaratitillinn Fram-kvenna. 28. febrúar 2020 17:15 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Sjá meira
Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag líkt og aðra laugardaga. Alls verða níu beinar útsendingar en við sýnum beint frá golfi, handbolta sem og fótbolta í dag. Við tökum daginn snemma með Evrópumótaröðinni í golfi en hún hefst nú eftir tvo tíma eða klukkan 08:00. PGA mótaröðin er svo á dagskrá seinni part dags. Í hádeginu verður ferðinni heitið til Hull í Englandi þar sem Leeds United heimsækir Hull City í ensku B-deildinni. Leeds hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið og unnið mikilvæga 1-0 sigra í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Töframaðurinn Marcus Maddison gekk hins vegar í raðir Hull í janúar og eru Tígrisdýrin til alls líkleg í leiknum. Síðar um daginn sýnum við svo leik Fulham og Preston North End í sömu deild. Hið fornfræga félag Leeds er sem stendur í 2. sæti ensku B-deildarinnar, x stigum á eftir West Bromwich Albion sem situr á toppnum en fimm stigum á undan Fulham sem er í 3. sæti deildarinnar. Efstu tvö liðin fara beint upp í úrvalsdeildina á meðan næstu fjögur lið fara í umspil. Þá er ítalski boltinn á dagskrá en Ciro Immobile stefnir á að halda markaskorun sinni áfram er Lazio fær Bologna í heimsókn. Takist Lazio að sigra þá fer liðið í toppsæti Serie A, allavega í sólahring en Juventus mætir Inter Milan í stórleik helgarinnar á sunnudag. Líklega verður leikið fyrir luktum dyrum. Eftir kvöldmat mætast svo Napoli og Torino en fyrrnefnda liðið gerði 1-1 jafntefli við Barcelona í Meistaradeild Evrópu í miðri viku. Á Spáni er einn leikur hinn síungi Joaquín og liðsfélagar hans í Real Betis heimsækja Valencia. Síðarnefnda liðið er í harðri baráttu um Evrópudeildarsæti en Valencia er sem stendur í 8. sæti með 38 stig, tveimur stigum frá 6. sætinu sem gefur sæti í Evrópudeildinni og fimm stigum frá 4. sætinu en það gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Betis siglir lygnan sjó í 13. sæti. Þá geta Valsarar tekið gleði sína en við sýnum annars vegar leik Vals og ÍBV í Lengjubikar karla sem og við sýnum stórleik Olís deildar kvenna þar sem Valur fær Fram í heimsókn. Nokkuð ljóst að síðari leikurinn er töluvert stærri en þar mætast tvö sterkustu lið Olís deildarinnar. Allar beinar útsendingar Stöð 2 Sport og hliðarrása má finna á vef okkar.Í beinni í dag 08:00 European Tour 2020 (Stöð 2 Golf) 12:25 Hull City - Leeds United (Stöð 2 Sport) 13:50 Valur - ÍBV, Lengjubikarinn (Stöð 2 Sport 2) 13:50 Lazio - Bologna (Stöð 2 Sport 4) 14:50 Valencia - Real Betis (Stöð 2 Sport 3) 14:55 Fulham - Preston North End (Stöð 2 Sport) 16:50 Valur - Fram, Olís deild kvenna (Stöð 2 Sport 2) 18:30 PGA Tour 2020 (Stöð 2 Golf) 19:35 Napoli - Torino (Stöð 2 Sport)
Fótbolti Golf Íslenski boltinn Ítalski boltinn Olís-deild kvenna Spænski boltinn Tengdar fréttir Steinunn: Við erum særðar og reiðar Einn af stórleikjum vetrarins í Olís-deild kvenna fer fram á morgun þegar langbestu lið landsins - Valur og Fram - mætast. Fram er með þriggja stiga forskot á Valskonur sem verða að vinna leikinn. Annars er deildarmeistaratitillinn Fram-kvenna. 28. febrúar 2020 17:15 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Sjá meira
Steinunn: Við erum særðar og reiðar Einn af stórleikjum vetrarins í Olís-deild kvenna fer fram á morgun þegar langbestu lið landsins - Valur og Fram - mætast. Fram er með þriggja stiga forskot á Valskonur sem verða að vinna leikinn. Annars er deildarmeistaratitillinn Fram-kvenna. 28. febrúar 2020 17:15