Kínverjar segjast tilbúnir til samstarfs vegna kórónuveirunnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. febrúar 2020 20:30 Kínversk stjórnvöld eru tilbúin til þess að vinna með Íslendingum gegn nýju kórónuveirunni. Þetta segir sendiherra Kína, en hann bauð til fundar um stöðuna í kínverska sendiráðinu í dag. Jin Zhijian sendiherra fór yfir stöðuna og viðbrögð Kínverja við faraldrinum í ávarpi sínu. Þar sagði hann meðal annars að Kínverjar hefðu brugðist afar hratt við. Til dæmis náð að einangra erfðamengi veirunnar og deilt þeim upplýsingum með Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á mun skemmri tíma en til dæmis þegar ebólufaraldur geisaði. Hröð viðbrögð Kínverja hafi skipt miklu máli. Svona hefur þróun undanfarinna daga verið.Vísir/Hafsteinn Sprenging í smitum utan Kína Á meðan það hefur hægt verulega á fjölgun smita á meginlandi Kína hefur orðið sprenging utan landamæranna. Fyrir viku voru smit utan Kína um fjórtán hundruð talsins. Nú eru þau orðin fimm þúsund. Stöðuna á Norðurlöndunum má sjá á kortinu hér að neðan. Smitum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur fjölgað. Ef við lítum til Evrópu í heild er ástandið langverst á Ítalíu en tugir hafa einnig smitast í Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og Bretlandi. Staðan á Norðurlöndunum lítur svona út í dag.Vísir/Hafsteinn Tilbúin til samstarfs Vegna aukinnar útbreiðslu í Evrópu segir Jin það ekki hafa komið sér á óvart að veiran sé nú komin til Íslands. „Ég vona að það gangi sem best í að bregðast við þessari veiru á Íslandi. Kínverska ríkisstjórnin er tilbúin til þess að vinna með íslensku ríkisstjórninni og Íslendingum að því að viðbrögðin verði sem best.“ Sendiherra segir þróun undanfarinna vikna hafa verið jákvæða í Kína. Dagleg smit utan Hubei-héraðs, þar sem ástandið er verst, séu komin undir tíu. Hans ráð til íslenskra stjórvalda er að leggja kapp á að greina smit sem allra fyrst. „Að mínu mati gengur undirbúningur mjög vel. Það er engin ástæða til að örvænta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kína Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Kínversk stjórnvöld eru tilbúin til þess að vinna með Íslendingum gegn nýju kórónuveirunni. Þetta segir sendiherra Kína, en hann bauð til fundar um stöðuna í kínverska sendiráðinu í dag. Jin Zhijian sendiherra fór yfir stöðuna og viðbrögð Kínverja við faraldrinum í ávarpi sínu. Þar sagði hann meðal annars að Kínverjar hefðu brugðist afar hratt við. Til dæmis náð að einangra erfðamengi veirunnar og deilt þeim upplýsingum með Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á mun skemmri tíma en til dæmis þegar ebólufaraldur geisaði. Hröð viðbrögð Kínverja hafi skipt miklu máli. Svona hefur þróun undanfarinna daga verið.Vísir/Hafsteinn Sprenging í smitum utan Kína Á meðan það hefur hægt verulega á fjölgun smita á meginlandi Kína hefur orðið sprenging utan landamæranna. Fyrir viku voru smit utan Kína um fjórtán hundruð talsins. Nú eru þau orðin fimm þúsund. Stöðuna á Norðurlöndunum má sjá á kortinu hér að neðan. Smitum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur fjölgað. Ef við lítum til Evrópu í heild er ástandið langverst á Ítalíu en tugir hafa einnig smitast í Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og Bretlandi. Staðan á Norðurlöndunum lítur svona út í dag.Vísir/Hafsteinn Tilbúin til samstarfs Vegna aukinnar útbreiðslu í Evrópu segir Jin það ekki hafa komið sér á óvart að veiran sé nú komin til Íslands. „Ég vona að það gangi sem best í að bregðast við þessari veiru á Íslandi. Kínverska ríkisstjórnin er tilbúin til þess að vinna með íslensku ríkisstjórninni og Íslendingum að því að viðbrögðin verði sem best.“ Sendiherra segir þróun undanfarinna vikna hafa verið jákvæða í Kína. Dagleg smit utan Hubei-héraðs, þar sem ástandið er verst, séu komin undir tíu. Hans ráð til íslenskra stjórvalda er að leggja kapp á að greina smit sem allra fyrst. „Að mínu mati gengur undirbúningur mjög vel. Það er engin ástæða til að örvænta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kína Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira