Samstarfsfólk hins smitaða gagnrýnir seinagang yfirvalda Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 29. febrúar 2020 12:45 Gámurinn sem komið var upp til þess að taka á móti fólki sem mögulega væri smitað af veirunni Vísir/Vilhelm Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna í gær hafði mætt í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann fór slappur heim á miðvikudag. Átján samstarfsmenn hans hafa verið settir sóttkví, ásamt tugum annarra sem tengjast manninum. Stjórnandi vinnustaðarins er afar gagnrýninn á hæg viðbrögð yfirvalda þegar smitið kom upp. Greint var frá því í gær að fyrsta tilfelli kórónuveiru og veldur Covid-19 sjúkdómi hafi greinist á Íslandi. Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, sem var á ferðalagi í Ítalíu, ásamt eiginkonu sinni og dóttur, veiktist eftir heimkomu 22. febrúar síðastliðinn. Hann hafði verið á svæði á Norður-Ítalíu sem var skilgreint utan hættusvæðis. Viðbúnaðarstig almannavarna var hækkað úr óvissustigi í hættustig. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir að í gærkvöldi hafi stór hópur unnið að því að rekja ferðir mannsins. „Út úr þeirri vinnu kom það að við óskuðum eftir því við 49 einstaklinga, sem eru bæði staddir á Íslandi og erlendis, að vera í sóttkví næstu fjórtán daga og láta okkur vita ef það kæmu fram einkenni. Úr þessum hópi voru líka tekin nokkur sýni úr nokkrum einstaklingum sem voru með flensueinkenni og við fáum niðurstöður úr þeim í dag,“ segir Víðir. Sýni úr eiginkonu mannsins reyndist neikvætt og voru ferðir hennar því ekki raktar að sögn Víðis. „Við vorum komin með miklar upplýsingar en þegar það reyndist neikvætt þá ákváðum við að fara ekki með það lengra. En auðvitað liggja leiðir þeirra víða saman,“ segir Víðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu vinnur maðurinn sem greindist með veiruna á um það bil tuttugu manna vinnustað. Hann mætti til vinnu á mánudag og þriðjudag í síðustu viku og fór slappur heim úr vinnu um hádegisbil á miðvikudag. Hann var greindur með veiruna tveimur dögum síðar. Átján samstarfsmenn mannsins hafa verið settir í sóttkví en nokkrir voru í leyfi frá vinnu þá daga sem maðurinn mætti í vinnuna. Eiginkona mannsins er þá stjórnandi innan Háskólans í Reykjavík en nemendum skólans var greint frá því í tölvupósti í dag. Þar sagði að viðkomandi starfsmaður skólans hefði ekki sinnt kennslu á önninni. Var það einnig nefnt að starfsmaðurinn sem um ræðir hafi ekki greinst með veiruna en muni, í varúðarskyni, halda sig heima næstu tvær vikurnar. Fréttastofa hefur rætt við stjórnanda vinnustaðarins sem er afar gagnrýninn á viðbrögð yfirvalda í málinu. Um klukkan tvö hafi fréttir borist um að samstarfsfélagi væri smitaður og við tóku nokkrar klukkustundir af óvissu. Enginn hafi náð sambandi við síma 1700 og það hafi verið með krókaleiðum sem starfsmenn náðu sambandi við starfsmann embættis landlæknis um hálf sex leytið. Eftir það hafi viðbragðsaðilar mætt og tekið sýni úr samstarfsfólki mannsins. Stjórnandi vinnustaðarins segir að sér hafi blöskrað að ekki hafi verið haft samband að fyrra bragði eftir að í ljós kom að maðurinn væri smitaður. Víðir segir gagnrýnina réttmæta. Eftir að fréttir hafi borist af smiti mannsins hafi orðið gríðarlegt álag á símanúmerinu 1700 og Neyðarlínunni. „Það passar að þetta kemur inn til okkar þannig að það hafi starfsmaður hjá embætti Landlæknis sem hefur samband við okkur og þá fer ferlið í gang gagnvart þessum vinnustað, að vera í samskiptum og veita þeim upplýsingar og hjálpa þeim að vinna úr þessum upplýsingum. Þetta er bara mjög eðlileg og réttmæt gagnrýni að við hefðum geta brugðist hraðar við þessum málum á nokkrum stöðum, það er alveg pottþétt,“ segir Víðir. Víðir ítrekar að almenningur sé beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. Það sé stöðufundur með sóttvarnalækni og almannavörnum í hádeginu. „Við erum að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun og tryggja samhæfingu,“ segir Víðir.Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna í gær hafði mætt í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann fór slappur heim á miðvikudag. Átján samstarfsmenn hans hafa verið settir sóttkví, ásamt tugum annarra sem tengjast manninum. Stjórnandi vinnustaðarins er afar gagnrýninn á hæg viðbrögð yfirvalda þegar smitið kom upp. Greint var frá því í gær að fyrsta tilfelli kórónuveiru og veldur Covid-19 sjúkdómi hafi greinist á Íslandi. Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, sem var á ferðalagi í Ítalíu, ásamt eiginkonu sinni og dóttur, veiktist eftir heimkomu 22. febrúar síðastliðinn. Hann hafði verið á svæði á Norður-Ítalíu sem var skilgreint utan hættusvæðis. Viðbúnaðarstig almannavarna var hækkað úr óvissustigi í hættustig. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir að í gærkvöldi hafi stór hópur unnið að því að rekja ferðir mannsins. „Út úr þeirri vinnu kom það að við óskuðum eftir því við 49 einstaklinga, sem eru bæði staddir á Íslandi og erlendis, að vera í sóttkví næstu fjórtán daga og láta okkur vita ef það kæmu fram einkenni. Úr þessum hópi voru líka tekin nokkur sýni úr nokkrum einstaklingum sem voru með flensueinkenni og við fáum niðurstöður úr þeim í dag,“ segir Víðir. Sýni úr eiginkonu mannsins reyndist neikvætt og voru ferðir hennar því ekki raktar að sögn Víðis. „Við vorum komin með miklar upplýsingar en þegar það reyndist neikvætt þá ákváðum við að fara ekki með það lengra. En auðvitað liggja leiðir þeirra víða saman,“ segir Víðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu vinnur maðurinn sem greindist með veiruna á um það bil tuttugu manna vinnustað. Hann mætti til vinnu á mánudag og þriðjudag í síðustu viku og fór slappur heim úr vinnu um hádegisbil á miðvikudag. Hann var greindur með veiruna tveimur dögum síðar. Átján samstarfsmenn mannsins hafa verið settir í sóttkví en nokkrir voru í leyfi frá vinnu þá daga sem maðurinn mætti í vinnuna. Eiginkona mannsins er þá stjórnandi innan Háskólans í Reykjavík en nemendum skólans var greint frá því í tölvupósti í dag. Þar sagði að viðkomandi starfsmaður skólans hefði ekki sinnt kennslu á önninni. Var það einnig nefnt að starfsmaðurinn sem um ræðir hafi ekki greinst með veiruna en muni, í varúðarskyni, halda sig heima næstu tvær vikurnar. Fréttastofa hefur rætt við stjórnanda vinnustaðarins sem er afar gagnrýninn á viðbrögð yfirvalda í málinu. Um klukkan tvö hafi fréttir borist um að samstarfsfélagi væri smitaður og við tóku nokkrar klukkustundir af óvissu. Enginn hafi náð sambandi við síma 1700 og það hafi verið með krókaleiðum sem starfsmenn náðu sambandi við starfsmann embættis landlæknis um hálf sex leytið. Eftir það hafi viðbragðsaðilar mætt og tekið sýni úr samstarfsfólki mannsins. Stjórnandi vinnustaðarins segir að sér hafi blöskrað að ekki hafi verið haft samband að fyrra bragði eftir að í ljós kom að maðurinn væri smitaður. Víðir segir gagnrýnina réttmæta. Eftir að fréttir hafi borist af smiti mannsins hafi orðið gríðarlegt álag á símanúmerinu 1700 og Neyðarlínunni. „Það passar að þetta kemur inn til okkar þannig að það hafi starfsmaður hjá embætti Landlæknis sem hefur samband við okkur og þá fer ferlið í gang gagnvart þessum vinnustað, að vera í samskiptum og veita þeim upplýsingar og hjálpa þeim að vinna úr þessum upplýsingum. Þetta er bara mjög eðlileg og réttmæt gagnrýni að við hefðum geta brugðist hraðar við þessum málum á nokkrum stöðum, það er alveg pottþétt,“ segir Víðir. Víðir ítrekar að almenningur sé beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. Það sé stöðufundur með sóttvarnalækni og almannavörnum í hádeginu. „Við erum að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun og tryggja samhæfingu,“ segir Víðir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira