Engar sannanir fyrir aðkomu Sýrlands að dauða Hariri Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2020 12:03 Frá dómsuppkvaðningunni. AP/Piroschka Van De Wouw Engar sannanir eru fyrir því að forsvarsmenn Sýrlands eða Hezbollah-samtakanna hafi látið myrða Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon, þó þessir aðilar hafi talið sig hagnast á dauða hans. Dómsuppkvaðning sérstaks dómstóls stendur nú yfir í Hollandi en dómurinn er 2.600 blaðsíður og lesturinn mun taka margar klukkustundir. Hariri var myrtur í sprengjuárás í Beirút árið 2005. Auk hans dó 21 til viðbótar og um 220 manns særðust. Miklu magni sprengiefna hafði verið komið fyrir í sendiferðabíl sem sprengdur var í loft upp þegar bílalest Hariri var ekið þar fram hjá. Eins og segir í frétt Reuters, sprengdi maður sig í loft upp með bílnum en aldrei hefur tekist að bera kennsl á hann. Sérstakur dómstóll sem myndaður var í Hollandi og af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur haft málið til meðferðar um árabil. Fjórir menn sem taldir eru hafa verið meðlimir Hezbollah voru ákærðir fyrir árásina. Þeir heita Salim Jamil Ayyash, Hassan Habib Merhi, Hussein Hassan Oneissi og Assad Hassan Sabra. Ekki er vitað hvar þeir eru niðurkomnir. Þá er ekki búið að kveða upp dóm mannanna. Farsímagögn sína að þeir fjórir fylgdust náið með ferðum Hariri í aðdraganda árásarinnar. Verjendur mannanna, sem voru skipaðir af dómstólnum, segja engin sönnunargögn um að þeir hafi komið að árásinni sjálfri og að réttast væri að sýkna þá. Einn maður til viðbótar, Mustafa Amine Badreddine, foringi í Hezbollah, var einnig ákærður en nafn hans var tekið af ákærunni eftir að hann féll í Sýrlandi árið 2016. Vegna árásarinnar þurftu yfirvöld Sýrlands, sem studdu Hezbollah, að kalla sveitir sínar frá Líbanon en þær höfðu verið þar í 29 ár. Bæði Sýrlendingar og forsvarsmenn Hezbollah þvertóku fyrir að hafa komið að árásinni. Sonur Hariri varð í kjölfarið forsætisráðherra Líbanon og sat þrjú kjörtímabil. Bein útsending frá dómsuppkvaðningunni. Líbanon Sýrland Íran Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Engar sannanir eru fyrir því að forsvarsmenn Sýrlands eða Hezbollah-samtakanna hafi látið myrða Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon, þó þessir aðilar hafi talið sig hagnast á dauða hans. Dómsuppkvaðning sérstaks dómstóls stendur nú yfir í Hollandi en dómurinn er 2.600 blaðsíður og lesturinn mun taka margar klukkustundir. Hariri var myrtur í sprengjuárás í Beirút árið 2005. Auk hans dó 21 til viðbótar og um 220 manns særðust. Miklu magni sprengiefna hafði verið komið fyrir í sendiferðabíl sem sprengdur var í loft upp þegar bílalest Hariri var ekið þar fram hjá. Eins og segir í frétt Reuters, sprengdi maður sig í loft upp með bílnum en aldrei hefur tekist að bera kennsl á hann. Sérstakur dómstóll sem myndaður var í Hollandi og af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur haft málið til meðferðar um árabil. Fjórir menn sem taldir eru hafa verið meðlimir Hezbollah voru ákærðir fyrir árásina. Þeir heita Salim Jamil Ayyash, Hassan Habib Merhi, Hussein Hassan Oneissi og Assad Hassan Sabra. Ekki er vitað hvar þeir eru niðurkomnir. Þá er ekki búið að kveða upp dóm mannanna. Farsímagögn sína að þeir fjórir fylgdust náið með ferðum Hariri í aðdraganda árásarinnar. Verjendur mannanna, sem voru skipaðir af dómstólnum, segja engin sönnunargögn um að þeir hafi komið að árásinni sjálfri og að réttast væri að sýkna þá. Einn maður til viðbótar, Mustafa Amine Badreddine, foringi í Hezbollah, var einnig ákærður en nafn hans var tekið af ákærunni eftir að hann féll í Sýrlandi árið 2016. Vegna árásarinnar þurftu yfirvöld Sýrlands, sem studdu Hezbollah, að kalla sveitir sínar frá Líbanon en þær höfðu verið þar í 29 ár. Bæði Sýrlendingar og forsvarsmenn Hezbollah þvertóku fyrir að hafa komið að árásinni. Sonur Hariri varð í kjölfarið forsætisráðherra Líbanon og sat þrjú kjörtímabil. Bein útsending frá dómsuppkvaðningunni.
Líbanon Sýrland Íran Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira