Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 12:15 Sjórinn gengur yfir Srandveginn, eina aðalgötu Sauðárkróks. Mikill sjór gengur nú yfir Strandveginn á Sauðárkróki og hefur veginum verið lokað þangað til aðstæður breytast. Vegfarendur eru því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni, hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. Í myndbandinu hér fyrir neðan sem deilt var á Facebook-síðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar sjást aðstæðurnar vel. „Það er náttúrulega bara þannig að sjórinn gengur yfir eyrina og upp á land. Þetta er bara eins og stórfljót hérna í kringum Vörumiðlun og Fiskiðjuna og steinullarverksmiðjuna og sláturhúsið. Þetta er bara eins og maður sé að horfa yfir Héraðsvötnin,“ segir Viggó Jónsson, myndatökumaður og íbúi á Sauðárkróki, í samtali við fréttastofu. Hann segir stórvirkar vinnuvélar nú reyna að veita sjónum aftur út en lýsir aðstæðum þannig að brimskaflar séu hreinlega að koma á land. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir þennan mikla sjógang inn á land nú í bænum tengjast óveðrinu mikla sem gekk yfir landið 10. og 11. desember í fyrra. „Það varð rof í vörnunum þá og þetta kom þá fyrst í þessu magni. Það hefur eitthvað gerst sem þarf að skoða vel því þetta hefur gerst núna í nokkur skipti,“ segir Stefán Vagn sem telur að þetta sé í þriðja sinn síðan í óveðrinu í desember sem sjór gengur þarna yfir. Hann segir Strandveginn fjölfarinn en Vegagerðin hefur umsjón með veginum þar sem um er að ræða þjóðveg í byggð. Stefán Vagn segir veginn stofnleiðina í gegnum bæinn og því mikilvægt að finna hvar rof hafi komið í varnirnar við höfnina og laga skemmdirnar. Stíf norðanátt er nú Sauðárkróki og leiðindaveður að sögn Stefáns. Þá snjóaði mikið í bænum í nótt. Samgöngur Skagafjörður Veður Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Mikill sjór gengur nú yfir Strandveginn á Sauðárkróki og hefur veginum verið lokað þangað til aðstæður breytast. Vegfarendur eru því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni, hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. Í myndbandinu hér fyrir neðan sem deilt var á Facebook-síðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar sjást aðstæðurnar vel. „Það er náttúrulega bara þannig að sjórinn gengur yfir eyrina og upp á land. Þetta er bara eins og stórfljót hérna í kringum Vörumiðlun og Fiskiðjuna og steinullarverksmiðjuna og sláturhúsið. Þetta er bara eins og maður sé að horfa yfir Héraðsvötnin,“ segir Viggó Jónsson, myndatökumaður og íbúi á Sauðárkróki, í samtali við fréttastofu. Hann segir stórvirkar vinnuvélar nú reyna að veita sjónum aftur út en lýsir aðstæðum þannig að brimskaflar séu hreinlega að koma á land. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir þennan mikla sjógang inn á land nú í bænum tengjast óveðrinu mikla sem gekk yfir landið 10. og 11. desember í fyrra. „Það varð rof í vörnunum þá og þetta kom þá fyrst í þessu magni. Það hefur eitthvað gerst sem þarf að skoða vel því þetta hefur gerst núna í nokkur skipti,“ segir Stefán Vagn sem telur að þetta sé í þriðja sinn síðan í óveðrinu í desember sem sjór gengur þarna yfir. Hann segir Strandveginn fjölfarinn en Vegagerðin hefur umsjón með veginum þar sem um er að ræða þjóðveg í byggð. Stefán Vagn segir veginn stofnleiðina í gegnum bæinn og því mikilvægt að finna hvar rof hafi komið í varnirnar við höfnina og laga skemmdirnar. Stíf norðanátt er nú Sauðárkróki og leiðindaveður að sögn Stefáns. Þá snjóaði mikið í bænum í nótt.
Samgöngur Skagafjörður Veður Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði