„Erum pikkfastir í búblu hérna“ - Enn óvíst hvort KR fær undanþágu Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2020 11:32 Allir leikmenn KR eru klárir í stórleikinn í kvöld nema Aron Bjarki Jósepsson sem er meiddur. VÍSIR/BÁRA „Við erum algjörlega einangraðir hérna,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, en KR-ingar mæta Celtic í Glasgow í kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, setur strangar reglur um umgjörð vegna leikja á vegum sambandsins vegna kórónuveirufaraldursins. KR-ingar hafa því lítið séð af Glasgow og hvað þá notið nokkurs af því sem að borgin hefur upp á að bjóða, fyrir utan það að skoða Celtic Park. „Við erum í raun pikkfastir í búblu hérna. Við lentum í gær, rúta tók strax við okkur og fór með okkur beint upp á hótel þar sem við erum út af fyrir okkur á 4. hæð. Við fórum svo á æfingu í gær og það er ljóst að Skotarnir taka þessu mjög alvarlega. Það er til að mynda strangt tekið á öllum fjarlægðarmörkum og grímunotkun. Í morgun snæddu menn morgunmat hér á hótelinu og svo hafa þeir verið inni á hótelherbergi eða á liðsfundum. Ég veit ekki hvort þeir fái að fara í einhvern göngutúr, en svo verður bara farið upp á völl í kvöld,“ segir Páll. Allir leikmenn og starfsmenn KR þurftu að fara í kórónuveirupróf áður en haldið var af stað til Glasgow, en ekkert sýni greindist jákvætt. „Við fórum allir í test áður en við fórum út, og svo voru allir hitamældir í gær til að fá að fara inn á Celtic-völlinn. Svo fara allir í próf við komuna aftur til Íslands, og aftur eftir fjóra daga ef engar undanþágur fást á reglum,“ segir Páll. Brunum beint upp á flugvöll KR-ingar vonast til að fá undanþágu frá sóttkví þegar þeir koma heim til Íslands, fari svo að þeir lendi hér eftir miðnætti þegar nýjar reglur um 4-5 daga sóttkví hafa tekið gildi. Hins vegar er ljóst að leikurinn við Celtic klárast í fyrsta lagi kl. 20.30 að íslenskum tíma, og krafa er um að Rúnar Kristinsson þjálfari mæti á blaðamannafund eftir leik. Miðað við hefðbundinn flugtíma þyrfti KR að komast af stað frá Glasgow rétt rúmum klukkutíma eftir leik til að lenda á Íslandi fyrir miðnætti. „Við verðum bara að bruna beint upp á flugvöll og verðum í kapphlaupi við tímann að komast heim fyrir miðnætti. Við ætlum okkur að komast heim fyrir miðnætti,“ segir Páll. Takist það, og ekki verið komin nein undanþága, þyrftu KR-ingar samt að lúta reglum um heimkomusmitgát. En mættu þeir þá æfa saman, og spila stórleikinn við Val um helgina? „Ég reikna með því, því við höfum verið hérna allir saman í búblu, og við vinnum alla vega út frá því að við fengjum að spila á laugardaginn. Við erum ekkert eins og hefðbundir ferðalangar. Vonandi fáum við svör um hugsanlega undanþágu eftir hádegi. Það má ekki seinna vera.“ Leikur Celtic og KR hefst kl. 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn KR Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfa að hafa hraðar hendur eða fá undanþágu til að sleppa við sóttkví Leik- og starfsmenn knattspyrnuliðs KR gæti þurft að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalag sitt til Skotlands. Rætt var við Víði Reynisson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 17. ágúst 2020 19:46 „Himinn og haf“ á milli KR og Celtic Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 18. ágúst 2020 08:00 Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
„Við erum algjörlega einangraðir hérna,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, en KR-ingar mæta Celtic í Glasgow í kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, setur strangar reglur um umgjörð vegna leikja á vegum sambandsins vegna kórónuveirufaraldursins. KR-ingar hafa því lítið séð af Glasgow og hvað þá notið nokkurs af því sem að borgin hefur upp á að bjóða, fyrir utan það að skoða Celtic Park. „Við erum í raun pikkfastir í búblu hérna. Við lentum í gær, rúta tók strax við okkur og fór með okkur beint upp á hótel þar sem við erum út af fyrir okkur á 4. hæð. Við fórum svo á æfingu í gær og það er ljóst að Skotarnir taka þessu mjög alvarlega. Það er til að mynda strangt tekið á öllum fjarlægðarmörkum og grímunotkun. Í morgun snæddu menn morgunmat hér á hótelinu og svo hafa þeir verið inni á hótelherbergi eða á liðsfundum. Ég veit ekki hvort þeir fái að fara í einhvern göngutúr, en svo verður bara farið upp á völl í kvöld,“ segir Páll. Allir leikmenn og starfsmenn KR þurftu að fara í kórónuveirupróf áður en haldið var af stað til Glasgow, en ekkert sýni greindist jákvætt. „Við fórum allir í test áður en við fórum út, og svo voru allir hitamældir í gær til að fá að fara inn á Celtic-völlinn. Svo fara allir í próf við komuna aftur til Íslands, og aftur eftir fjóra daga ef engar undanþágur fást á reglum,“ segir Páll. Brunum beint upp á flugvöll KR-ingar vonast til að fá undanþágu frá sóttkví þegar þeir koma heim til Íslands, fari svo að þeir lendi hér eftir miðnætti þegar nýjar reglur um 4-5 daga sóttkví hafa tekið gildi. Hins vegar er ljóst að leikurinn við Celtic klárast í fyrsta lagi kl. 20.30 að íslenskum tíma, og krafa er um að Rúnar Kristinsson þjálfari mæti á blaðamannafund eftir leik. Miðað við hefðbundinn flugtíma þyrfti KR að komast af stað frá Glasgow rétt rúmum klukkutíma eftir leik til að lenda á Íslandi fyrir miðnætti. „Við verðum bara að bruna beint upp á flugvöll og verðum í kapphlaupi við tímann að komast heim fyrir miðnætti. Við ætlum okkur að komast heim fyrir miðnætti,“ segir Páll. Takist það, og ekki verið komin nein undanþága, þyrftu KR-ingar samt að lúta reglum um heimkomusmitgát. En mættu þeir þá æfa saman, og spila stórleikinn við Val um helgina? „Ég reikna með því, því við höfum verið hérna allir saman í búblu, og við vinnum alla vega út frá því að við fengjum að spila á laugardaginn. Við erum ekkert eins og hefðbundir ferðalangar. Vonandi fáum við svör um hugsanlega undanþágu eftir hádegi. Það má ekki seinna vera.“ Leikur Celtic og KR hefst kl. 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn KR Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfa að hafa hraðar hendur eða fá undanþágu til að sleppa við sóttkví Leik- og starfsmenn knattspyrnuliðs KR gæti þurft að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalag sitt til Skotlands. Rætt var við Víði Reynisson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 17. ágúst 2020 19:46 „Himinn og haf“ á milli KR og Celtic Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 18. ágúst 2020 08:00 Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Þurfa að hafa hraðar hendur eða fá undanþágu til að sleppa við sóttkví Leik- og starfsmenn knattspyrnuliðs KR gæti þurft að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalag sitt til Skotlands. Rætt var við Víði Reynisson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 17. ágúst 2020 19:46
„Himinn og haf“ á milli KR og Celtic Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 18. ágúst 2020 08:00
Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30