Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2020 12:00 Flugvélarflakið á Sólheimasandi. vísir/vilhelm Ferðamenn hafa tekið fálega í aðvörunarorð lögreglunnar í morgun um að leggja ekki á Sólheimasand vegna óveðurs. Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. Gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og veður orðið fremur slæmt. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, átti leið þar framhjá fyrir hádegi í dag. Hann sá að mörgum bílum hafði verið lagt á bílastæðinu við Sólheimasand og ákvað að vara ferðamennina við því að fara að flugvélaflakinu á sandinum. „Ég sá þarna ungt par sem og sá þarna ungt par sem var að leggja af stað að flakinu. Ég talaði við fólkið og bað það vinsamlegast að fara ekki. Ég sagði þeim að það væru mjög hættulegar aðstæður og það væri stormur í aðsigi. Þau virtust taka því vel en stuttu síðar sá ég að þau voru lögð af stað. Ég sá margt fólk sem var að labba niður eftir, missandi húfur og trefla og átti erfitt með að fóta sig þarna á veginum. Það virtist ekki stoppa fólk að labba þarna niður eftir,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson. Kínverskt par á þrítugsaldri varð úti á Sólheimasandi í janúar vegna veðurs. Sigurður tjáði unga parinu í dag frá því að par á þrítugsaldri hefði látist á sandinu vegna veðurs í janúar. „Ég tjáði þeim frá því. Þau tóku nokkuð fálega í þær upplýsingar fannst mér. Ég hélt að þau ætluðu að hætta við en þau hafa ákveðið að taka áhættuna.“ Hann segir mjög vont veður á svæðinu og ekkert vit í því að fólk sé úti á berangri. Sigurður ákvað því að óska eftir aðstoð björgunarsveitarinnar Víkverja til að smala fólki af Sólheimasandi svo það verði sér ekki að voða í veðrinu í dag. Hann telur að ríflega þrjátíu manns séu á svæðinu. „Já, ég óskaði eftir því að þeir færu þarna niður eftir og smöluðu fólki upp eftir. Núna meðan ég er að tala við þig þá þá er hérna fólk að stíga út úr bíl. Þar er ungt barn greinilega að fara að leggja af stað með foreldrum sínum og ég ætla að koma í veg fyrir það,“ segir Sigurður. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ferðamenn hafa tekið fálega í aðvörunarorð lögreglunnar í morgun um að leggja ekki á Sólheimasand vegna óveðurs. Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. Gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og veður orðið fremur slæmt. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, átti leið þar framhjá fyrir hádegi í dag. Hann sá að mörgum bílum hafði verið lagt á bílastæðinu við Sólheimasand og ákvað að vara ferðamennina við því að fara að flugvélaflakinu á sandinum. „Ég sá þarna ungt par sem og sá þarna ungt par sem var að leggja af stað að flakinu. Ég talaði við fólkið og bað það vinsamlegast að fara ekki. Ég sagði þeim að það væru mjög hættulegar aðstæður og það væri stormur í aðsigi. Þau virtust taka því vel en stuttu síðar sá ég að þau voru lögð af stað. Ég sá margt fólk sem var að labba niður eftir, missandi húfur og trefla og átti erfitt með að fóta sig þarna á veginum. Það virtist ekki stoppa fólk að labba þarna niður eftir,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson. Kínverskt par á þrítugsaldri varð úti á Sólheimasandi í janúar vegna veðurs. Sigurður tjáði unga parinu í dag frá því að par á þrítugsaldri hefði látist á sandinu vegna veðurs í janúar. „Ég tjáði þeim frá því. Þau tóku nokkuð fálega í þær upplýsingar fannst mér. Ég hélt að þau ætluðu að hætta við en þau hafa ákveðið að taka áhættuna.“ Hann segir mjög vont veður á svæðinu og ekkert vit í því að fólk sé úti á berangri. Sigurður ákvað því að óska eftir aðstoð björgunarsveitarinnar Víkverja til að smala fólki af Sólheimasandi svo það verði sér ekki að voða í veðrinu í dag. Hann telur að ríflega þrjátíu manns séu á svæðinu. „Já, ég óskaði eftir því að þeir færu þarna niður eftir og smöluðu fólki upp eftir. Núna meðan ég er að tala við þig þá þá er hérna fólk að stíga út úr bíl. Þar er ungt barn greinilega að fara að leggja af stað með foreldrum sínum og ég ætla að koma í veg fyrir það,“ segir Sigurður.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19
150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01