Átján tonna súrheysturn lagðist saman í rokinu í Landeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. febrúar 2020 18:30 Magnús á Minna Hofi við hlöðuna og fjárhúsið á bænum, sem stórskemmdist í óveðrinu í gær. Vísir/Magnús Hlynur Tiltekt hefur staðið yfir víða á Suðurlandi í dag eftir óveður gærdagsins. Hlaða á bæ á Rangárvöllum splundraðist meðal annars og átján tonna súrheysturn skemmdist í Landeyjunum. Þá brotnuðu margir rafmagnsstaurar í veðrinu. Gular viðvaranir eru í gildi fyrir þrjá landshluta.Bændurnir á Minna Hofi á Rangárvöllum mættu um leið og birti í morgun til að taka til eftir óveðrið en hlaðan þar við gamalt fjárhús hrundi, auk þess sem gaflinn úr fjárhúsinu fór úr í vindinum.„Hlaðan er náttúrulega algjörlega farin nema veggstubbarnir, rokið hreinsaði ofan af henni og gaflinn úr fjárhúsinu“, segir Magnús Ingvarsson á Minna Hofi.Á bænum eru nokkrar kindur. „Já, við erum með einhverjar þrjátíu kindur hérna, hobbý dæmi. Þær voru náttúrulega frekar hissa á þessum látur, það voru sem betur fer bara tvær veturgamlar inn í þessu húsi, þær fundust undir járnabrakinu en það er allt í lagi með þær“, bætir Magnús við.Fjölmargir rafmagnsstaurar skammt austan við Hvolsvöll brotnuðu í veðrinu og tekur eflaust einhvern tíma að skipta þeim út fyrir nýja. Elvar við súrheysturninn eftir að hann var felldur í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það gekk mikið á í veðrinu á bænum Skíðbakka II í Austur – Landeyjum þegar súrheysturn skemmdist. Turninn var felldur í morgun. Það var tilkomu mikið að sjá þegar turninn féll til jarðar, 18 tonn á þyngd, 21 metir á hæð og 35 ára gamall, en það voru starfsmenn Þjótanda á Hellu sem toguðu turninn niður með hjólagröfu. „Undir það síðasta hefur hann bara verið fjarskiptamastur en svo höfum við verið með korn í honum og það var alveg inn í myndinni að halda því áfram að nota hann, sem korngeymslu en auðvitað var hann upphaflega heyturn“, segir Elvar Eyvindsson, bóndi. Elvar þakkar því að það varð ekki meira tjón á bænum í gær hversu mikið af trjám og skjólbeltum er í kringum bæinn, sem gáfu gott skjól. „Það er ótrúlegt að við skulum ekki gera meira af því að rækta tré og skjól. Ég held að það væri almannavarnarmál að hafa almennilegt skjól“, segir Elvar. Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Rangárþing ytra Veður Tengdar fréttir Varað við auknum líkum á sjávarflóðum Gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Vestfirði, Suður- og Suðausturland í kringum hádegi í dag. 15. febrúar 2020 07:45 Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00 Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. 15. febrúar 2020 11:07 Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. 15. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Tiltekt hefur staðið yfir víða á Suðurlandi í dag eftir óveður gærdagsins. Hlaða á bæ á Rangárvöllum splundraðist meðal annars og átján tonna súrheysturn skemmdist í Landeyjunum. Þá brotnuðu margir rafmagnsstaurar í veðrinu. Gular viðvaranir eru í gildi fyrir þrjá landshluta.Bændurnir á Minna Hofi á Rangárvöllum mættu um leið og birti í morgun til að taka til eftir óveðrið en hlaðan þar við gamalt fjárhús hrundi, auk þess sem gaflinn úr fjárhúsinu fór úr í vindinum.„Hlaðan er náttúrulega algjörlega farin nema veggstubbarnir, rokið hreinsaði ofan af henni og gaflinn úr fjárhúsinu“, segir Magnús Ingvarsson á Minna Hofi.Á bænum eru nokkrar kindur. „Já, við erum með einhverjar þrjátíu kindur hérna, hobbý dæmi. Þær voru náttúrulega frekar hissa á þessum látur, það voru sem betur fer bara tvær veturgamlar inn í þessu húsi, þær fundust undir járnabrakinu en það er allt í lagi með þær“, bætir Magnús við.Fjölmargir rafmagnsstaurar skammt austan við Hvolsvöll brotnuðu í veðrinu og tekur eflaust einhvern tíma að skipta þeim út fyrir nýja. Elvar við súrheysturninn eftir að hann var felldur í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það gekk mikið á í veðrinu á bænum Skíðbakka II í Austur – Landeyjum þegar súrheysturn skemmdist. Turninn var felldur í morgun. Það var tilkomu mikið að sjá þegar turninn féll til jarðar, 18 tonn á þyngd, 21 metir á hæð og 35 ára gamall, en það voru starfsmenn Þjótanda á Hellu sem toguðu turninn niður með hjólagröfu. „Undir það síðasta hefur hann bara verið fjarskiptamastur en svo höfum við verið með korn í honum og það var alveg inn í myndinni að halda því áfram að nota hann, sem korngeymslu en auðvitað var hann upphaflega heyturn“, segir Elvar Eyvindsson, bóndi. Elvar þakkar því að það varð ekki meira tjón á bænum í gær hversu mikið af trjám og skjólbeltum er í kringum bæinn, sem gáfu gott skjól. „Það er ótrúlegt að við skulum ekki gera meira af því að rækta tré og skjól. Ég held að það væri almannavarnarmál að hafa almennilegt skjól“, segir Elvar.
Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Rangárþing ytra Veður Tengdar fréttir Varað við auknum líkum á sjávarflóðum Gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Vestfirði, Suður- og Suðausturland í kringum hádegi í dag. 15. febrúar 2020 07:45 Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00 Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. 15. febrúar 2020 11:07 Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. 15. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Varað við auknum líkum á sjávarflóðum Gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Vestfirði, Suður- og Suðausturland í kringum hádegi í dag. 15. febrúar 2020 07:45
Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00
Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. 15. febrúar 2020 11:07
Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. 15. febrúar 2020 16:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent