Fimmtíu milljóna króna grín á Gamlárskvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2020 14:00 Lára Jóhanna Jónsdóttir fór með hlutverk Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Skaupinu í ár. Framleiðslufyrirtækið Republik fékk 12,6 milljónir króna endurgreiddar vegna kostnaðar við framleiðslu Áramótaskaupsins. Samkvæmt þessu var kostnaður Republik við Skaupið í ár rúmlega 50 milljónir króna en framleiðslufyrirtæki eiga rétt á 25 prósenta endurgreiðslu úr ríkissjóði. Endurgreiðslan er sambærileg við þau sem framleiðslufyrirtækin hafa fengið undanfarin ár vegna Áramótaskaupsins. Glassriver fékk 13,8 milljónir króna fyrir Skaupið í fyrra og 10,2 milljónir króna árið áður. RVK Studios fékk 10,5 milljónir fyrir Skaupið 2017. Fram kom í apríl í fyrra, þegar auglýst var eftir aðilum til að taka að sér framleiðslu Skaupsins, að viðkomandi fengi 34 milljónir króna til verksins sem er sambærilegt við kostnað Ríkisútvarpsins af Skaupinu árin á undan. Reynir Lyngdal leikstýrði Skaupinu og Dóra Jóhannsdóttir var yfirhandritshöfundur. Jakob Birgisson, Vala Kristín Eiríksdóttir og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir voru einnig á meðal handritshöfunda. Árni plús einn úr FM Belfast og Prins Póló sáu um tónlistina. Kvikmyndamiðstöð birtir jafnóðum endurgreiðslur til verkefna á vefsíðu sinni. Netop Films fékk 46 milljónir króna endugreiddar fyrir kvikmyndina Héraðið, Mystery Ísland fékk 41 milljón króna fyrir Gullregn, Glassriver fær 28 milljónir endurgreiddar fyrir sjónvarpsþáttaröðina Venjulegt fólk og Join Motion Pictures fékk 25 milljónir króna fyrir kvikmyndina Hvítur, hvítur dagur. Þá fékk Kvikmyndasögur ehf tæpar 10 milljónir greiddar fyrir Kvikmyndasögu Íslands 2 og Gjóla 625 þúsund krónur fyrir heimildamyndina Gósenlandið. Áramótaskaupið Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Republik fékk 12,6 milljónir króna endurgreiddar vegna kostnaðar við framleiðslu Áramótaskaupsins. Samkvæmt þessu var kostnaður Republik við Skaupið í ár rúmlega 50 milljónir króna en framleiðslufyrirtæki eiga rétt á 25 prósenta endurgreiðslu úr ríkissjóði. Endurgreiðslan er sambærileg við þau sem framleiðslufyrirtækin hafa fengið undanfarin ár vegna Áramótaskaupsins. Glassriver fékk 13,8 milljónir króna fyrir Skaupið í fyrra og 10,2 milljónir króna árið áður. RVK Studios fékk 10,5 milljónir fyrir Skaupið 2017. Fram kom í apríl í fyrra, þegar auglýst var eftir aðilum til að taka að sér framleiðslu Skaupsins, að viðkomandi fengi 34 milljónir króna til verksins sem er sambærilegt við kostnað Ríkisútvarpsins af Skaupinu árin á undan. Reynir Lyngdal leikstýrði Skaupinu og Dóra Jóhannsdóttir var yfirhandritshöfundur. Jakob Birgisson, Vala Kristín Eiríksdóttir og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir voru einnig á meðal handritshöfunda. Árni plús einn úr FM Belfast og Prins Póló sáu um tónlistina. Kvikmyndamiðstöð birtir jafnóðum endurgreiðslur til verkefna á vefsíðu sinni. Netop Films fékk 46 milljónir króna endugreiddar fyrir kvikmyndina Héraðið, Mystery Ísland fékk 41 milljón króna fyrir Gullregn, Glassriver fær 28 milljónir endurgreiddar fyrir sjónvarpsþáttaröðina Venjulegt fólk og Join Motion Pictures fékk 25 milljónir króna fyrir kvikmyndina Hvítur, hvítur dagur. Þá fékk Kvikmyndasögur ehf tæpar 10 milljónir greiddar fyrir Kvikmyndasögu Íslands 2 og Gjóla 625 þúsund krónur fyrir heimildamyndina Gósenlandið.
Áramótaskaupið Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira