Engin áform um hækkun hámarkshraða á næstu árum Eiður Þór Árnason skrifar 17. febrúar 2020 22:00 Engin áform eru af hálfu Vegagerðarinnar um að leggja til hækkun hámarkshraða umfram 90 kílómetra á klukkustund næstu árin. Enginn vegur á Íslandi uppfyllir nú skilyrði laga fyrir 110 kílómetra hámarkshraða. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn frá þingmanninum Andrési Inga Jónssyni. Í svari samgönguráðherra segir að heimild sé til þess í gildandi umferðarlögum að hækka hámarkshraða á vegum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. „Í fyrsta lagi hvort vegur og hönnun hans uppfylli nauðsynleg skilyrði til að hægt sé að hækka hámarkshraðann. Í öðru lagi hvort næsta umhverfi vegarins, þ.e. svokallað öryggissvæði, uppfylli skilyrði. Í þriðja lagi hvort miðjusvæði milli akbrauta, svokallaður miðdeilir, uppfylli skilyrði.“ Þó megi hraðamörk ekki vera hærri en 110 kílómetrar á klukkustund. Reykjanesbraut kemur ekki til greina Reykjanesbraut hefur gjarnan verið nefnd sem mögulegur kostur í þessu samhengi en fram kemur í svarinu að brautin uppfylli á köflum nokkur skilyrði fyrir 110 kílómetra hámarkshraða. Þó vanti mikið upp á. „Næsta umhverfi vegarins, þ.e. svokallað öryggissvæði norðan og sunnan brautarinnar uppfyllir ekki nauðsynleg skilyrði til að leyfa hærri hraða. Til að heimila 110 km/klst. yrði að tryggja að lágmarki 18 m breitt svæði án hindrana beggja vegna brautarinnar til að draga úr hættu á alvarlegum meiðslum við útafakstur.“ Hið sama eigi við um miðjusvæðið á milli akbrauta, þar sem eftir á að setja upp vegrið báðum megin til að koma í veg fyrir að ökutæki geti farið yfir á akbraut með gagnstæða akstursstefnu. Einnig þurfi að klára að skipta út ljósastaurum norðan brautarinnar sem geti valdið slysi ef ekið er á þá. Í ljósi þessara atriða komi ekki til greina að hækka hámarkshraða á Reykjanesbraut að svo stöddu. Alþingi Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Engin áform eru af hálfu Vegagerðarinnar um að leggja til hækkun hámarkshraða umfram 90 kílómetra á klukkustund næstu árin. Enginn vegur á Íslandi uppfyllir nú skilyrði laga fyrir 110 kílómetra hámarkshraða. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn frá þingmanninum Andrési Inga Jónssyni. Í svari samgönguráðherra segir að heimild sé til þess í gildandi umferðarlögum að hækka hámarkshraða á vegum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. „Í fyrsta lagi hvort vegur og hönnun hans uppfylli nauðsynleg skilyrði til að hægt sé að hækka hámarkshraðann. Í öðru lagi hvort næsta umhverfi vegarins, þ.e. svokallað öryggissvæði, uppfylli skilyrði. Í þriðja lagi hvort miðjusvæði milli akbrauta, svokallaður miðdeilir, uppfylli skilyrði.“ Þó megi hraðamörk ekki vera hærri en 110 kílómetrar á klukkustund. Reykjanesbraut kemur ekki til greina Reykjanesbraut hefur gjarnan verið nefnd sem mögulegur kostur í þessu samhengi en fram kemur í svarinu að brautin uppfylli á köflum nokkur skilyrði fyrir 110 kílómetra hámarkshraða. Þó vanti mikið upp á. „Næsta umhverfi vegarins, þ.e. svokallað öryggissvæði norðan og sunnan brautarinnar uppfyllir ekki nauðsynleg skilyrði til að leyfa hærri hraða. Til að heimila 110 km/klst. yrði að tryggja að lágmarki 18 m breitt svæði án hindrana beggja vegna brautarinnar til að draga úr hættu á alvarlegum meiðslum við útafakstur.“ Hið sama eigi við um miðjusvæðið á milli akbrauta, þar sem eftir á að setja upp vegrið báðum megin til að koma í veg fyrir að ökutæki geti farið yfir á akbraut með gagnstæða akstursstefnu. Einnig þurfi að klára að skipta út ljósastaurum norðan brautarinnar sem geti valdið slysi ef ekið er á þá. Í ljósi þessara atriða komi ekki til greina að hækka hámarkshraða á Reykjanesbraut að svo stöddu.
Alþingi Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira