Seinni bylgjan: Jóhann Gunnar brast í söng þegar hann sjá mömmumyndirnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 10:00 Hvítu Riddararnir með myndir af mömmum sínum í leiknum á móti Haukum. Mynd/S2 Sport Eyjamenn hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og mömmu útspil stuðningsmanna félagsins í bikarleiknum á móti FH fór ekki alltof vel ofan í fólk. Strákarnir í Hvítu Riddurunum mættu til leiks með nýja taktík í leikinn á móti Haukum. Þeir héldu sig við mömmurnar en núna voru þeir komnir með sínar eigin mömmur. „Þeir virðast reyndar ekki alveg kunna að skrifa mömmur, sem er eitthvað fyrir íslensku kennara að skoða. Þarna mættu þeir með sínar mömmur og stilltu þeim síðan upp,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni og um leið mátti sjá myndbrot af Hvítu Riddurunum með mömmumyndirnar sínar. „Hvað finnst ykkur um þetta?,“ spurði Henry Birgir sérfræðinga sína í þættinum. Jóhann Gunnar Einarsson brast þá í söng: „Ég á gamlar myndir og geymi meira að segja nokkur gömul bréf frá þér,“ söng Jóhann Gunnar og Logi Geirsson tók undir en þetta er að sjálfsögðu vel þekkt Skítamóralslag. „Þeir eru heldur betur búnir að vera í umræðunni. Ég veit ekki alveg hvað er satt í þessu FH máli þar sem allt sprakk upp,“ sagði Jóhann Gunnar en Henry Birgir vildi svör: „Gengu þeir of langt eða ekki?,“ spurði Henry Birgir. „Ég vinn mikið með unglingum og hef lúmskt gaman af þessu. Vissulega ekki einhverjum dónaskap. Ég fór að hugsa þetta. Ef ég hefði mætt á völl og einhver krakki væri með mynd af mömmu minni þá hefði það alveg verið óþægilegt. Þetta er ógeðslega sniðugt,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ef þeir eru að kalla þær einhverjum ljótum nöfnum eða að gera grína af þeim þá er það ekki í lagi. Mér finnst þessar myndir mjög skemmtilegar. Mér finnst þetta bara krydda,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þetta er ekkert nýtt en þetta er rosalega þunn lína. Ég er búinn að heyra sögur héðan og þaðan. Þetta er ekkert stórmál. Fólk vill hafa ákveðinn klassa yfir þessu. Ég held að við séum alveg á sömu línu í þessu. Við fílum banterinn, lætin og stemmninguna en það verður að vera virðing í þessu líka,“ sagði Logi Geirsson. „Ég gæti ekki hugsað mér Olís deildina án þess að vera með Hvítu Riddarana í deildinni,“ sagði Jóhann Gunnar en það má finna alla umræðuna um mömmumyndirnar í Seinni bylgjunni í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Gæti ekki hugsað mér Olís deildina án þess að vera með Hvítu Riddarana í deildinni Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Eyjamenn hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og mömmu útspil stuðningsmanna félagsins í bikarleiknum á móti FH fór ekki alltof vel ofan í fólk. Strákarnir í Hvítu Riddurunum mættu til leiks með nýja taktík í leikinn á móti Haukum. Þeir héldu sig við mömmurnar en núna voru þeir komnir með sínar eigin mömmur. „Þeir virðast reyndar ekki alveg kunna að skrifa mömmur, sem er eitthvað fyrir íslensku kennara að skoða. Þarna mættu þeir með sínar mömmur og stilltu þeim síðan upp,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni og um leið mátti sjá myndbrot af Hvítu Riddurunum með mömmumyndirnar sínar. „Hvað finnst ykkur um þetta?,“ spurði Henry Birgir sérfræðinga sína í þættinum. Jóhann Gunnar Einarsson brast þá í söng: „Ég á gamlar myndir og geymi meira að segja nokkur gömul bréf frá þér,“ söng Jóhann Gunnar og Logi Geirsson tók undir en þetta er að sjálfsögðu vel þekkt Skítamóralslag. „Þeir eru heldur betur búnir að vera í umræðunni. Ég veit ekki alveg hvað er satt í þessu FH máli þar sem allt sprakk upp,“ sagði Jóhann Gunnar en Henry Birgir vildi svör: „Gengu þeir of langt eða ekki?,“ spurði Henry Birgir. „Ég vinn mikið með unglingum og hef lúmskt gaman af þessu. Vissulega ekki einhverjum dónaskap. Ég fór að hugsa þetta. Ef ég hefði mætt á völl og einhver krakki væri með mynd af mömmu minni þá hefði það alveg verið óþægilegt. Þetta er ógeðslega sniðugt,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ef þeir eru að kalla þær einhverjum ljótum nöfnum eða að gera grína af þeim þá er það ekki í lagi. Mér finnst þessar myndir mjög skemmtilegar. Mér finnst þetta bara krydda,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þetta er ekkert nýtt en þetta er rosalega þunn lína. Ég er búinn að heyra sögur héðan og þaðan. Þetta er ekkert stórmál. Fólk vill hafa ákveðinn klassa yfir þessu. Ég held að við séum alveg á sömu línu í þessu. Við fílum banterinn, lætin og stemmninguna en það verður að vera virðing í þessu líka,“ sagði Logi Geirsson. „Ég gæti ekki hugsað mér Olís deildina án þess að vera með Hvítu Riddarana í deildinni,“ sagði Jóhann Gunnar en það má finna alla umræðuna um mömmumyndirnar í Seinni bylgjunni í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Gæti ekki hugsað mér Olís deildina án þess að vera með Hvítu Riddarana í deildinni
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira