Lækna-Tómas leggur til nýjan sjónvarpsþátt: „Allir geta skorið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2020 14:46 Geta allir skorið? Það er spurningin. Aðsend7Tómas Guðbjartsson „Það hefur verið erfitt að halda einbeitingunni í löngum aðgerðum undanfarið - svo svekkt er starfsfólk skurðstofu yfir að missa af Allir geta dansað. Hef því reynt að létta stemmninguna og tók nokkur dansspor við borðið í gærkvöldi - en við litlar undirtektir - enda stirður á dansgólfinu.“ Svona hefst Facebook-færsla sem Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, einnig þekktur sem Lækna-Tómas, birti í gær. Þar segist hann hafa, ásamt samstarfsfólki sínu, hafa ákveðið að bjóða Stöð 2 upp á hugmynd að nýjum þáttum, sem kæmu til með að bera heitið „Allir geta skorið.“ Ekki liggur fyrir hvort Tómasi sé alvara með þessari færslu sinni en blaðamaður ætlar að leyfa sér að leiða að því líkur að færslan sé í gríni gerð. „Þarna kæmu pör sem myndu sjá eina aðgerð, framkvæma aðra og síðan kenna öðru pari þá þriðju ("see one, do one and teach one"). Sigrún Ósk og Auddi myndu vitanlega stýra sjóvinu og ég er sannfærður um að ekki muni vanta þátttakendur. Dettur strax í hug pör eins og Gulla Helga & Guðrúnu Sóleyju og Heimi Karls & Rikku - sem öll álpuðust í að verða ekki skurðlæknar en vita ekkert skemmtilegra,“ skrifar Tómas. Hann segir að flóknara gæti hins vegar orðið að finna sjúklinga sem tilbúnir væru að taka þátt í framleiðslu þáttanna. Mögulega væri þá ráð að bjóða þeim sem tilbúin eru að taka þátt að fara „fram fyrir á biðlista,“ auk þess sem æskilegt væri að þeir einstaklingar væru með góða líftryggingu, eins og Tómas orðar það. „Í einum þætti væri kviðarhol, síðan brjóst og bæklun og í lokaþættinum hjarta og heili. Alltaf væri símakosning og menn gætu styrkt mismunandi deildir LSH með böns af moní. Myndi leysa næstum öll innanhússvandamál LSH á einu breytti - og spara úttektir, m.a. á danshæfileikum mínum,“ skrifar Tómas að lokum. Allir geta dansað Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira
„Það hefur verið erfitt að halda einbeitingunni í löngum aðgerðum undanfarið - svo svekkt er starfsfólk skurðstofu yfir að missa af Allir geta dansað. Hef því reynt að létta stemmninguna og tók nokkur dansspor við borðið í gærkvöldi - en við litlar undirtektir - enda stirður á dansgólfinu.“ Svona hefst Facebook-færsla sem Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, einnig þekktur sem Lækna-Tómas, birti í gær. Þar segist hann hafa, ásamt samstarfsfólki sínu, hafa ákveðið að bjóða Stöð 2 upp á hugmynd að nýjum þáttum, sem kæmu til með að bera heitið „Allir geta skorið.“ Ekki liggur fyrir hvort Tómasi sé alvara með þessari færslu sinni en blaðamaður ætlar að leyfa sér að leiða að því líkur að færslan sé í gríni gerð. „Þarna kæmu pör sem myndu sjá eina aðgerð, framkvæma aðra og síðan kenna öðru pari þá þriðju ("see one, do one and teach one"). Sigrún Ósk og Auddi myndu vitanlega stýra sjóvinu og ég er sannfærður um að ekki muni vanta þátttakendur. Dettur strax í hug pör eins og Gulla Helga & Guðrúnu Sóleyju og Heimi Karls & Rikku - sem öll álpuðust í að verða ekki skurðlæknar en vita ekkert skemmtilegra,“ skrifar Tómas. Hann segir að flóknara gæti hins vegar orðið að finna sjúklinga sem tilbúnir væru að taka þátt í framleiðslu þáttanna. Mögulega væri þá ráð að bjóða þeim sem tilbúin eru að taka þátt að fara „fram fyrir á biðlista,“ auk þess sem æskilegt væri að þeir einstaklingar væru með góða líftryggingu, eins og Tómas orðar það. „Í einum þætti væri kviðarhol, síðan brjóst og bæklun og í lokaþættinum hjarta og heili. Alltaf væri símakosning og menn gætu styrkt mismunandi deildir LSH með böns af moní. Myndi leysa næstum öll innanhússvandamál LSH á einu breytti - og spara úttektir, m.a. á danshæfileikum mínum,“ skrifar Tómas að lokum.
Allir geta dansað Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira