Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Sylvía Hall skrifar 2. febrúar 2020 19:45 Hildur Guðnadóttir á rauða dreglinum í kvöld. Vísir/EPA Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. Í kvöld vann hún BAFTA-verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. BAFTA-verðlaunin eru afhent af bresku kvikmyndaakademíunni og þykja afar eftirsóknarverð. Sigur Hildar í kvöld ýtir enn frekar undir þær vonir að hún beri sigur úr býtum á Óskarsverðlaununum þar sem hún er einnig tilnefnd fyrir tónlist sína í kvikmyndinni. Þetta eru þriðju stóru verðlaunin sem Hildur vinnur í ár en hún hefur nú þegar unnið Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker og Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Hún var önnur konan til þess að hljóta Golden Globe-verðlaun fyrir frumsamda kvikmyndatónlist og sú fyrsta til þess að gera það ein. Líkt og fyrr sagði er Hildur tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni um Jókerinn og er þar með sjöundi Íslendingurinn til að fá tilnefningu. Jóhann Jóhannsson fékk tilnefningar árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Jóhann og Hildur unnu mikið saman á sínum tíma. Óhætt er að segja að Hildur sé á mikilli sigurgöngu um þessar mundir. Fari svo að Hildur vinni Óskarsverðlaun verður hún fyrsti Íslendingurinn til þess að hljóta þann heiður. Hildur Guđnadóttir wins best original score for "Joker" at #EEBAFTAshttps://t.co/iPpZJ3HOlC— Variety (@Variety) February 2, 2020 BAFTA Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Hildur vann Grammy fyrir Chernobyl Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í kvöld Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 26. janúar 2020 21:14 Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24 Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50 Hildur ljómaði á Grammy hátíðinni Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í gær Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 27. janúar 2020 10:00 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. Í kvöld vann hún BAFTA-verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. BAFTA-verðlaunin eru afhent af bresku kvikmyndaakademíunni og þykja afar eftirsóknarverð. Sigur Hildar í kvöld ýtir enn frekar undir þær vonir að hún beri sigur úr býtum á Óskarsverðlaununum þar sem hún er einnig tilnefnd fyrir tónlist sína í kvikmyndinni. Þetta eru þriðju stóru verðlaunin sem Hildur vinnur í ár en hún hefur nú þegar unnið Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker og Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Hún var önnur konan til þess að hljóta Golden Globe-verðlaun fyrir frumsamda kvikmyndatónlist og sú fyrsta til þess að gera það ein. Líkt og fyrr sagði er Hildur tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni um Jókerinn og er þar með sjöundi Íslendingurinn til að fá tilnefningu. Jóhann Jóhannsson fékk tilnefningar árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Jóhann og Hildur unnu mikið saman á sínum tíma. Óhætt er að segja að Hildur sé á mikilli sigurgöngu um þessar mundir. Fari svo að Hildur vinni Óskarsverðlaun verður hún fyrsti Íslendingurinn til þess að hljóta þann heiður. Hildur Guđnadóttir wins best original score for "Joker" at #EEBAFTAshttps://t.co/iPpZJ3HOlC— Variety (@Variety) February 2, 2020
BAFTA Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Hildur vann Grammy fyrir Chernobyl Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í kvöld Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 26. janúar 2020 21:14 Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24 Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50 Hildur ljómaði á Grammy hátíðinni Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í gær Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 27. janúar 2020 10:00 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hildur vann Grammy fyrir Chernobyl Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í kvöld Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 26. janúar 2020 21:14
Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24
Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50
Hildur ljómaði á Grammy hátíðinni Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í gær Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 27. janúar 2020 10:00