Ætla að tvöfalda fæðingarorlof finnskra feðra Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2020 12:31 Frá fundi finnsku ríkisstjórnarinnar. Vísir/EPA Ríkisstjórn Finnlands kynnti í dag áform um að nærri því tvöfalda fæðingarorlof feðra og gera það jafnlagt og mæðra. Með breytingunni fá finnskir foreldrar nærri því sjö mánuði hvort í fæðingarorlof sem þeir geta dreift að hluta til á milli sín. Aino-Kaisa Pekonen, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Finnlands, sagði að markmið breytinganna væri að auka jafnrétti kynjanna og að reyna að hressa upp á hnignandi fæðingartíðni í landinu. Í skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar sem var kynnt í gær kom fram að fæðingartíðnin í Finnlandi, Íslandi og Noregi væri í sögulegu lágmarki. Fram að þessu hafa finnskir foreldrar átt rétt á samtals um tólf og hálfum mánuði af tengjutengdu fæðingarorlofi. Mæður hafa átt rétt á 4,2 mánuðum í orlof en feður 2,2. Saman hafa foreldrar haft möguleikann á að ráðstafa um sex mánuðum til viðbótar. Með breytingunni verður heildartími fæðingarorlofs foreldra um fjórtán mánuðir, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Hægt verður að færa 69 daga, um helmingi fæðingarorlofs annars foreldrisins, á milli foreldra og þá fá barnshafandi konur rétt á fæðingarorlofi allt að mánuði fyrir settan dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Einstæðir foreldrar fá rétt á að nýta fæðingarorlof beggja. Nýfæddum börnum fækkaði um fimmtung frá 2010 til 2018. Pekonen vísaði til þess að fæðingartíðni hefði aukist í Svíþjóð og á Íslandi eftir að feður fengu aukna möguleika á fæðingarorlofi. Aðeins 10% finnskra feðra nýttu sér rétt til fæðingarorlofs eftir að þeir fengu hann fyrst árið 2003 en hlutfallið jókst upp í tæpan þriðjung eftir að orlofsrétturinn var lengdur tíu árum síðar. Núverandi ríkisstjórn Finnlands sem tók við völdum í desember er skipuð fimm stjórnmálaflokkunum sem eru allir undir forystu kvenna. Fjórar þeirra eru yngri en 35 ára gamlar. Fyrri ríkisstjórn mið- og hægriflokka féll frá umbótum á fæðingarorlofi vegna kostnaðar við þær. Nýju breytingarnar eiga að taka gildi ekki síðar en á næsta ári. Áætlaður kostnaður við þær er metinn um hundrað milljónir evra, jafnvirði um 13,8 milljarða íslenskra króna. Finnland Fæðingarorlof Tengdar fréttir Fæðingartíðni í sögulegu lágmarki á Norðurlöndunum Innflytjendur tryggðu endurnýjun íbúa á mörgum fámennari og afskekktari svæðum sem glímdu annars við fólksfækkun samkvæmt nýrri norrænni skýrslu. 4. febrúar 2020 11:15 Finnska þingið samþykkti Sönnu Marin Meirihluti finnskra þingmanna greiddi í hádeginu atkvæði með tillögu um að Sanna Marin verði nýr forsætisráðherra Finnlands. 10. desember 2019 13:15 Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Ríkisstjórn Finnlands kynnti í dag áform um að nærri því tvöfalda fæðingarorlof feðra og gera það jafnlagt og mæðra. Með breytingunni fá finnskir foreldrar nærri því sjö mánuði hvort í fæðingarorlof sem þeir geta dreift að hluta til á milli sín. Aino-Kaisa Pekonen, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Finnlands, sagði að markmið breytinganna væri að auka jafnrétti kynjanna og að reyna að hressa upp á hnignandi fæðingartíðni í landinu. Í skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar sem var kynnt í gær kom fram að fæðingartíðnin í Finnlandi, Íslandi og Noregi væri í sögulegu lágmarki. Fram að þessu hafa finnskir foreldrar átt rétt á samtals um tólf og hálfum mánuði af tengjutengdu fæðingarorlofi. Mæður hafa átt rétt á 4,2 mánuðum í orlof en feður 2,2. Saman hafa foreldrar haft möguleikann á að ráðstafa um sex mánuðum til viðbótar. Með breytingunni verður heildartími fæðingarorlofs foreldra um fjórtán mánuðir, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Hægt verður að færa 69 daga, um helmingi fæðingarorlofs annars foreldrisins, á milli foreldra og þá fá barnshafandi konur rétt á fæðingarorlofi allt að mánuði fyrir settan dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Einstæðir foreldrar fá rétt á að nýta fæðingarorlof beggja. Nýfæddum börnum fækkaði um fimmtung frá 2010 til 2018. Pekonen vísaði til þess að fæðingartíðni hefði aukist í Svíþjóð og á Íslandi eftir að feður fengu aukna möguleika á fæðingarorlofi. Aðeins 10% finnskra feðra nýttu sér rétt til fæðingarorlofs eftir að þeir fengu hann fyrst árið 2003 en hlutfallið jókst upp í tæpan þriðjung eftir að orlofsrétturinn var lengdur tíu árum síðar. Núverandi ríkisstjórn Finnlands sem tók við völdum í desember er skipuð fimm stjórnmálaflokkunum sem eru allir undir forystu kvenna. Fjórar þeirra eru yngri en 35 ára gamlar. Fyrri ríkisstjórn mið- og hægriflokka féll frá umbótum á fæðingarorlofi vegna kostnaðar við þær. Nýju breytingarnar eiga að taka gildi ekki síðar en á næsta ári. Áætlaður kostnaður við þær er metinn um hundrað milljónir evra, jafnvirði um 13,8 milljarða íslenskra króna.
Finnland Fæðingarorlof Tengdar fréttir Fæðingartíðni í sögulegu lágmarki á Norðurlöndunum Innflytjendur tryggðu endurnýjun íbúa á mörgum fámennari og afskekktari svæðum sem glímdu annars við fólksfækkun samkvæmt nýrri norrænni skýrslu. 4. febrúar 2020 11:15 Finnska þingið samþykkti Sönnu Marin Meirihluti finnskra þingmanna greiddi í hádeginu atkvæði með tillögu um að Sanna Marin verði nýr forsætisráðherra Finnlands. 10. desember 2019 13:15 Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Fæðingartíðni í sögulegu lágmarki á Norðurlöndunum Innflytjendur tryggðu endurnýjun íbúa á mörgum fámennari og afskekktari svæðum sem glímdu annars við fólksfækkun samkvæmt nýrri norrænni skýrslu. 4. febrúar 2020 11:15
Finnska þingið samþykkti Sönnu Marin Meirihluti finnskra þingmanna greiddi í hádeginu atkvæði með tillögu um að Sanna Marin verði nýr forsætisráðherra Finnlands. 10. desember 2019 13:15
Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48