Skólahljómsveit Kópavogs hefur fengið nýtt húsnæði Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 21:14 Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Össur Geirsson skólastjóri hljómsveitarinnar við athöfnina í dag. Aðsend Ný kennsluaðstaða Skólahljómsveitar Kópavogs var vígð við hátíðlega athöfn í dag. Húsnæðið er nýbyggð álma við Álfhólsskóla í Digranesi þar sem er að finna kennslustofur, geymslurými og skrifstofu skólans ásamt æfingasal fyrir hljómsveitarstarfið. Í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ segir að þetta sé fyrsta sérhannaða húsnæðið fyrir skólahljómsveit sem tekið sé í notkun á landinu. „Með húsnæðinu rætist langþráður draumur um varanlegt og sérhannað húsnæði fyrir hljómsveitina sem hefur starfað í Kópavogi í rúmlega hálfa öld, vonandi verður byggingin lyftistöng fyrir það góða starf sem Skólahljómsveit Kópavogs er þekkt fyrir,“ sagði Össur Geirsson skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs við tækifærið. Össur Geirsson, Ármann Kr. Ólafsson og Áslaug Eiríksdóttir, formaður foreldrafélags hljómsveitarinnar.Aðsend Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að skólahljómsveitin hafi verið starfrækt frá árinu 1967 og því ríflega hálfrar aldar gömul. Nemendafjöldi frá upphafi skipti þúsundum og margir tónlistarmenn þjóðarinnar hafi stigið sín fyrstu skref í hljómsveitinni. Í dag eru um tvö hundruð nemendur í hljómsveitinni ásamt sextán kennurum sem flestir eru í hlutastarfi. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, sagði við athöfnina að skólahljómsveitin væri órjúfanlegur hluti menningarlífs bæjarins og hún hafi verið það í áratugi. Hún væri jafnframt mikilvægur hluti í tónlistaruppeldi barna í bænum. „Svo ég vitni í verðlaunahöfundinn Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur þá er Skólahjómsveit Kópavogs besta uppeldisstofnun sem völ er á og allir foreldrar ættu að senda börnin sín í hana. Þessi orð segja allt um hljómsveitina og það ómetanlega starf sem starfsfólk undir stjórn Össurar og forvera hans hafa unnið. Við í bæjarstjórn Kópavogs erum afar stolt af því að búa hljómsveitinni svona góða umgjörð,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs við vígsluna. Ármann Kr. Ólafsson sýndi nokkra takta ásamt Kjartani Guðnasyni, slagverksleikara og kennara við hljómsveitina.Aðsend Kópavogur Tónlist Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira
Ný kennsluaðstaða Skólahljómsveitar Kópavogs var vígð við hátíðlega athöfn í dag. Húsnæðið er nýbyggð álma við Álfhólsskóla í Digranesi þar sem er að finna kennslustofur, geymslurými og skrifstofu skólans ásamt æfingasal fyrir hljómsveitarstarfið. Í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ segir að þetta sé fyrsta sérhannaða húsnæðið fyrir skólahljómsveit sem tekið sé í notkun á landinu. „Með húsnæðinu rætist langþráður draumur um varanlegt og sérhannað húsnæði fyrir hljómsveitina sem hefur starfað í Kópavogi í rúmlega hálfa öld, vonandi verður byggingin lyftistöng fyrir það góða starf sem Skólahljómsveit Kópavogs er þekkt fyrir,“ sagði Össur Geirsson skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs við tækifærið. Össur Geirsson, Ármann Kr. Ólafsson og Áslaug Eiríksdóttir, formaður foreldrafélags hljómsveitarinnar.Aðsend Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að skólahljómsveitin hafi verið starfrækt frá árinu 1967 og því ríflega hálfrar aldar gömul. Nemendafjöldi frá upphafi skipti þúsundum og margir tónlistarmenn þjóðarinnar hafi stigið sín fyrstu skref í hljómsveitinni. Í dag eru um tvö hundruð nemendur í hljómsveitinni ásamt sextán kennurum sem flestir eru í hlutastarfi. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, sagði við athöfnina að skólahljómsveitin væri órjúfanlegur hluti menningarlífs bæjarins og hún hafi verið það í áratugi. Hún væri jafnframt mikilvægur hluti í tónlistaruppeldi barna í bænum. „Svo ég vitni í verðlaunahöfundinn Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur þá er Skólahjómsveit Kópavogs besta uppeldisstofnun sem völ er á og allir foreldrar ættu að senda börnin sín í hana. Þessi orð segja allt um hljómsveitina og það ómetanlega starf sem starfsfólk undir stjórn Össurar og forvera hans hafa unnið. Við í bæjarstjórn Kópavogs erum afar stolt af því að búa hljómsveitinni svona góða umgjörð,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs við vígsluna. Ármann Kr. Ólafsson sýndi nokkra takta ásamt Kjartani Guðnasyni, slagverksleikara og kennara við hljómsveitina.Aðsend
Kópavogur Tónlist Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira