Húsvíkingar vígðu nýja slökkvistöð Andri Eysteinsson skrifar 8. febrúar 2020 14:44 Húsvíkingar eru stoltir af nýrri slökkviliðsstöð. Slökkvilið Norðurþings Slökkviliðsstöð slökkviliðs Norðurþings á Húsavík var í gærð vígð við hátíðlega athöfn. Á meðal viðstaddra voru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra ásamt Hermanni Jónassyni, forstjóra Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar (HMS). Í nýju stöðinni má finna allt sem þarf til starfsins og er hún hönnuð samkvæmt nýjustu kröfum til slíkra stöðva. Við þetta tilefni undirritaði forstöðumaður brunamála hjá HMS, Davíð S. Snorrason, nýja brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði slökkviliðs Norðurþings. Markmið áætlunarinnar er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað skipulagt og þjálfað að það ráði við brunahættuna sem er í sveitarfélaginu. „Brunamál og brunaöryggi skipta okkur sem samfélag miklu máli. Markmið mitt er að taka þennan málaflokk föstum tökum og efla til framtíðar. Bætt aðstaða slökkviliða, bæði til viðbragða, þjálfunar og fræðslu er fyrsta skrefið í þá átt að stórbæta brunavarnir landsmanna. Fátt getur valdið jafn miklu tjóni og alvarlegir brunar og við megum ekki láta staðar numið fyrr en það heyrir til undantekninga að brunaskaði verði í bæjum og sveitum landsins,“ sagði Ásmundur Einar Ráðherrann bætti við „samfélagið allt þarf að búa við brunavarnir og forvarnir eins og best gerist. Þetta er á meðal þess sem ég vænti af nýrri Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, að hún stórefli brunavarnir mannvirkja, fræðslu og upplýsingagjöf til bæði heimila og fyrirtækja. Því er ánægjulegt að taka þátt í því ásamt forystufólki þessarar nýju stofnunar, HMS, að opna þessi glæsilegu nýju heimkynni slökkviliðsins í Norðurþingi á Húsavík.“ Norðurþing Slökkvilið Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Slökkviliðsstöð slökkviliðs Norðurþings á Húsavík var í gærð vígð við hátíðlega athöfn. Á meðal viðstaddra voru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra ásamt Hermanni Jónassyni, forstjóra Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar (HMS). Í nýju stöðinni má finna allt sem þarf til starfsins og er hún hönnuð samkvæmt nýjustu kröfum til slíkra stöðva. Við þetta tilefni undirritaði forstöðumaður brunamála hjá HMS, Davíð S. Snorrason, nýja brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði slökkviliðs Norðurþings. Markmið áætlunarinnar er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað skipulagt og þjálfað að það ráði við brunahættuna sem er í sveitarfélaginu. „Brunamál og brunaöryggi skipta okkur sem samfélag miklu máli. Markmið mitt er að taka þennan málaflokk föstum tökum og efla til framtíðar. Bætt aðstaða slökkviliða, bæði til viðbragða, þjálfunar og fræðslu er fyrsta skrefið í þá átt að stórbæta brunavarnir landsmanna. Fátt getur valdið jafn miklu tjóni og alvarlegir brunar og við megum ekki láta staðar numið fyrr en það heyrir til undantekninga að brunaskaði verði í bæjum og sveitum landsins,“ sagði Ásmundur Einar Ráðherrann bætti við „samfélagið allt þarf að búa við brunavarnir og forvarnir eins og best gerist. Þetta er á meðal þess sem ég vænti af nýrri Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, að hún stórefli brunavarnir mannvirkja, fræðslu og upplýsingagjöf til bæði heimila og fyrirtækja. Því er ánægjulegt að taka þátt í því ásamt forystufólki þessarar nýju stofnunar, HMS, að opna þessi glæsilegu nýju heimkynni slökkviliðsins í Norðurþingi á Húsavík.“
Norðurþing Slökkvilið Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira