Þjónusta verði ekki skert þrátt fyrir framúrkeyrslu Vegagerðarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2020 15:15 Mikillar vetrarþjónustu hefur verið þörf í vetur. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hefur beðið Vegagerðina um að skoða hvernig best verði brugðist við hallarekstri á vetrarþjónustu stofnunarinnar. Þrátt fyrir framúrkeyrslu á fjárheimildum sé ótækt að skera niður, í ljósi erfiðs vetrar sem gengið hefur yfir landið. Arna Lára Jónsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn um málið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrirspurnin sneri að fréttum um að Vegagerðin yrði að skera vetrarþjónustu sína niður um 10 prósent, en halda uppi sömu þjónustu og hefur verið boðið upp á hingað til. Í upphafi árs var halli á rekstri vetrarþjónustu Vegagerðarinnar um einn milljarður króna. Kostnaður við þjónustuna hefur á síðustu fimm árum verið 3-4 milljarðar ár hvert. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Þá var áætlaður kostnaður fyrir síðasta ár þrír milljarðar, auk þess sem 180 milljónum var veitt í viðbótarkostnað vegna ofsaveðursins sem gekk yfir landið í desember síðastliðnum. „Það er ekkert óeðlilegt að á öllum hliðum hjá hinu opinbera sé einhvers konar aðhald þannig að menn fari vel með fé. En hins vegar er ég sammála hv. Þingmanni [Örnu Láru] að við núverandi aðstæður, eins og veturinn hefur verið í vetur, getum við ekki farið að skerða þjónustu á þessum tíma. Ég hef beðið Vegagerðina að fara vel yfir þessa hluti en auðvitað þarf Vegagerðin eins og allar aðrar stofnanir ríkisins að standast fjárlög“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í dag. Ráðuneyti hans muni nú taka til skoðunar hvort hægt verði að brúa bilið með því að sækja fjármuni af viðhaldi eða nýframkvæmdum eða óska eftir hærri upphæðum til málaflokksins við Alþingi, í þágu samgangna í landinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Vísir/Vihelm Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Veður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hefur beðið Vegagerðina um að skoða hvernig best verði brugðist við hallarekstri á vetrarþjónustu stofnunarinnar. Þrátt fyrir framúrkeyrslu á fjárheimildum sé ótækt að skera niður, í ljósi erfiðs vetrar sem gengið hefur yfir landið. Arna Lára Jónsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn um málið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrirspurnin sneri að fréttum um að Vegagerðin yrði að skera vetrarþjónustu sína niður um 10 prósent, en halda uppi sömu þjónustu og hefur verið boðið upp á hingað til. Í upphafi árs var halli á rekstri vetrarþjónustu Vegagerðarinnar um einn milljarður króna. Kostnaður við þjónustuna hefur á síðustu fimm árum verið 3-4 milljarðar ár hvert. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Þá var áætlaður kostnaður fyrir síðasta ár þrír milljarðar, auk þess sem 180 milljónum var veitt í viðbótarkostnað vegna ofsaveðursins sem gekk yfir landið í desember síðastliðnum. „Það er ekkert óeðlilegt að á öllum hliðum hjá hinu opinbera sé einhvers konar aðhald þannig að menn fari vel með fé. En hins vegar er ég sammála hv. Þingmanni [Örnu Láru] að við núverandi aðstæður, eins og veturinn hefur verið í vetur, getum við ekki farið að skerða þjónustu á þessum tíma. Ég hef beðið Vegagerðina að fara vel yfir þessa hluti en auðvitað þarf Vegagerðin eins og allar aðrar stofnanir ríkisins að standast fjárlög“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í dag. Ráðuneyti hans muni nú taka til skoðunar hvort hægt verði að brúa bilið með því að sækja fjármuni af viðhaldi eða nýframkvæmdum eða óska eftir hærri upphæðum til málaflokksins við Alþingi, í þágu samgangna í landinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Vísir/Vihelm
Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Veður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira