Deildu um lögþvingun Erla Björg Gunnarsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 30. janúar 2020 20:49 Sveitarstjórnarráðherra segir suma þingmenn misskilja þingsályktunartillögu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Ekki sé um lögþvingun að ræða enda hafi tillagan verið unnin í náinni samvinnu við sveitarfélög og þau hafi tíma til að aðlaga sig. Í gær var þingsályktunartillaga um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga samþykkt á Alþingi. Þingmenn Flokks fólksins, Pírata og Miðflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni ásamt þremur stjórnarþingmönnum. Í dag setti Inga Sæland málið á dagskrá í óundirbúnum fyrirspurnum. Sagði hún ólýðræðislegt að sveitarfélög fái ekki að stjórna sameiningu sjálf, að hver og einni íbúi eigi að hafa sitt um málið að segja eins og í lýðræðisríki sæmi. Spurði hún ráðherra hvort honum þætti sjálfsagt að lögþvinga sveitarfélag í sameiningu, á þeirri forsendu að þau séu ekki sjálfbær. „En nú þekkjum við lítil sveitarfélög sem eru sjálfbær og geta rekið sig sjálf og kæra sig ekki um sameiningu. Á sama tíma og við erum að horfast í augu við það hér, að það eigi í rauninni að lögþvinga þau í slíka aðgerð,“ sagði Inga Sæland. Sigurður Ingi sagði þingmenn hafa misskilið málið eins og komið hafi fram í afstöðu þeirra og atkvæðaskýringum í gær. Tillagan sé unnin í nánu samráði við sveitarfélögin og yfir langan tíma. Stór og afgerandi hluti sveitarfélaga hafi stutt tillöguna. Mikilvægt sé að sveitarstjórnarstigið sé öflugt og geti tekist á við verkefnin sem löggjafinn feli þeim. „Ég tel að þetta sé ekki lögþvingað. Menn hafa talsverðan tíma til þess að koma til móts við þetta og svo í frumvarpssmíðinni verður tekið tillit til þeirra athugasemda sem koma fram hjá þinginu og birtust í gær,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Sveitarstjórnarráðherra segir suma þingmenn misskilja þingsályktunartillögu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Ekki sé um lögþvingun að ræða enda hafi tillagan verið unnin í náinni samvinnu við sveitarfélög og þau hafi tíma til að aðlaga sig. Í gær var þingsályktunartillaga um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga samþykkt á Alþingi. Þingmenn Flokks fólksins, Pírata og Miðflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni ásamt þremur stjórnarþingmönnum. Í dag setti Inga Sæland málið á dagskrá í óundirbúnum fyrirspurnum. Sagði hún ólýðræðislegt að sveitarfélög fái ekki að stjórna sameiningu sjálf, að hver og einni íbúi eigi að hafa sitt um málið að segja eins og í lýðræðisríki sæmi. Spurði hún ráðherra hvort honum þætti sjálfsagt að lögþvinga sveitarfélag í sameiningu, á þeirri forsendu að þau séu ekki sjálfbær. „En nú þekkjum við lítil sveitarfélög sem eru sjálfbær og geta rekið sig sjálf og kæra sig ekki um sameiningu. Á sama tíma og við erum að horfast í augu við það hér, að það eigi í rauninni að lögþvinga þau í slíka aðgerð,“ sagði Inga Sæland. Sigurður Ingi sagði þingmenn hafa misskilið málið eins og komið hafi fram í afstöðu þeirra og atkvæðaskýringum í gær. Tillagan sé unnin í nánu samráði við sveitarfélögin og yfir langan tíma. Stór og afgerandi hluti sveitarfélaga hafi stutt tillöguna. Mikilvægt sé að sveitarstjórnarstigið sé öflugt og geti tekist á við verkefnin sem löggjafinn feli þeim. „Ég tel að þetta sé ekki lögþvingað. Menn hafa talsverðan tíma til þess að koma til móts við þetta og svo í frumvarpssmíðinni verður tekið tillit til þeirra athugasemda sem koma fram hjá þinginu og birtust í gær,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira