Bournemouth samþykkir tilboð Sheffield | Hvað verður um Henderson? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2020 16:30 Ramsdale í leik gegn Manchester City. EPA-EFE/Dave Thompson Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur enska B-deildarfélagið Bournemouth – sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum – samþykkt tilboð Sheffield United upp á 18.5 milljónir punda í enska markvörðinn Aaron Ramsdale. Sheffield United to sign Aaron Ramsdale from Bournemouth for £18.5m https://t.co/v9UHqeQbox— Guardian sport (@guardian_sport) August 15, 2020 Hinn 22 ára gamli Ramsdale þótti standa sig vel milli stanganna hjá Bournemouth á nýafstöðnu tímabili þó svo að félagið hafi fallið. Vegna fallsins sem og kórónufaraldursins þarf félagið að selja eitthvað af sínum stærstu nöfnum. Nú þegar hefur varnarmaðurinn Nathan Aké verið seldur til Manchester City. Það sem gerir þessi vistaskipti Ramsdale áhugaverð er hvað þau þýða fyrir framtíð Dean Henderson. Sá hefur varið mark Sheffield með miklum sóma undanfarin tvö ár en hann hefur verið á láni frá Manchester United. Henderson sjálfur telur sig nægilega góðan til að spila fyrir Manchester United en Ole Gunnar Solskjær – þjálfari liðsins – virðist ekki vilja bekkja David De Gea þó sá spænski hafi gert full miið af mistökum undanfarin misseri. Henderson vill spila með liði sem tekur þátt í Evrópukeppni því hann telur það auka líkur sínar á að slá Jordan Pickford út sem aðalmarkvörð enska landsliðsins. Það er því ljóst að hann hefur ekki áhuga á að fara aftur til Manchester United til þess eins að sitja á bekknum. Vitað er að bæði Chelsea og Tottenham Hotspur horfa hýru auga til markvarðarins en Frank Lampard hefur enga trú á Kepa Arrizabagala og þá verður Willy Caballero samningslaus á næstu dögum. Þá virðist José Mourinho vilja markvörð sem hentar leikstíl sínum betur heldur en hinn franski Hugo Lloris. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira
Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur enska B-deildarfélagið Bournemouth – sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum – samþykkt tilboð Sheffield United upp á 18.5 milljónir punda í enska markvörðinn Aaron Ramsdale. Sheffield United to sign Aaron Ramsdale from Bournemouth for £18.5m https://t.co/v9UHqeQbox— Guardian sport (@guardian_sport) August 15, 2020 Hinn 22 ára gamli Ramsdale þótti standa sig vel milli stanganna hjá Bournemouth á nýafstöðnu tímabili þó svo að félagið hafi fallið. Vegna fallsins sem og kórónufaraldursins þarf félagið að selja eitthvað af sínum stærstu nöfnum. Nú þegar hefur varnarmaðurinn Nathan Aké verið seldur til Manchester City. Það sem gerir þessi vistaskipti Ramsdale áhugaverð er hvað þau þýða fyrir framtíð Dean Henderson. Sá hefur varið mark Sheffield með miklum sóma undanfarin tvö ár en hann hefur verið á láni frá Manchester United. Henderson sjálfur telur sig nægilega góðan til að spila fyrir Manchester United en Ole Gunnar Solskjær – þjálfari liðsins – virðist ekki vilja bekkja David De Gea þó sá spænski hafi gert full miið af mistökum undanfarin misseri. Henderson vill spila með liði sem tekur þátt í Evrópukeppni því hann telur það auka líkur sínar á að slá Jordan Pickford út sem aðalmarkvörð enska landsliðsins. Það er því ljóst að hann hefur ekki áhuga á að fara aftur til Manchester United til þess eins að sitja á bekknum. Vitað er að bæði Chelsea og Tottenham Hotspur horfa hýru auga til markvarðarins en Frank Lampard hefur enga trú á Kepa Arrizabagala og þá verður Willy Caballero samningslaus á næstu dögum. Þá virðist José Mourinho vilja markvörð sem hentar leikstíl sínum betur heldur en hinn franski Hugo Lloris.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira