Svona komast íslensku strákarnir í undanúrslitin á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 09:30 Vonin um verðlaunasæti lifir enn. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta héldu ekki aðeins von um sæti í umspili Ólympíuleikanna á lífi með sigrinum á Portúgal. Eftir tapleikina á móti Ungverjalandi og Slóveníu voru margir farnir að afskrifa sæti í umspili um laus sæti á ÓL í Tókýó hvað þá að fá tækifæri að spila um verðlaun. Íslenska þjóðin fór hátt upp eftir sigrana á Dönum og Rússum í fyrstu tveimur leikjunum en fór jafnframt lang niður eftir vonbrigðin gegn Ungverjum og Slóvenum. Nú er ástæða til að trúa á ný og vonir íslenska liðsins fá byr undir báða vængi á samfélagsmiðlum. Gróttumaðurinn Jökull Finnbogason á Twitter er nefnilega búinn að finna út leið íslenska landsliðsins í undanúrslit á EM 2020. Þetta þarf að gerast til að Ísland komist í undanúrslit samkvæmt útreikningum Jökuls: Portúgal vinnur Sloveníu Ísland vinnur Noreg Svíþjóð vinnur Ungverja Portúgal vinnur Ungverja Noregur vinnur Slóveníu Ísland vinnur Svíþjóð Semi Finals!#handbolti#emruv— Jökull Finnbogason (@Jokullf) January 19, 2020 Fari leikirnir eins og hér fyrir ofan þá verður lokastaðan svona í milliriðli Íslands: 1. Noregur 8 stig 2. Ísland 6 stig 3. Portúgal 6 stig 4. Ungverjaland 4 stig 5. Slóvenía 4 stig 6. Svíþjóð 2 stig Íslenska landsliðið kæmist þá áfram í undanúrslitin á kostnað Portúgala vegna betri árangurs í innbyrðisleikjum. Sigurinn í gær myndi þá skila íslenska liðinu í leiki um verðlaun. Það er samt eitt að ná því að vinna bæði Noreg og Svíþjóð, tvo daga í röð, en síðan annað að öll úrslit í hinum leikjunum verði okkur í hag. Það sem er aftur á móti ljóst er að Ísland á enn möguleika á komast alla leið í leiki um verðlaun á þessu Evrópumóti og sigurinn í gær gefur öllum nýjan kraft, ekki bara leikmönnunum sjálfum heldur handboltaáhuga allrar þjóðarinnar. EM 2020 í handbolta Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta héldu ekki aðeins von um sæti í umspili Ólympíuleikanna á lífi með sigrinum á Portúgal. Eftir tapleikina á móti Ungverjalandi og Slóveníu voru margir farnir að afskrifa sæti í umspili um laus sæti á ÓL í Tókýó hvað þá að fá tækifæri að spila um verðlaun. Íslenska þjóðin fór hátt upp eftir sigrana á Dönum og Rússum í fyrstu tveimur leikjunum en fór jafnframt lang niður eftir vonbrigðin gegn Ungverjum og Slóvenum. Nú er ástæða til að trúa á ný og vonir íslenska liðsins fá byr undir báða vængi á samfélagsmiðlum. Gróttumaðurinn Jökull Finnbogason á Twitter er nefnilega búinn að finna út leið íslenska landsliðsins í undanúrslit á EM 2020. Þetta þarf að gerast til að Ísland komist í undanúrslit samkvæmt útreikningum Jökuls: Portúgal vinnur Sloveníu Ísland vinnur Noreg Svíþjóð vinnur Ungverja Portúgal vinnur Ungverja Noregur vinnur Slóveníu Ísland vinnur Svíþjóð Semi Finals!#handbolti#emruv— Jökull Finnbogason (@Jokullf) January 19, 2020 Fari leikirnir eins og hér fyrir ofan þá verður lokastaðan svona í milliriðli Íslands: 1. Noregur 8 stig 2. Ísland 6 stig 3. Portúgal 6 stig 4. Ungverjaland 4 stig 5. Slóvenía 4 stig 6. Svíþjóð 2 stig Íslenska landsliðið kæmist þá áfram í undanúrslitin á kostnað Portúgala vegna betri árangurs í innbyrðisleikjum. Sigurinn í gær myndi þá skila íslenska liðinu í leiki um verðlaun. Það er samt eitt að ná því að vinna bæði Noreg og Svíþjóð, tvo daga í röð, en síðan annað að öll úrslit í hinum leikjunum verði okkur í hag. Það sem er aftur á móti ljóst er að Ísland á enn möguleika á komast alla leið í leiki um verðlaun á þessu Evrópumóti og sigurinn í gær gefur öllum nýjan kraft, ekki bara leikmönnunum sjálfum heldur handboltaáhuga allrar þjóðarinnar.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira