Rannsaka hvers vegna björgunarbátar blésu ekki út á Flateyri Birgir Olgeirsson skrifar 20. janúar 2020 13:49 Frá Flateyrarhöfn. Vísir/Egill Rannsóknarnefnd samgönguslysa ætlar að rannsaka hvers vegna björgunarbátar blésu ekki út þegar bátar urðu fyrir snjóflóði í Flateyrarhöfn. Búið er að ná einum bátnum úr höfninni og bíða hafnarstarfsmenn nú færis til að geta náð öðrum bátum upp. Sex bátar í Flateyrarhöfn urðu fyrir snjóflóðinu en athygli hefur vakið svo virðist sem engir björgunarbátar hafi blásið út á þessum bátum sem sumir hverjir voru hálfir í kafi eftir hamfarirnar. Jón Arilíus Ingólfsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir þetta til skoðunar hjá nefndinni. Verður kannað hvers vegna björgunarbátarnir blésu ekki út og hvort bátarnir hafi verið á nægjanlegu dýpi svo það hefði átt að gerast. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur áður beint því til Samgöngustofu að reglur um losunar- og sjósetningarbúnaði um borð í íslenskum skipum verði teknar til endurskoðunar og talið óásættanlegt að gúmmíbjörgunarbátar losni ekki frá skipum ef þeim hvolfir. Starfsmenn hafna Ísafjarðarbæjar náðu Blossa, einum bátanna sem urðu fyrir flóðinu, á land síðastliðið laugardagskvöld. Guðmundur Magnús Kristjánsson hafnarstjóri segir veðursaðstæður hafa komið í veg fyrir frekari aðgerðir. Verið sé að meta hvort hægt sé að ráðast í aðgerðir í dag vegna veðurs. Tveir bátanna eru strandaðir í fjörunni og ekki mikil áhersla lögð á að hreyfa við þeim í bili. „Það er aðalatriðið að ná Sjávarperlunni, Eiði og Guðjóni Arnari á flot. Guðjón Arnar er eini sem er alveg sokkinn. Það eru verkefnin fram undan að ná þeim bátum upp. Við höfum minni áhyggjur af þeim sem eru strandaðir í fjörunni. Það kemur engin mengun frá þeim og þeir verða síðastir í röðinni.“ Ísafjarðarhöfn fékk norska bátinn Fosnakongen frá Noregi til að hífa Blossa á land en sá bátur er notaði af laxeldisfyrirtækjunum Arnarlaxi og Arctic Fish á suður fjörðum Vestfjarða. Einn reyndasti kafari landsins aðstoðar starfsmenn hafna Ísafjarðarbæjar við þessa aðgerð en sá er Kjartan Hauksson hjá Sjótækni. Guðmundur segir það athygli vert að björgunarbátarnir hafi ekki blásið út. „Við vitum ekki hvort þeir hafi blásið upp á Eiði en bátarnir á Blossa voru á sínum stað.“ Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa ætlar að rannsaka hvers vegna björgunarbátar blésu ekki út þegar bátar urðu fyrir snjóflóði í Flateyrarhöfn. Búið er að ná einum bátnum úr höfninni og bíða hafnarstarfsmenn nú færis til að geta náð öðrum bátum upp. Sex bátar í Flateyrarhöfn urðu fyrir snjóflóðinu en athygli hefur vakið svo virðist sem engir björgunarbátar hafi blásið út á þessum bátum sem sumir hverjir voru hálfir í kafi eftir hamfarirnar. Jón Arilíus Ingólfsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir þetta til skoðunar hjá nefndinni. Verður kannað hvers vegna björgunarbátarnir blésu ekki út og hvort bátarnir hafi verið á nægjanlegu dýpi svo það hefði átt að gerast. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur áður beint því til Samgöngustofu að reglur um losunar- og sjósetningarbúnaði um borð í íslenskum skipum verði teknar til endurskoðunar og talið óásættanlegt að gúmmíbjörgunarbátar losni ekki frá skipum ef þeim hvolfir. Starfsmenn hafna Ísafjarðarbæjar náðu Blossa, einum bátanna sem urðu fyrir flóðinu, á land síðastliðið laugardagskvöld. Guðmundur Magnús Kristjánsson hafnarstjóri segir veðursaðstæður hafa komið í veg fyrir frekari aðgerðir. Verið sé að meta hvort hægt sé að ráðast í aðgerðir í dag vegna veðurs. Tveir bátanna eru strandaðir í fjörunni og ekki mikil áhersla lögð á að hreyfa við þeim í bili. „Það er aðalatriðið að ná Sjávarperlunni, Eiði og Guðjóni Arnari á flot. Guðjón Arnar er eini sem er alveg sokkinn. Það eru verkefnin fram undan að ná þeim bátum upp. Við höfum minni áhyggjur af þeim sem eru strandaðir í fjörunni. Það kemur engin mengun frá þeim og þeir verða síðastir í röðinni.“ Ísafjarðarhöfn fékk norska bátinn Fosnakongen frá Noregi til að hífa Blossa á land en sá bátur er notaði af laxeldisfyrirtækjunum Arnarlaxi og Arctic Fish á suður fjörðum Vestfjarða. Einn reyndasti kafari landsins aðstoðar starfsmenn hafna Ísafjarðarbæjar við þessa aðgerð en sá er Kjartan Hauksson hjá Sjótækni. Guðmundur segir það athygli vert að björgunarbátarnir hafi ekki blásið út. „Við vitum ekki hvort þeir hafi blásið upp á Eiði en bátarnir á Blossa voru á sínum stað.“
Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira