Guðmundur: Byrjunin var okkur til skammar Anton Ingi Leifsson skrifar 21. janúar 2020 19:03 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska liðsins gegn Noregi í dag. Strákarnir okkar byrjuðu skelfilega í leiknum í kvöld og lentu 7-0 undir eftir nokkrar mínútur. Algjörlega hörmuleg byrjun sem varð til þess að Ísland tapaði leikum. „Ég hef ekki skýringu á því og þetta er eitthvað sem við þurfum að ræða lið. Byrjunin var okkur til skammar,“ sagði hundfúll Guðmundur í leikslok. „Við gerðum okkur seka um ótrúlega hluti. Mjög daprar línusendingar sem voru hirtar af okkur og þeir fóru í hraðaupphlaup. Boltinn fékk ekki að vinna neitt. Við komum ekki nægilega grimmir hvorki í vörn né sókn.“ Hann segir að þetta hafi breyst til muna í síðari hálfleik. „Við gerum mjög miklar breytingar á liðinu og náum hægt og sígandi vinna okkur inn í þetta. Þetta var mjög erfitt en ég sagði við þá í hálfleik að þetta snérist um eitt mark í einu og við vildum fá þá agressífari í vörninni.“ „Við fórum lengra út í þá í seinni hálfleik og náum að brjóta þá niður sóknarlega. Þar fyrir utan var sóknarleikurinn frábær í síðari hálfleik. Við vinnum síðari hálfleikinn með fjórum mörkum en við færum þeim forskot í fyrri hálfleik sem var alveg ömurlegt. Ég er drullusvekktur.“ Hann er ánægður með innkomu yngri leikmanna sem komu inn af bekknum og tóku við keflinu. „Þeir sem koma inn af bekknum svara kallinu frábærlega. Viktor Gísli með stórkostlega markvörslu, varnarleikurinn var frábær og þeir skora ellefu mörk. Við spilum af skynsemi í sókninni og gáfum okkur tíma. Við ætluðum alltaf að spila það í upphafi en það var ekki framkvæmt.“ „Þeir sem spiluðu síðustu 40 mínúturnar eiga hrós skilið og ég er stoltur af þeim. Þeir gerðu þetta frábærlega. Við tökum það með ykkur. Það þýðir ekkert að vera í neinu volæði og við þurfm að fara í þennan Svíaleik af fullum krafti,“ sagði þjálfarinn í leikslok. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Hlakka til að takast á við Norðmenn Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var fljótur að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn á Portúgal þó svo hann hafi vissulega létt lundina. 21. janúar 2020 08:30 Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45 Twitter eftir tapið: „Hver leyfði Svíagrýlunni að fá norskan ríkisborgararétt?“ Íslenska landsliðið tapaði í dag fyrir Noregi í þriðja leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 21. janúar 2020 18:46 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska liðsins gegn Noregi í dag. Strákarnir okkar byrjuðu skelfilega í leiknum í kvöld og lentu 7-0 undir eftir nokkrar mínútur. Algjörlega hörmuleg byrjun sem varð til þess að Ísland tapaði leikum. „Ég hef ekki skýringu á því og þetta er eitthvað sem við þurfum að ræða lið. Byrjunin var okkur til skammar,“ sagði hundfúll Guðmundur í leikslok. „Við gerðum okkur seka um ótrúlega hluti. Mjög daprar línusendingar sem voru hirtar af okkur og þeir fóru í hraðaupphlaup. Boltinn fékk ekki að vinna neitt. Við komum ekki nægilega grimmir hvorki í vörn né sókn.“ Hann segir að þetta hafi breyst til muna í síðari hálfleik. „Við gerum mjög miklar breytingar á liðinu og náum hægt og sígandi vinna okkur inn í þetta. Þetta var mjög erfitt en ég sagði við þá í hálfleik að þetta snérist um eitt mark í einu og við vildum fá þá agressífari í vörninni.“ „Við fórum lengra út í þá í seinni hálfleik og náum að brjóta þá niður sóknarlega. Þar fyrir utan var sóknarleikurinn frábær í síðari hálfleik. Við vinnum síðari hálfleikinn með fjórum mörkum en við færum þeim forskot í fyrri hálfleik sem var alveg ömurlegt. Ég er drullusvekktur.“ Hann er ánægður með innkomu yngri leikmanna sem komu inn af bekknum og tóku við keflinu. „Þeir sem koma inn af bekknum svara kallinu frábærlega. Viktor Gísli með stórkostlega markvörslu, varnarleikurinn var frábær og þeir skora ellefu mörk. Við spilum af skynsemi í sókninni og gáfum okkur tíma. Við ætluðum alltaf að spila það í upphafi en það var ekki framkvæmt.“ „Þeir sem spiluðu síðustu 40 mínúturnar eiga hrós skilið og ég er stoltur af þeim. Þeir gerðu þetta frábærlega. Við tökum það með ykkur. Það þýðir ekkert að vera í neinu volæði og við þurfm að fara í þennan Svíaleik af fullum krafti,“ sagði þjálfarinn í leikslok.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Hlakka til að takast á við Norðmenn Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var fljótur að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn á Portúgal þó svo hann hafi vissulega létt lundina. 21. janúar 2020 08:30 Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45 Twitter eftir tapið: „Hver leyfði Svíagrýlunni að fá norskan ríkisborgararétt?“ Íslenska landsliðið tapaði í dag fyrir Noregi í þriðja leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 21. janúar 2020 18:46 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Guðmundur: Hlakka til að takast á við Norðmenn Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var fljótur að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn á Portúgal þó svo hann hafi vissulega létt lundina. 21. janúar 2020 08:30
Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45
Twitter eftir tapið: „Hver leyfði Svíagrýlunni að fá norskan ríkisborgararétt?“ Íslenska landsliðið tapaði í dag fyrir Noregi í þriðja leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 21. janúar 2020 18:46