Kristján útilokar ekki að taka við íslenska landsliðinu í framtíðinni Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 22. janúar 2020 13:00 Kristján Andrésson. Kristján Andrésson mun stýra sænska landsliðinu í síðasta skipti í kvöld og það er vel við hæfi að kveðjuleikur hans með landsliðinu sé gegn Íslandi. Þetta hefur ekki verið auðvelt mót því liðið hefur ekki staðið undir væntingum og svo hjálpaði ekki agabrot leikmanna sem laumuðust út á lífið. „Við höfum klúðrað of mikið og vorum lakari aðilinn í þeim leikjum sem við töpuðum. Það er lítið við því að segja. Við erum svekktir að hafa ekki gert betur á heimavelli,“ sagði Kristján í Malmö Arena í gær. Þessi geðþekki drengur verður hálfmeyr er talið berst að því að hann spili síðasta leikinn gegn Íslandi. „Það er hörkuskemmtilegt og einhver skrifaði þetta handrit vel. Ég hefði reyndar frekar viljað spila gegn Íslandi í Stokkhólmi um næstu helgi,“ segir Kristján sposkur á svip en hann mun ekki gefa löndum sínum neinn afslátt í kvöld. „Ísland þarf þess ekkert enda með hörkugott lið. Við erum á heimavelli og við viljum sýna okkar áhorfendum að við erum betri en við höfum sýnt í þessu móti til þessa.“ Kristján hefur þjálfað sænska liðið frá 2016 og náði undraverðum árangri með liðið strax í upphafi þegar ekki var búist við neinu af liðinu. Í fyrra tók hann svo við þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen og hættir með sænska liðið til að einbeita sér að Löwen. „Þetta hefur legið fyrir í nokkurn tíma. Það verður góð tilfinning í janúar á næsta ári að vera heima þegar elsti sonur minn á afmæli. Það verður líka gott að fá smá pásu enda er þetta búin að vera hörkumikil vinna. Það er leiðinlegt að enda svona en ferillinn með landsliðinu hefur annars verið frábær og skilaði mér þessu starfi í Þýskalandi meðal annars,“ segir Kristján en hann útilokar ekki að taka við íslenska landsliðinu síðar meir. „Auðvitað hefði ég áhuga á því. Mér finnst frábært að vera landsliðsþjálfari og vinna með svona góðum leikmönnum. Við sjáum hvað setur í framtíðinni en það eru margir góðir þjálfarar heima á Íslandi og Gummi er að vinna frábært starf með þessa ungu leikmenn núna. Ég er með nokkurra ára samning við Löwen. Við sjáum hvað gerist í framtíðinni en ég ætla ekki að útiloka neitt.“ Klippa: Kristján kveður gegn Íslandi EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Eftirminnilegustu leikirnir við Svía á stórmótum: Grýlan með faxið, langri bið lýkur í London og draumabyrjun á EM Vísir rifjar upp eftirminnilegustu leiki Íslands og Svíþjóðar á stórmótum í handbolta. 22. janúar 2020 08:00 Haukur: Auðvitað vill maður spila Haukur Þrastarson segir að íslenska landsliðið vilji klára EM með sæmd með sigri á Svíþjóð í kvöld. 22. janúar 2020 11:30 Viktor Gísli yngstur til að vera valinn maður leiksins á EM Viktor Gísli Hallgrímsson, annar af markvörðum íslenska landsliðsins í handbolta, hefur svo sannarlega blómstrað á Evrópumótinu sem nú fer fram í Svíþjóð. 22. janúar 2020 07:00 Guðmundur: Ekki tími fyrir neitt volæði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska landsliðsins í leiknum í gær en segir að liðið þurfi að safna kröftum fyrir verkefni dagsins. 22. janúar 2020 09:30 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Kristján Andrésson mun stýra sænska landsliðinu í síðasta skipti í kvöld og það er vel við hæfi að kveðjuleikur hans með landsliðinu sé gegn Íslandi. Þetta hefur ekki verið auðvelt mót því liðið hefur ekki staðið undir væntingum og svo hjálpaði ekki agabrot leikmanna sem laumuðust út á lífið. „Við höfum klúðrað of mikið og vorum lakari aðilinn í þeim leikjum sem við töpuðum. Það er lítið við því að segja. Við erum svekktir að hafa ekki gert betur á heimavelli,“ sagði Kristján í Malmö Arena í gær. Þessi geðþekki drengur verður hálfmeyr er talið berst að því að hann spili síðasta leikinn gegn Íslandi. „Það er hörkuskemmtilegt og einhver skrifaði þetta handrit vel. Ég hefði reyndar frekar viljað spila gegn Íslandi í Stokkhólmi um næstu helgi,“ segir Kristján sposkur á svip en hann mun ekki gefa löndum sínum neinn afslátt í kvöld. „Ísland þarf þess ekkert enda með hörkugott lið. Við erum á heimavelli og við viljum sýna okkar áhorfendum að við erum betri en við höfum sýnt í þessu móti til þessa.“ Kristján hefur þjálfað sænska liðið frá 2016 og náði undraverðum árangri með liðið strax í upphafi þegar ekki var búist við neinu af liðinu. Í fyrra tók hann svo við þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen og hættir með sænska liðið til að einbeita sér að Löwen. „Þetta hefur legið fyrir í nokkurn tíma. Það verður góð tilfinning í janúar á næsta ári að vera heima þegar elsti sonur minn á afmæli. Það verður líka gott að fá smá pásu enda er þetta búin að vera hörkumikil vinna. Það er leiðinlegt að enda svona en ferillinn með landsliðinu hefur annars verið frábær og skilaði mér þessu starfi í Þýskalandi meðal annars,“ segir Kristján en hann útilokar ekki að taka við íslenska landsliðinu síðar meir. „Auðvitað hefði ég áhuga á því. Mér finnst frábært að vera landsliðsþjálfari og vinna með svona góðum leikmönnum. Við sjáum hvað setur í framtíðinni en það eru margir góðir þjálfarar heima á Íslandi og Gummi er að vinna frábært starf með þessa ungu leikmenn núna. Ég er með nokkurra ára samning við Löwen. Við sjáum hvað gerist í framtíðinni en ég ætla ekki að útiloka neitt.“ Klippa: Kristján kveður gegn Íslandi
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Eftirminnilegustu leikirnir við Svía á stórmótum: Grýlan með faxið, langri bið lýkur í London og draumabyrjun á EM Vísir rifjar upp eftirminnilegustu leiki Íslands og Svíþjóðar á stórmótum í handbolta. 22. janúar 2020 08:00 Haukur: Auðvitað vill maður spila Haukur Þrastarson segir að íslenska landsliðið vilji klára EM með sæmd með sigri á Svíþjóð í kvöld. 22. janúar 2020 11:30 Viktor Gísli yngstur til að vera valinn maður leiksins á EM Viktor Gísli Hallgrímsson, annar af markvörðum íslenska landsliðsins í handbolta, hefur svo sannarlega blómstrað á Evrópumótinu sem nú fer fram í Svíþjóð. 22. janúar 2020 07:00 Guðmundur: Ekki tími fyrir neitt volæði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska landsliðsins í leiknum í gær en segir að liðið þurfi að safna kröftum fyrir verkefni dagsins. 22. janúar 2020 09:30 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Eftirminnilegustu leikirnir við Svía á stórmótum: Grýlan með faxið, langri bið lýkur í London og draumabyrjun á EM Vísir rifjar upp eftirminnilegustu leiki Íslands og Svíþjóðar á stórmótum í handbolta. 22. janúar 2020 08:00
Haukur: Auðvitað vill maður spila Haukur Þrastarson segir að íslenska landsliðið vilji klára EM með sæmd með sigri á Svíþjóð í kvöld. 22. janúar 2020 11:30
Viktor Gísli yngstur til að vera valinn maður leiksins á EM Viktor Gísli Hallgrímsson, annar af markvörðum íslenska landsliðsins í handbolta, hefur svo sannarlega blómstrað á Evrópumótinu sem nú fer fram í Svíþjóð. 22. janúar 2020 07:00
Guðmundur: Ekki tími fyrir neitt volæði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska landsliðsins í leiknum í gær en segir að liðið þurfi að safna kröftum fyrir verkefni dagsins. 22. janúar 2020 09:30