Segir Bretland komið yfir „Brexit-marklínuna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. janúar 2020 23:40 Boris Johnson segir Breta komna yfir marklínuna. Vísir/Getty Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í kvöld frumvarp sem ætlað er að lögleiða útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Brexit svo gott sem í höfn. Frumvarpið bíður nú undirskriftar Elísabetar Englandsdrottningar, en talið er að hún muni staðfesta frumvarpið í þessari viku, og þar með verði frumvarpið að lögum. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir ríkið nú geta „haldið sameinað inn í framtíðina“ og kvatt „áralanga óvild og sundrung.“ Að óbreyttu mun Bretland yfirgefa Evrópusambandið klukkan 11 að kvöldi 31. janúar, en meira en þrjú og hálft ár er síðan Bretar samþykktu að yfirgefa sambandið með naumri þjóðaratkvæðagreiðslu í júní 2016. Þann 1. febrúar munu Bretar síðan ganga inn í 11 mánaða umskiptaskeið, þar sem ríkið mun áfram þurfa að lúta gerðum ESB. Frá og með útgöngunni mun Bretland þó ekki lengur eiga fulltrúa innan stofnana sambandsins. Ráðgert er að þeirri skipan mála ljúki síðan við upphaf ársins 2021. Þá er vonast til að Bretland og Evrópusambandið verði búin að semja um stjórnmála-, öryggis- og efnahagssamband sín á milli, en breskir ráðamenn binda vonir við að geta gert hagstæðan fríverslunarsamning við sambandið. Evrópusambandið ræður ráðum sínum Gert er ráð fyrir því að á næstu dögum komi leiðtogar ESB til með að skrifa undir útgöngusamning Breta við sambandið. Eftir viku kemur Evrópuþingið saman til þess greiða atkvæði um samninginn, en í honum er meðal annars að finna ákvæði um réttindi borgara aðildarríkja ESB sem búsettir eru í Bretlandi sem og Breta búsettra innan ESB, auk sérstakra ráðstafana vegna málefna Norður-Írlands. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í kvöld frumvarp sem ætlað er að lögleiða útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Brexit svo gott sem í höfn. Frumvarpið bíður nú undirskriftar Elísabetar Englandsdrottningar, en talið er að hún muni staðfesta frumvarpið í þessari viku, og þar með verði frumvarpið að lögum. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir ríkið nú geta „haldið sameinað inn í framtíðina“ og kvatt „áralanga óvild og sundrung.“ Að óbreyttu mun Bretland yfirgefa Evrópusambandið klukkan 11 að kvöldi 31. janúar, en meira en þrjú og hálft ár er síðan Bretar samþykktu að yfirgefa sambandið með naumri þjóðaratkvæðagreiðslu í júní 2016. Þann 1. febrúar munu Bretar síðan ganga inn í 11 mánaða umskiptaskeið, þar sem ríkið mun áfram þurfa að lúta gerðum ESB. Frá og með útgöngunni mun Bretland þó ekki lengur eiga fulltrúa innan stofnana sambandsins. Ráðgert er að þeirri skipan mála ljúki síðan við upphaf ársins 2021. Þá er vonast til að Bretland og Evrópusambandið verði búin að semja um stjórnmála-, öryggis- og efnahagssamband sín á milli, en breskir ráðamenn binda vonir við að geta gert hagstæðan fríverslunarsamning við sambandið. Evrópusambandið ræður ráðum sínum Gert er ráð fyrir því að á næstu dögum komi leiðtogar ESB til með að skrifa undir útgöngusamning Breta við sambandið. Eftir viku kemur Evrópuþingið saman til þess greiða atkvæði um samninginn, en í honum er meðal annars að finna ákvæði um réttindi borgara aðildarríkja ESB sem búsettir eru í Bretlandi sem og Breta búsettra innan ESB, auk sérstakra ráðstafana vegna málefna Norður-Írlands.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira