Ólafur Stefánsson um íslenska handboltalandsliðið: Mér finnst að við séum komnir eiginlega með allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 08:30 Ólafur Stefánsson í leik með íslenska landsliðnu og skorar hér eitt af 1579 mörkum sínum fyrir A-landsliðið að þessu sinn á ÓL í London 2012. Getty/Jeff Gross Ólafur Stefánsson hefur mikla trú á bjartri framtíð íslenska handboltalandsliðsins þrátt fyrir að liðið hafi gefið mikið eftir í seinni hluta Evrópumótsins í handbolta. Ólafur gerði upp Evrópumótið í viðtali við Ríkisútvarpið en hann sjálfur spilaði með landsliðinu í tvo áratugi og var um tíma markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Íslenska liðið sýndi styrk sinn með því að vinna Dani og Rússa í fyrstu tveimur leikjunum og Ólafur segist þá hafa verið að vonast eftir leikjum um verðlaun. „Sérstaklega eftir Danaleikinn og líka fyrir mótið þá var ég svona að vona og hélt að við myndum bara fara í undanúrslit jafnvel, eða fimmta, sjötta sæti - eitthvað svoleiðis. Það var svona mín tilfinning, án þess að ég væri að gefa það mikið út,“ sagði Ólafur í viðtali við Rúv. Íslenska landsliðið er að hans mati til alls líklegt í framhaldinu enda að mati Ólafs með allt sem þarf í gott handboltalið. „Mér finnst að við séum komnir eiginlega með allt, við erum komnir með rosalega flotta karaktera af strákum og það sem ég segi í raun og veru við þá er: Þið eruð allir góðir, jafnvel betri. Ég meina Haukur Þrastarson er bara vel betri heldur en ég var á hans aldri. Sama með Aron, Janus og Viktor,“ sagði Ólafur. Hann er á því að aðeins strákarnir sjálfir geti stoppað sig næstu árin. Ólafur fagnar líka innkomu markvarðarins Viktors Gísla Hallgrímssonar og sparar ekki yfirlýsingarnar þar. „Hann [Viktor] verður líklega besti markvörður sem við höfum átt, með allri virðingu fyrir Einari Þorvarðarsyni eða fleirum. Þetta verður líklega besti markvörður sem við höfum átt ef hann helst heill og karakterinn. Það er líka svona smá refur í honum og ef hann kemst út fyrir óttann sinn. Hann er að gera allt og hann er að vaxa. Það að hafa svona markmann með okkur næstu tíu, fimmtán ár - það á að gefa öllum hinum byr yndir báða vængi,“ sagði Ólafur en það smá sjá allt viðtalið við hann hér. EM 2020 í handbolta Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Ólafur Stefánsson hefur mikla trú á bjartri framtíð íslenska handboltalandsliðsins þrátt fyrir að liðið hafi gefið mikið eftir í seinni hluta Evrópumótsins í handbolta. Ólafur gerði upp Evrópumótið í viðtali við Ríkisútvarpið en hann sjálfur spilaði með landsliðinu í tvo áratugi og var um tíma markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Íslenska liðið sýndi styrk sinn með því að vinna Dani og Rússa í fyrstu tveimur leikjunum og Ólafur segist þá hafa verið að vonast eftir leikjum um verðlaun. „Sérstaklega eftir Danaleikinn og líka fyrir mótið þá var ég svona að vona og hélt að við myndum bara fara í undanúrslit jafnvel, eða fimmta, sjötta sæti - eitthvað svoleiðis. Það var svona mín tilfinning, án þess að ég væri að gefa það mikið út,“ sagði Ólafur í viðtali við Rúv. Íslenska landsliðið er að hans mati til alls líklegt í framhaldinu enda að mati Ólafs með allt sem þarf í gott handboltalið. „Mér finnst að við séum komnir eiginlega með allt, við erum komnir með rosalega flotta karaktera af strákum og það sem ég segi í raun og veru við þá er: Þið eruð allir góðir, jafnvel betri. Ég meina Haukur Þrastarson er bara vel betri heldur en ég var á hans aldri. Sama með Aron, Janus og Viktor,“ sagði Ólafur. Hann er á því að aðeins strákarnir sjálfir geti stoppað sig næstu árin. Ólafur fagnar líka innkomu markvarðarins Viktors Gísla Hallgrímssonar og sparar ekki yfirlýsingarnar þar. „Hann [Viktor] verður líklega besti markvörður sem við höfum átt, með allri virðingu fyrir Einari Þorvarðarsyni eða fleirum. Þetta verður líklega besti markvörður sem við höfum átt ef hann helst heill og karakterinn. Það er líka svona smá refur í honum og ef hann kemst út fyrir óttann sinn. Hann er að gera allt og hann er að vaxa. Það að hafa svona markmann með okkur næstu tíu, fimmtán ár - það á að gefa öllum hinum byr yndir báða vængi,“ sagði Ólafur en það smá sjá allt viðtalið við hann hér.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira