Ný rannsókn á plastmagni á Suðurskautslandinu veldur áhyggjum Eiður Þór Árnason skrifar 25. janúar 2020 16:30 Umræddar niðurstöður komu vísindamönnum á óvart. Unsplash/Cassie Matias Hundruð plastagna finnast nú í hverjum lítra af sjó á Suðurskautslandinu ef marka má niðurstöður vísindamanna. Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun hefur verið gerð til þess að mæla hversu mikið plast hefur ratað í þessa annars frekar ósnortnu heimsálfu. Hópur alþjóðlegra vísindamanna um borð í breska rannsóknarskipinu James Clark Ross hefur undanfarið tekið sjósýni víða á svæðinu á mismikilli dýpt og dælt í gegnum örfínar síur. Kom vísindamönnum á óvart Niðurstöðurnar hafa vakið mikla athygli og mátti til að mynda sjá plasttrefjar og örplastsagnir með berum augum í sýni sem var tekið úr yfirborðsvatni í Borgen flóa á Anverseyju. Undir smásjá komu síðan mun fleiri agnir í ljós. „Þarna finnst mun meira plast en ég reiknaði með að sjá. Fram að þessu nær það auðveldlega hundruð plastbrotum á hvern lítra af vatni, sem er mjög sorglegt í ljósi þess að staðirnir sem við erum að skoða eru tærir og ósnortnir,“ sagði Tristyn Garza, vísindamaður við Háskólann í Vestur-Flórída, í samtali við Sky News. Hún bætti við að þannig megi greinilega sjá merki um mannleg áhrif í álfunni þó hún hafi ekki reiknað með að verða vitni að því á svo ósnortnu svæði. Dreifist með sterkum hafstraumum Hópurinn varð einnig var við stærri plastbrot við rannsóknir sínar í álfunni og sást til að mynda eitt slíkt sem talið er að hafi eitt sinn verið hluti af flöskutappa. „Vandamálið með örplast er að það finnst ekki bara þar sem mikill fjöldi fólks býr. Það dreifist með hafstraumum. Það finnst á fjarlægum og ósnortnum slóðum. Þú getur meira að segja fundið það hér,“ sagði Julian Blumenroeder við Háskólann í Heidelberg í Þýskalandi. Sjávarlíffræðingurinn Dave Barnes, sem var einnig um borð í rannsóknarskipinu, sagði að enn mætti greina stigvaxandi aukningu í magni plasts í Suður-Atlantshafinu. Plastið hafi svo í auknum mæli flust með sterkum sjávarstraumum sem umlyki Suðurskautslandið. „Þetta er síðasti staðurinn sem við getum farið á þar sem kerfi eru enn náttúruleg.“ Hann hefur miklar áhyggjur af því hvaða áhrif plastið mun hafa á fæðuöflun hinna ýmsu lífvera á svæðinu sem eru margar hverjar þekktar fyrir að melta fæðu einstaklega hægt. Suðurskautslandið Umhverfismál Tengdar fréttir Hjólbarðar uppspretta 75% örplasts á Íslandi Þá berst örplast helst til hafs með regnvatni af vegum og stéttum. 31. október 2019 14:47 Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. 3. mars 2019 20:30 Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30 Plastrusl finnst á botni dýpsta svæðis sjávar Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. 13. maí 2019 22:57 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Hundruð plastagna finnast nú í hverjum lítra af sjó á Suðurskautslandinu ef marka má niðurstöður vísindamanna. Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun hefur verið gerð til þess að mæla hversu mikið plast hefur ratað í þessa annars frekar ósnortnu heimsálfu. Hópur alþjóðlegra vísindamanna um borð í breska rannsóknarskipinu James Clark Ross hefur undanfarið tekið sjósýni víða á svæðinu á mismikilli dýpt og dælt í gegnum örfínar síur. Kom vísindamönnum á óvart Niðurstöðurnar hafa vakið mikla athygli og mátti til að mynda sjá plasttrefjar og örplastsagnir með berum augum í sýni sem var tekið úr yfirborðsvatni í Borgen flóa á Anverseyju. Undir smásjá komu síðan mun fleiri agnir í ljós. „Þarna finnst mun meira plast en ég reiknaði með að sjá. Fram að þessu nær það auðveldlega hundruð plastbrotum á hvern lítra af vatni, sem er mjög sorglegt í ljósi þess að staðirnir sem við erum að skoða eru tærir og ósnortnir,“ sagði Tristyn Garza, vísindamaður við Háskólann í Vestur-Flórída, í samtali við Sky News. Hún bætti við að þannig megi greinilega sjá merki um mannleg áhrif í álfunni þó hún hafi ekki reiknað með að verða vitni að því á svo ósnortnu svæði. Dreifist með sterkum hafstraumum Hópurinn varð einnig var við stærri plastbrot við rannsóknir sínar í álfunni og sást til að mynda eitt slíkt sem talið er að hafi eitt sinn verið hluti af flöskutappa. „Vandamálið með örplast er að það finnst ekki bara þar sem mikill fjöldi fólks býr. Það dreifist með hafstraumum. Það finnst á fjarlægum og ósnortnum slóðum. Þú getur meira að segja fundið það hér,“ sagði Julian Blumenroeder við Háskólann í Heidelberg í Þýskalandi. Sjávarlíffræðingurinn Dave Barnes, sem var einnig um borð í rannsóknarskipinu, sagði að enn mætti greina stigvaxandi aukningu í magni plasts í Suður-Atlantshafinu. Plastið hafi svo í auknum mæli flust með sterkum sjávarstraumum sem umlyki Suðurskautslandið. „Þetta er síðasti staðurinn sem við getum farið á þar sem kerfi eru enn náttúruleg.“ Hann hefur miklar áhyggjur af því hvaða áhrif plastið mun hafa á fæðuöflun hinna ýmsu lífvera á svæðinu sem eru margar hverjar þekktar fyrir að melta fæðu einstaklega hægt.
Suðurskautslandið Umhverfismál Tengdar fréttir Hjólbarðar uppspretta 75% örplasts á Íslandi Þá berst örplast helst til hafs með regnvatni af vegum og stéttum. 31. október 2019 14:47 Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. 3. mars 2019 20:30 Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30 Plastrusl finnst á botni dýpsta svæðis sjávar Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. 13. maí 2019 22:57 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Hjólbarðar uppspretta 75% örplasts á Íslandi Þá berst örplast helst til hafs með regnvatni af vegum og stéttum. 31. október 2019 14:47
Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. 3. mars 2019 20:30
Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30
Plastrusl finnst á botni dýpsta svæðis sjávar Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. 13. maí 2019 22:57