Amma norn Rannveig Ernudóttir skrifar 28. janúar 2020 18:30 Mamma mín var einstök kona, á svo marga vegu. Hún hafði ýmsa bresti, eins og margt samferðafólk okkar. Þeir gátu verið henni og okkur ástvinum hennar mjög íþyngjandi. Hún barðist við fíkn allt sitt líf en rótin að þeirri baráttu var þunglyndi sem oft á tíðum gat verið lamandi bæði henni og okkur á heimilinu. Sagan hennar mömmu er saga einstakrar konu, svolítið eins og einhvers konar sorgarsaga gyðju. Mamma var ættleidd við fæðingu og mögulega er það fyrsta rofið í hennar lífi. Geðtengslamyndunin varð fyrir hnjaski strax við fæðingu, þrátt fyrir að hún hafi fengið dásamlega og stöðuga foreldra. Hún hefði aldrei verið betur sett hjá blóðmóður sinni, en svona upphaf er samt erfitt nýfæddu barni, sama hversu mikið foreldrar hennar þráðu hana og lögðu sig fram við að veit henni gott líf og gott uppeldi. Hún var með risastórt hjarta og það voru fáir sem gátu látið öðrum líða eins vel með sjálfa sig eins og hún gat gert. Það þekktum við systkinin vel. En hún gat líka meitt, með orðunum og í hennar verstu fíkniköstum var hún ekki mamma mín, heldur einhver ómynd sem ég þekkti ekki. En ég vissi að í kjarnanum hennar var ljósið hennar sem gerði þetta allt þess virði, það var þess virði að standa í baráttunni með henni, styðja hana og þola ástandið. Hún sigraði fíknina reglulega og þrátt fyrir brestina hennar þá hefði ég ekki viljað missa af tímanum með henni, líka þegar ég þekkti hana ekki. Hún var minn lærdómur í lífinu en um leið harkalega lexían. Því lífið er ekki sanngjarnt og það getur bitið þig fast og illilega og það meiðir! Þunglyndi er nefnilega ekkert grín og þótt hún hafi getað sigrast á fíkninni inn á milli, þá var þunglyndið sterkara og aldrei raunverulega unnið í þeirri rót. Samt tókst henni líka að yfirstíga það, að megninu til, á endanum. Þess vegna var svo sárt þegar hún greindist með krabbamein, að heyra hana segja, að loksins þegar hún vildi lifa, þá kæmi þetta verkefni, sem hún svo réð ekki við á endanum. Loksins þegar hún vildi lifa. Þegar hún varð veik brást heilbrigðiskerfið og of seint kom það inn í veikindin hennar. Vegna sögunnar hennar var hún afskrifuð. Hún væri fallin, hún væri í þunglyndiskasti. Þegar við fjölskyldan grátbáðum um hjálp, því hvorugt væri tilfellið, fengum við sama viðmót. Við værum bara í afneitun. Meinið hennar var þess eðlis að ég held ekki að það hefði verið hægt að bjarga henni. En lífsgæðin síðustu árin urðu verri vegna þessa viðmóts og hún þurfti að berjast við fordóma í stað þess að fá læknisaðstoð. Þegar við gengum út frá bráðamóttökunni að morgni gamlársdags 2010, sagði hún ,,ég sagði ykkur það, ég er ekki geðveik!’’ Fyrir henni voru þessar fréttir léttir. Mikill skaði var skeður, bæði hjá kerfinu sem og meðal hennar nánasta umhverfis. Eina sem við gátum gert eftir þetta var að reyna sjá til þess að það sem væri eftir væri tileinkað baráttu við alvarlegan sjúkdóm. Hún ætlaði nefnilega að sigrast á honum. En ég held að við höfum öll vitað að hún átti aldrei séns, það gerði ég a.m.k., þótt ég auðvitað vonaði heitt og innilega að hún myndi sigrast á þessu. Enda var óbærileg tilhugsun að missa hana. Mamma var svakaleg skvísa, hafði verið gullfallegt barn sem einkenndi hana alla hennar ævi. Hún var fallegur unglingur, augnakonfekt sem ung kona og þegar hún varð fimmtug var eins og hún hefði hætt að eldast og jafnvel byrjað að yngjast. Karakterinn var sérstakur, hún var geimvera, eins og góð vinkona hennar, sem nýlega hvarf á braut, kallaði hana. Einkennandi fyrir hana var að geta látið öllum líða vel, dugleg að hrósa, líka fólki sem hún þekkti ekkert. Það er engin furða að kirkjan hafi verið stútfull þegar við kvöddum hana. Ég var ekki búin að áorka neinu sérstöku, þannig lagað séð, í lífinu þegar hún svo dó... ég hafði staulast í gegnum nám, lokið BA gráðu í háskólanum, með engum sérstökum árangri. Ég var móðir og í sambúð með manninum mínum. Þrátt fyrir námið vissi ég ekki enn hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór. En hún var stolt af mér og ég vissi alltaf að hún elskaði mig, elskaði okkur öll! Þessi magnaða kona sem ég kallaði mömmu og sem var fyrsta mannveran sem ég elskaði (og elska enn), var hins vegar sjálf svo lítil í sér að þegar hún átti mig varð ég fljótt fullorðni aðilinn í okkar lífi saman, hún gerði einmitt oft grín að því, hvor okkar væri fullorðin og hvor okkar væri unglingur. Þegar ég fæddist fannst henni svo ótrúlegt að vera mamma mín að það var henni óraunverulegt. Henni fannst hún ekki getað kallað sig mömmu mína, svo hún bjó sér til gælunafnið ,,mommiesan’’, ,,komdu til mommiesan” sagði hún þegar hún tók mig upp eða knúsaði mig eða huggaði. Hún hélt alltaf að hún væri ekki nóg. En hún var nóg. Fyrir mig, systkini mín, börnin mín, manninn sinn og allan herskarann af ástvinum sem hún hafði sankað að sér frá barnæsku, jafnvel frá fæðingu. Ég vildi svo oft geta spjallað við hana um það sem ég er að gera í dag, ég velti fyrir mér hvort hún væri enn stolt af mér, hvenær við værum sammála og hvenær við værum ósammála. En fyrst og fremst þrái ég að ræða við hana um hversdagslífið. Fjölskyldulífið og verkefnin okkar. Ég sé svo oft fyrir mér hversu mikið hún myndi njóta þess að vera með barnabörnunum sínum, einstökum karakterum þeirra sem myndu allir bræða hana. Ég veit nefnilega að hún væri mjög stolt af þeim. Þau áttu líka mjög sérstakt samband við hana, enda engin venjuleg amma, eða hvað er hægt að segja um konu sem kennir barnabörnunum sínum að kalla sig ömmu Norn og galdrar svo fyrir þau í skál? Þau sakna hennar líka alla daga. Hversu mikið hún myndi hafa gaman af því þegar ég væri að verða geðveik á pre-teen-inu mínu, þar sem hún myndi segja, ,,já Rannveig mín, svona varst þú’’ og ,,nú skilurðu mig’’, eða hversu mikinn stuðning hún gæti veitt okkur þegar við þurfum að vinna í málum litla spergilsins á heimilinu. Hversu mikið hún hefði gaman af ungu mönnunum okkar sem eru komnir með sína eigin maka, sem koma í mat um helgar og bara hversu sterk fjölskyldan okkar er, hún myndi elska það og væri hluti af því. Ég hef oft vel því fyrir mér hvernig ég geti haldið minningu mömmu minnar á lofti, því ég skil ekki enn í dag hvernig stendur á því að það sé ekki búið að nefna götu eða garð í höfuðið á henni. Ég veit ekki hvort það þurfi enn einn minningarsjóðinn sem tekur fyrir málefnin sem stóðu henni næst, fíkn, geðheilsa og málefni fatlaðra. En einhvern daginn ætla ég að standa fyrir einhverju til minningar um hana. Í dag hefði mamma mín orðið sextug. Samanlagt værum við mæðgur því 100 ára gamlar, mér finnst við hafa verið sviknar um það að geta haldið teiti saman en það hafði hún oft talað um að við ættum að gera. Jæja, svo hún verður ekki með í líffræðilegum skilning, en hún verður með okkur í hjörtunum okkar, þar sem hún verður alltaf geymd, því það er ekki mögulegt að gleyma svona mannveru. Takk fyrir ferðalagið mommiesan. Þín Rebba Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Mamma mín var einstök kona, á svo marga vegu. Hún hafði ýmsa bresti, eins og margt samferðafólk okkar. Þeir gátu verið henni og okkur ástvinum hennar mjög íþyngjandi. Hún barðist við fíkn allt sitt líf en rótin að þeirri baráttu var þunglyndi sem oft á tíðum gat verið lamandi bæði henni og okkur á heimilinu. Sagan hennar mömmu er saga einstakrar konu, svolítið eins og einhvers konar sorgarsaga gyðju. Mamma var ættleidd við fæðingu og mögulega er það fyrsta rofið í hennar lífi. Geðtengslamyndunin varð fyrir hnjaski strax við fæðingu, þrátt fyrir að hún hafi fengið dásamlega og stöðuga foreldra. Hún hefði aldrei verið betur sett hjá blóðmóður sinni, en svona upphaf er samt erfitt nýfæddu barni, sama hversu mikið foreldrar hennar þráðu hana og lögðu sig fram við að veit henni gott líf og gott uppeldi. Hún var með risastórt hjarta og það voru fáir sem gátu látið öðrum líða eins vel með sjálfa sig eins og hún gat gert. Það þekktum við systkinin vel. En hún gat líka meitt, með orðunum og í hennar verstu fíkniköstum var hún ekki mamma mín, heldur einhver ómynd sem ég þekkti ekki. En ég vissi að í kjarnanum hennar var ljósið hennar sem gerði þetta allt þess virði, það var þess virði að standa í baráttunni með henni, styðja hana og þola ástandið. Hún sigraði fíknina reglulega og þrátt fyrir brestina hennar þá hefði ég ekki viljað missa af tímanum með henni, líka þegar ég þekkti hana ekki. Hún var minn lærdómur í lífinu en um leið harkalega lexían. Því lífið er ekki sanngjarnt og það getur bitið þig fast og illilega og það meiðir! Þunglyndi er nefnilega ekkert grín og þótt hún hafi getað sigrast á fíkninni inn á milli, þá var þunglyndið sterkara og aldrei raunverulega unnið í þeirri rót. Samt tókst henni líka að yfirstíga það, að megninu til, á endanum. Þess vegna var svo sárt þegar hún greindist með krabbamein, að heyra hana segja, að loksins þegar hún vildi lifa, þá kæmi þetta verkefni, sem hún svo réð ekki við á endanum. Loksins þegar hún vildi lifa. Þegar hún varð veik brást heilbrigðiskerfið og of seint kom það inn í veikindin hennar. Vegna sögunnar hennar var hún afskrifuð. Hún væri fallin, hún væri í þunglyndiskasti. Þegar við fjölskyldan grátbáðum um hjálp, því hvorugt væri tilfellið, fengum við sama viðmót. Við værum bara í afneitun. Meinið hennar var þess eðlis að ég held ekki að það hefði verið hægt að bjarga henni. En lífsgæðin síðustu árin urðu verri vegna þessa viðmóts og hún þurfti að berjast við fordóma í stað þess að fá læknisaðstoð. Þegar við gengum út frá bráðamóttökunni að morgni gamlársdags 2010, sagði hún ,,ég sagði ykkur það, ég er ekki geðveik!’’ Fyrir henni voru þessar fréttir léttir. Mikill skaði var skeður, bæði hjá kerfinu sem og meðal hennar nánasta umhverfis. Eina sem við gátum gert eftir þetta var að reyna sjá til þess að það sem væri eftir væri tileinkað baráttu við alvarlegan sjúkdóm. Hún ætlaði nefnilega að sigrast á honum. En ég held að við höfum öll vitað að hún átti aldrei séns, það gerði ég a.m.k., þótt ég auðvitað vonaði heitt og innilega að hún myndi sigrast á þessu. Enda var óbærileg tilhugsun að missa hana. Mamma var svakaleg skvísa, hafði verið gullfallegt barn sem einkenndi hana alla hennar ævi. Hún var fallegur unglingur, augnakonfekt sem ung kona og þegar hún varð fimmtug var eins og hún hefði hætt að eldast og jafnvel byrjað að yngjast. Karakterinn var sérstakur, hún var geimvera, eins og góð vinkona hennar, sem nýlega hvarf á braut, kallaði hana. Einkennandi fyrir hana var að geta látið öllum líða vel, dugleg að hrósa, líka fólki sem hún þekkti ekkert. Það er engin furða að kirkjan hafi verið stútfull þegar við kvöddum hana. Ég var ekki búin að áorka neinu sérstöku, þannig lagað séð, í lífinu þegar hún svo dó... ég hafði staulast í gegnum nám, lokið BA gráðu í háskólanum, með engum sérstökum árangri. Ég var móðir og í sambúð með manninum mínum. Þrátt fyrir námið vissi ég ekki enn hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór. En hún var stolt af mér og ég vissi alltaf að hún elskaði mig, elskaði okkur öll! Þessi magnaða kona sem ég kallaði mömmu og sem var fyrsta mannveran sem ég elskaði (og elska enn), var hins vegar sjálf svo lítil í sér að þegar hún átti mig varð ég fljótt fullorðni aðilinn í okkar lífi saman, hún gerði einmitt oft grín að því, hvor okkar væri fullorðin og hvor okkar væri unglingur. Þegar ég fæddist fannst henni svo ótrúlegt að vera mamma mín að það var henni óraunverulegt. Henni fannst hún ekki getað kallað sig mömmu mína, svo hún bjó sér til gælunafnið ,,mommiesan’’, ,,komdu til mommiesan” sagði hún þegar hún tók mig upp eða knúsaði mig eða huggaði. Hún hélt alltaf að hún væri ekki nóg. En hún var nóg. Fyrir mig, systkini mín, börnin mín, manninn sinn og allan herskarann af ástvinum sem hún hafði sankað að sér frá barnæsku, jafnvel frá fæðingu. Ég vildi svo oft geta spjallað við hana um það sem ég er að gera í dag, ég velti fyrir mér hvort hún væri enn stolt af mér, hvenær við værum sammála og hvenær við værum ósammála. En fyrst og fremst þrái ég að ræða við hana um hversdagslífið. Fjölskyldulífið og verkefnin okkar. Ég sé svo oft fyrir mér hversu mikið hún myndi njóta þess að vera með barnabörnunum sínum, einstökum karakterum þeirra sem myndu allir bræða hana. Ég veit nefnilega að hún væri mjög stolt af þeim. Þau áttu líka mjög sérstakt samband við hana, enda engin venjuleg amma, eða hvað er hægt að segja um konu sem kennir barnabörnunum sínum að kalla sig ömmu Norn og galdrar svo fyrir þau í skál? Þau sakna hennar líka alla daga. Hversu mikið hún myndi hafa gaman af því þegar ég væri að verða geðveik á pre-teen-inu mínu, þar sem hún myndi segja, ,,já Rannveig mín, svona varst þú’’ og ,,nú skilurðu mig’’, eða hversu mikinn stuðning hún gæti veitt okkur þegar við þurfum að vinna í málum litla spergilsins á heimilinu. Hversu mikið hún hefði gaman af ungu mönnunum okkar sem eru komnir með sína eigin maka, sem koma í mat um helgar og bara hversu sterk fjölskyldan okkar er, hún myndi elska það og væri hluti af því. Ég hef oft vel því fyrir mér hvernig ég geti haldið minningu mömmu minnar á lofti, því ég skil ekki enn í dag hvernig stendur á því að það sé ekki búið að nefna götu eða garð í höfuðið á henni. Ég veit ekki hvort það þurfi enn einn minningarsjóðinn sem tekur fyrir málefnin sem stóðu henni næst, fíkn, geðheilsa og málefni fatlaðra. En einhvern daginn ætla ég að standa fyrir einhverju til minningar um hana. Í dag hefði mamma mín orðið sextug. Samanlagt værum við mæðgur því 100 ára gamlar, mér finnst við hafa verið sviknar um það að geta haldið teiti saman en það hafði hún oft talað um að við ættum að gera. Jæja, svo hún verður ekki með í líffræðilegum skilning, en hún verður með okkur í hjörtunum okkar, þar sem hún verður alltaf geymd, því það er ekki mögulegt að gleyma svona mannveru. Takk fyrir ferðalagið mommiesan. Þín Rebba
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun