Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2020 22:15 Háskólanemendur í Teheran minnast þeirra sem dóu. Margir þeirra voru einnig nemendur. AP/Ebrahim Noroozi Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að enn eigi eftir að svara mörgum spurningum varðandi flugvélina sem skotin var niður yfir Teheran í Íran á miðvikudaginn. 176 létu lífið og þar af voru 57 frá Kanada. Trudeau sagðist búast við fullri samvinnu Írana varðandi rannsókn á atvikinu og að Kanada fái að koma að þeirri rannsókn. Forsætisráðherrann ræddi við Hassan Rouhani, forseta Íran, í dag og sagði Rouhani að um hræðileg mistök væri að ræða. Yfirvöld Íran viðurkenndu það í morgun að flugvélin hafi verið skotin niður fyrir mistök, þrátt fyrir að hafa í millitíðinni ítrekað staðhæft að engri eldflaug hafi verið skotið á loft. Flugvélin hafi brotlent eftir að eldur hafi kviknað um borð. Embættismenn í Úkraínu segja að Íranar hefðu mögulega aldrei viðurkennt sök ef úkraínskir rannsakendur hefðu ekki fundið ummerki sprengibrota á braki úr flugvélinni. Eldflaugin sem talið er að hafi verið notuð til að skjóta flugvélina niður er hönnuð gegn hraðskreiðum orrustuþotum og til að senda fjölda sprengibrota í átt að skotmörkum sínum, ekki ólíkt haglabyssuskotum, svo erfitt sé að koma orrustuþotunum undan þeim. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, tísti um málið í dag. Þar sagði hann að um mannleg mistök hafi verið að ræða en sökin væri í raun Bandaríkjanna. A sad day. Preliminary conclusions of internal investigation by Armed Forces: Human error at time of crisis caused by US adventurism led to disaster Our profound regrets, apologies and condolences to our people, to the families of all victims, and to other affected nations.— Javad Zarif (@JZarif) January 11, 2020 Var á hefðbundnum stað í hefðbundnu flugi Viðurkenning Írana á því að flugvélin hafi verið skotin niður fyrir slysni hefur vakið upp spurningar um hvernig það hafi gerst. Nokkrar ástæður hafa verið gefnar fyrir voðaskotinu. Ein er að flugvélinni hafi verið flogið nærri „viðkvæmri“ herstöð Byltingarvarða Íran og að stefna hennar og flughæð hafi gerið í skyn að um flugvél óvina væri að ræða. Stefnu hennar hafi verið breytt snögglega. Nokkrum klukkustundum áður höfðu Íranar skotið eldflaugum að herstöðvum í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til, og áttu þeir von á hefndarárásum sem aldrei komu. Gögn um hina stuttu flugferð flugvélarinnar sýna þó að henni var flogið á hefðbundinni leið frá Imam Khomeini flugvellinum í Teheran, á vesturleið, eins og minnst níu öðrum flugvélum hafði verið flogið fyrr um morguninn, samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar. Amir Ali Hajizadeh, íranskur hershöfðingi, viðurkenndi svo seinna meir í dag að stefnu flugvélarinnar hafi ekki verið breytt, eftir að Úkraínumenn mótmæltu þeirri staðhæfingu. Hann sagði hermenn ekki hafa getið haft samskipti við yfirmenn sína og að þeir hafi einungis haft tíu sekúndur til að taka ákvörðun um það hvort flugvélin væri á vegum óvina Íran. Sú ástæða er þó enn ekki í samræmi við það að minnst níu flugvélum hafði verið flogið sömu leið á undanförnum klukkustundum. Flugvélin var á vegum flugfélags frá Úkraínu og voru margir Úkraínumenn um borð. Úkraínskir rannsakendur, sem eru í Íran, hafa gagnrýnt yfirvöld landsins harðlega vegna viðbragða þeirra. Í fyrsta lagi snýr gagnrýnin að því að lofthelgi Íran hafi ekki verið lokað, þar sem forsvarsmenn ríkisins bjuggust við loftárásum og átökum. Gagnrýnin snýr einnig að því að Íranar hafi brotið allar samþykktar reglur varðandi rannsóknir flugslysa. Meðal annars hafi jarðýtur verið notaðar til að safna braki flugvélarinnar saman og þannig hafi sönnunargögn og vísbendingar glatast. Mótmæla yfirvöldum Íran Fjölmenn mótmæli hafa farið fram í Teheran í kvöld þar sem mótmælendur hafa kallað eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins. Að mestu var um háskólanema að ræða og voru mótmælin brotin upp af lögreglu. Ríkissjónvarp Íran sagði boðskap mótmælenda vera „skaðlegan“ og „róttækan“. BREAKING: Public mourning gatherings turn into protests in #Iran. Angry crowds chanting, "Death to the liars."#IranPlaneCrash#UkrainePlaneCrashpic.twitter.com/20jPNia6WJ— Farnaz Fassihi (@farnazfassihi) January 11, 2020 Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Mannleg mistök urðu til þess að vélin var skotin niður af íranska hernum Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að íranski herinn hafi, af misgáningi, skotið niður úkraínsku farþegaflugvélina sem hrapaði í nágrenni Tehran á dögunum. 11. janúar 2020 07:34 Þvertaka enn fyrir að flugvélin hafi orðið fyrir eldflaug Yfirvöld Íran þvertaka enn fyrir að farþegaþota frá Úkraínu hafi verið skotin niður yfir Íran í vikunni. 176 létu lífið þegar flugvélin féll til jarðar skömmu eftir flugtak í Teheran á miðvikudaginn. 10. janúar 2020 15:15 Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að enn eigi eftir að svara mörgum spurningum varðandi flugvélina sem skotin var niður yfir Teheran í Íran á miðvikudaginn. 176 létu lífið og þar af voru 57 frá Kanada. Trudeau sagðist búast við fullri samvinnu Írana varðandi rannsókn á atvikinu og að Kanada fái að koma að þeirri rannsókn. Forsætisráðherrann ræddi við Hassan Rouhani, forseta Íran, í dag og sagði Rouhani að um hræðileg mistök væri að ræða. Yfirvöld Íran viðurkenndu það í morgun að flugvélin hafi verið skotin niður fyrir mistök, þrátt fyrir að hafa í millitíðinni ítrekað staðhæft að engri eldflaug hafi verið skotið á loft. Flugvélin hafi brotlent eftir að eldur hafi kviknað um borð. Embættismenn í Úkraínu segja að Íranar hefðu mögulega aldrei viðurkennt sök ef úkraínskir rannsakendur hefðu ekki fundið ummerki sprengibrota á braki úr flugvélinni. Eldflaugin sem talið er að hafi verið notuð til að skjóta flugvélina niður er hönnuð gegn hraðskreiðum orrustuþotum og til að senda fjölda sprengibrota í átt að skotmörkum sínum, ekki ólíkt haglabyssuskotum, svo erfitt sé að koma orrustuþotunum undan þeim. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, tísti um málið í dag. Þar sagði hann að um mannleg mistök hafi verið að ræða en sökin væri í raun Bandaríkjanna. A sad day. Preliminary conclusions of internal investigation by Armed Forces: Human error at time of crisis caused by US adventurism led to disaster Our profound regrets, apologies and condolences to our people, to the families of all victims, and to other affected nations.— Javad Zarif (@JZarif) January 11, 2020 Var á hefðbundnum stað í hefðbundnu flugi Viðurkenning Írana á því að flugvélin hafi verið skotin niður fyrir slysni hefur vakið upp spurningar um hvernig það hafi gerst. Nokkrar ástæður hafa verið gefnar fyrir voðaskotinu. Ein er að flugvélinni hafi verið flogið nærri „viðkvæmri“ herstöð Byltingarvarða Íran og að stefna hennar og flughæð hafi gerið í skyn að um flugvél óvina væri að ræða. Stefnu hennar hafi verið breytt snögglega. Nokkrum klukkustundum áður höfðu Íranar skotið eldflaugum að herstöðvum í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til, og áttu þeir von á hefndarárásum sem aldrei komu. Gögn um hina stuttu flugferð flugvélarinnar sýna þó að henni var flogið á hefðbundinni leið frá Imam Khomeini flugvellinum í Teheran, á vesturleið, eins og minnst níu öðrum flugvélum hafði verið flogið fyrr um morguninn, samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar. Amir Ali Hajizadeh, íranskur hershöfðingi, viðurkenndi svo seinna meir í dag að stefnu flugvélarinnar hafi ekki verið breytt, eftir að Úkraínumenn mótmæltu þeirri staðhæfingu. Hann sagði hermenn ekki hafa getið haft samskipti við yfirmenn sína og að þeir hafi einungis haft tíu sekúndur til að taka ákvörðun um það hvort flugvélin væri á vegum óvina Íran. Sú ástæða er þó enn ekki í samræmi við það að minnst níu flugvélum hafði verið flogið sömu leið á undanförnum klukkustundum. Flugvélin var á vegum flugfélags frá Úkraínu og voru margir Úkraínumenn um borð. Úkraínskir rannsakendur, sem eru í Íran, hafa gagnrýnt yfirvöld landsins harðlega vegna viðbragða þeirra. Í fyrsta lagi snýr gagnrýnin að því að lofthelgi Íran hafi ekki verið lokað, þar sem forsvarsmenn ríkisins bjuggust við loftárásum og átökum. Gagnrýnin snýr einnig að því að Íranar hafi brotið allar samþykktar reglur varðandi rannsóknir flugslysa. Meðal annars hafi jarðýtur verið notaðar til að safna braki flugvélarinnar saman og þannig hafi sönnunargögn og vísbendingar glatast. Mótmæla yfirvöldum Íran Fjölmenn mótmæli hafa farið fram í Teheran í kvöld þar sem mótmælendur hafa kallað eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins. Að mestu var um háskólanema að ræða og voru mótmælin brotin upp af lögreglu. Ríkissjónvarp Íran sagði boðskap mótmælenda vera „skaðlegan“ og „róttækan“. BREAKING: Public mourning gatherings turn into protests in #Iran. Angry crowds chanting, "Death to the liars."#IranPlaneCrash#UkrainePlaneCrashpic.twitter.com/20jPNia6WJ— Farnaz Fassihi (@farnazfassihi) January 11, 2020
Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Mannleg mistök urðu til þess að vélin var skotin niður af íranska hernum Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að íranski herinn hafi, af misgáningi, skotið niður úkraínsku farþegaflugvélina sem hrapaði í nágrenni Tehran á dögunum. 11. janúar 2020 07:34 Þvertaka enn fyrir að flugvélin hafi orðið fyrir eldflaug Yfirvöld Íran þvertaka enn fyrir að farþegaþota frá Úkraínu hafi verið skotin niður yfir Íran í vikunni. 176 létu lífið þegar flugvélin féll til jarðar skömmu eftir flugtak í Teheran á miðvikudaginn. 10. janúar 2020 15:15 Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Mannleg mistök urðu til þess að vélin var skotin niður af íranska hernum Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að íranski herinn hafi, af misgáningi, skotið niður úkraínsku farþegaflugvélina sem hrapaði í nágrenni Tehran á dögunum. 11. janúar 2020 07:34
Þvertaka enn fyrir að flugvélin hafi orðið fyrir eldflaug Yfirvöld Íran þvertaka enn fyrir að farþegaþota frá Úkraínu hafi verið skotin niður yfir Íran í vikunni. 176 létu lífið þegar flugvélin féll til jarðar skömmu eftir flugtak í Teheran á miðvikudaginn. 10. janúar 2020 15:15
Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54