Seðlabankinn braut jafnréttislög við ráðningu upplýsingafulltrúa Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2020 22:07 Stefán Rafn var ráðinn upplýsingafulltrúi í júní síðastliðnum. Gunnhildur Arna kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála. Vísir Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, dagskrárgerðarmaður á Rás 2 og blaðamaður á Læknablaðinu, kærði ráðninguna en RÚV greindi fyrst frá. Þetta er í þriðja sinn sem Seðlabankinn hefur gerst sekur um að brjóta jafnréttislög frá árinu 2012. Stefán Rafn var ráðinn í stöðuna í júní síðastliðnum en hann starfaði þá sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 51 sótti um starfið en fram kemur í úrskurði nefndarinnar að nægar líkur hafa verið leiddar að því að kæranda hafi verið mismunað á grundvelli kyns. „Telur nefndin að fyrir liggi að kærandi hafi staðið umræddum karli framar varðandi fyrstu tvær hæfniskröfurnar í ráðningarferlinu, þ.e. annars vegar menntun og hins vegar reynslu af kynningarstarfi og fjölmiðlun.“ Ekki tekist að sýna fram á að Stefán hafi staðið Gunnhildi framar Þá segir að Seðlabankanum hafi ekki tekist að sýna fram á að Stefán hafi staðið Gunnhildi framar varðandi næstu tvær hæfniskröfur „þ.e. varðandi tungumálakunnáttu og þekkingu á efnahags- og peningamálum og fjármálamörkuðum, en hvoru tveggja eru þættir sem unnt er að meta með fremur hlutlægum hætti.“ Telur nefndin að þau sjónarmið sem Seðlabankinn hafi dregið fram í málinu sýni ekki fram á að Stefán hafi staðið Gunnhildi framar við ráðninguna. „Að öllu framangreindu virtu hefur kærði ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starf upplýsingafulltrúa.“ Segir kæruna tilefnislausa Fram kemur í úrskurðinum að Seðlabankinn telji kæruna tilefnislausa og að honum hafi verið frjálst að velja þann einstakling sem metinn hafi verið hæfastur á grundvelli viðmiða í auglýsingu. Bankinn segir jafnframt að heildstætt mat hafi verið gert á umsækjendum og mjög vandað ferli farið fram við ráðninguna. Úrskurðað var í málinu þann 17. desember síðastliðinn. Kærunefndin hafnaði kröfu Gunnhildar um að Seðlabankanum bæri að greiða málskostnað hennar í ljósi þess að ekki liggi fyrir hvort að hún hafi orðið fyrir kostnaði vegna málsins. Jafnréttismál Seðlabankinn Tengdar fréttir Þessi sóttu um starf upplýsingafulltrúa Seðlabankans Alls sótti 51 um stöðuna en tveir drógu umsókn sína til baka áður en ráðið var í starfið. 11. júní 2019 17:15 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, dagskrárgerðarmaður á Rás 2 og blaðamaður á Læknablaðinu, kærði ráðninguna en RÚV greindi fyrst frá. Þetta er í þriðja sinn sem Seðlabankinn hefur gerst sekur um að brjóta jafnréttislög frá árinu 2012. Stefán Rafn var ráðinn í stöðuna í júní síðastliðnum en hann starfaði þá sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 51 sótti um starfið en fram kemur í úrskurði nefndarinnar að nægar líkur hafa verið leiddar að því að kæranda hafi verið mismunað á grundvelli kyns. „Telur nefndin að fyrir liggi að kærandi hafi staðið umræddum karli framar varðandi fyrstu tvær hæfniskröfurnar í ráðningarferlinu, þ.e. annars vegar menntun og hins vegar reynslu af kynningarstarfi og fjölmiðlun.“ Ekki tekist að sýna fram á að Stefán hafi staðið Gunnhildi framar Þá segir að Seðlabankanum hafi ekki tekist að sýna fram á að Stefán hafi staðið Gunnhildi framar varðandi næstu tvær hæfniskröfur „þ.e. varðandi tungumálakunnáttu og þekkingu á efnahags- og peningamálum og fjármálamörkuðum, en hvoru tveggja eru þættir sem unnt er að meta með fremur hlutlægum hætti.“ Telur nefndin að þau sjónarmið sem Seðlabankinn hafi dregið fram í málinu sýni ekki fram á að Stefán hafi staðið Gunnhildi framar við ráðninguna. „Að öllu framangreindu virtu hefur kærði ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starf upplýsingafulltrúa.“ Segir kæruna tilefnislausa Fram kemur í úrskurðinum að Seðlabankinn telji kæruna tilefnislausa og að honum hafi verið frjálst að velja þann einstakling sem metinn hafi verið hæfastur á grundvelli viðmiða í auglýsingu. Bankinn segir jafnframt að heildstætt mat hafi verið gert á umsækjendum og mjög vandað ferli farið fram við ráðninguna. Úrskurðað var í málinu þann 17. desember síðastliðinn. Kærunefndin hafnaði kröfu Gunnhildar um að Seðlabankanum bæri að greiða málskostnað hennar í ljósi þess að ekki liggi fyrir hvort að hún hafi orðið fyrir kostnaði vegna málsins.
Jafnréttismál Seðlabankinn Tengdar fréttir Þessi sóttu um starf upplýsingafulltrúa Seðlabankans Alls sótti 51 um stöðuna en tveir drógu umsókn sína til baka áður en ráðið var í starfið. 11. júní 2019 17:15 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Þessi sóttu um starf upplýsingafulltrúa Seðlabankans Alls sótti 51 um stöðuna en tveir drógu umsókn sína til baka áður en ráðið var í starfið. 11. júní 2019 17:15