Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Kristján Már Unnarsson skrifar 14. janúar 2020 21:30 Bæirnir Kollavík og Borgir eru við Kollavíkurvatn. Grafík/Hafsteinn Þórðarson, Stöð 2. Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar sveitabæja við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir og óttast um silungsveiði í vatninu. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Stöðuvatnið kallast Kollavíkurvatn og er miðja vegu milli Raufarhafnar og Þórshafnar, inn af Kollavík. Í víkinni eru tveir bæir, Kollavík og Borgir. Á kortinu fyrir ofan sést hvernig sjávarkambur sem kallast Möl hefur girt víkina frá Þistilfirði og myndað stöðuvatn fyrir innan, en vatnið hefur verið rómað fyrir silungsveiði. Hér sést hvernig sjávarkamburinn, sem kallast Möl, girðir Kollavíkurvatn frá Þistilfirði, en myndin var tekin fyrir þremur árum ofan af Viðarfjalli.Mynd/Christopher Taylor. Svarthvít ljósmynd, sem Christopher Taylor tók fyrir þremur árum, sýnir vel hvernig Mölin lokaði af Kollavíkurvatn fyrir innan. En núna óttast bændurnir að silungsveiðin sé fyrir bí eftir að brimið rauf stórt skarð í Mölina í illviðrinu þann 10. desember og breytti stöðuvatninu í sjávarlón. Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, sem tók ljósmyndina hér fyrir neðan á dögunum, segir vatnið núna orðið brimsalt. Myndin sýnir hvar aldan brotnar í skarðinu.Mynd/Vigdís Sigurðardóttir, Borgum. Skarðið var fyrst á eftir talið fimmtíu til eitthundrað metra breitt. Jakobína Ketilsdóttir, bóndi í Kollavík, segir að skarðið hafi síðan stækkað. Þegar menn skoðuðu það í dag hafi menn áætlað það allt að tvöhundruð metra breitt. Kollavík og Kollavíkurvatn. Bærinn Borgir og Viðarfjall til hægri. Fjær sést yfir Þistilfjörð í Gunnólfsvíkurfjall og Þórshöfn.Mynd/Álfhildur Eiríksdóttir. Húsfreyjurnar líkja þessu við náttúruhamfarir en Eiríkur Kristjánsson, bóndi í Borgum og eiginmaður Vigdísar, segir að þarna gæti kannski komið góð höfn í staðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Óveður 10. og 11. desember 2019 Svalbarðshreppur Veður Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar sveitabæja við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir og óttast um silungsveiði í vatninu. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Stöðuvatnið kallast Kollavíkurvatn og er miðja vegu milli Raufarhafnar og Þórshafnar, inn af Kollavík. Í víkinni eru tveir bæir, Kollavík og Borgir. Á kortinu fyrir ofan sést hvernig sjávarkambur sem kallast Möl hefur girt víkina frá Þistilfirði og myndað stöðuvatn fyrir innan, en vatnið hefur verið rómað fyrir silungsveiði. Hér sést hvernig sjávarkamburinn, sem kallast Möl, girðir Kollavíkurvatn frá Þistilfirði, en myndin var tekin fyrir þremur árum ofan af Viðarfjalli.Mynd/Christopher Taylor. Svarthvít ljósmynd, sem Christopher Taylor tók fyrir þremur árum, sýnir vel hvernig Mölin lokaði af Kollavíkurvatn fyrir innan. En núna óttast bændurnir að silungsveiðin sé fyrir bí eftir að brimið rauf stórt skarð í Mölina í illviðrinu þann 10. desember og breytti stöðuvatninu í sjávarlón. Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, sem tók ljósmyndina hér fyrir neðan á dögunum, segir vatnið núna orðið brimsalt. Myndin sýnir hvar aldan brotnar í skarðinu.Mynd/Vigdís Sigurðardóttir, Borgum. Skarðið var fyrst á eftir talið fimmtíu til eitthundrað metra breitt. Jakobína Ketilsdóttir, bóndi í Kollavík, segir að skarðið hafi síðan stækkað. Þegar menn skoðuðu það í dag hafi menn áætlað það allt að tvöhundruð metra breitt. Kollavík og Kollavíkurvatn. Bærinn Borgir og Viðarfjall til hægri. Fjær sést yfir Þistilfjörð í Gunnólfsvíkurfjall og Þórshöfn.Mynd/Álfhildur Eiríksdóttir. Húsfreyjurnar líkja þessu við náttúruhamfarir en Eiríkur Kristjánsson, bóndi í Borgum og eiginmaður Vigdísar, segir að þarna gæti kannski komið góð höfn í staðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Óveður 10. og 11. desember 2019 Svalbarðshreppur Veður Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira