Hætt'essu bara Friðrik Agni Árnason skrifar 16. janúar 2020 08:00 Það er sagt að maður skuli bera virðingu fyrir þeim sem eldri eru. Ég man sem unglingur að hafa dregið það oft í efa. Sérstaklega þegar mér fannst eldra fólk einstaklega dónalegt og dómhart þá skyldi ég ekki alveg af hverju það fólk ætti frekar virðingu mína skilið en einhver annar. Á maður bara að bera virðingu fyrir aldri fólks? Ég trúði og trúi því enn að virðing verði að vera gagnkvæm. Ég virði þig og þú virðir mig, skilyrðislaust. Stundum er samt augljóst þegar einhver hreinlega veit betur því hann/hún hefur lifað tímana tvenna. Góðar ömmur eru gott dæmi. Ég treysti ömmum. Ég þekki ömmu sem algerlega að henni óaðvitandi hefur dreift lífsleikni sinni víða út af mér. Því ég tala svo mikið við vini mína. Og með þessum skrifum hugsanlega enn víðar. Kvíði, kulnun og þunglyndi hrjáir okkar nútímasamfélag og ráðin liggja á hverju strái. Jákvæð sálfræði, Oprah, núvitund og hugleiðsla hefur t.a.m. sennilega aldrei verið meira stunduð en nú til að vinna á þessum andlegu meinum. Góða og lifaða amman getur ómögulega skilið af hverju það er verið að hafa svona miklar áhyggjur af öllu alltaf hreint. HVERJU ÞARFT ÞÚ AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF? Það er til mun auðveldari leið en að lesa bók um nýaldarheimspeki eða hlusta á endalaus hlaðvörp um hvernig þú verður besta útgáfan af sjálfum/ri þér. Við öllum þessum áhyggjum segir krullu amma: HÆTT´ESSU BARA, JÁ BARA STEIN HÆTT´ESSU. Þar höfum við lausnina kæru samlandar. Þótt ótrúlegt sé að þá virka þessi ömmu orð samt eins og svona kjaftshögg. Þegar niðurrifið sækir á hugann og neikvæðu raddirnar eru að ná yfirtökum þá getur amman bankað upp á og hellt þessum viskubrunni yfir þig. Það fyndna er er að ég veit að fólk í kringum mig hefur í alvörunni tekið ömmuna á sig þegar illa stendur á í huga þeirra. OG ÞAÐ VIRKAR. Það sem þessi ákveðnu, reiðu orð ömmunnar gera er nefnilega að færa mann út fyrir kollinn aðeins og spyrja sjálfan sig af hverju maður sé að hafa svona miklar áhyggjur, svona án gríns. Amman hleypir líka smá húmor inn í erfiða stund. Hún bara skilur ekkert í þér að vera í þessu volæði alltaf hreint. Hún hefur nú lifað í gegnum stríðsraunir og er bara að slaka á og prjóna en ekki velta sér upp úr; hvað ef hún hefði eða hvað ef hún ætti. Hættum´essu bara. Hættum að dæma okkur. Hættum að dæma aðra. Hættum að hafa áhyggjur af fortíðinni og framtíðinni þegar allt sem við höfum er þessi andardráttur. Já bara STEINHÆTTUM´ESSU. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það er sagt að maður skuli bera virðingu fyrir þeim sem eldri eru. Ég man sem unglingur að hafa dregið það oft í efa. Sérstaklega þegar mér fannst eldra fólk einstaklega dónalegt og dómhart þá skyldi ég ekki alveg af hverju það fólk ætti frekar virðingu mína skilið en einhver annar. Á maður bara að bera virðingu fyrir aldri fólks? Ég trúði og trúi því enn að virðing verði að vera gagnkvæm. Ég virði þig og þú virðir mig, skilyrðislaust. Stundum er samt augljóst þegar einhver hreinlega veit betur því hann/hún hefur lifað tímana tvenna. Góðar ömmur eru gott dæmi. Ég treysti ömmum. Ég þekki ömmu sem algerlega að henni óaðvitandi hefur dreift lífsleikni sinni víða út af mér. Því ég tala svo mikið við vini mína. Og með þessum skrifum hugsanlega enn víðar. Kvíði, kulnun og þunglyndi hrjáir okkar nútímasamfélag og ráðin liggja á hverju strái. Jákvæð sálfræði, Oprah, núvitund og hugleiðsla hefur t.a.m. sennilega aldrei verið meira stunduð en nú til að vinna á þessum andlegu meinum. Góða og lifaða amman getur ómögulega skilið af hverju það er verið að hafa svona miklar áhyggjur af öllu alltaf hreint. HVERJU ÞARFT ÞÚ AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF? Það er til mun auðveldari leið en að lesa bók um nýaldarheimspeki eða hlusta á endalaus hlaðvörp um hvernig þú verður besta útgáfan af sjálfum/ri þér. Við öllum þessum áhyggjum segir krullu amma: HÆTT´ESSU BARA, JÁ BARA STEIN HÆTT´ESSU. Þar höfum við lausnina kæru samlandar. Þótt ótrúlegt sé að þá virka þessi ömmu orð samt eins og svona kjaftshögg. Þegar niðurrifið sækir á hugann og neikvæðu raddirnar eru að ná yfirtökum þá getur amman bankað upp á og hellt þessum viskubrunni yfir þig. Það fyndna er er að ég veit að fólk í kringum mig hefur í alvörunni tekið ömmuna á sig þegar illa stendur á í huga þeirra. OG ÞAÐ VIRKAR. Það sem þessi ákveðnu, reiðu orð ömmunnar gera er nefnilega að færa mann út fyrir kollinn aðeins og spyrja sjálfan sig af hverju maður sé að hafa svona miklar áhyggjur, svona án gríns. Amman hleypir líka smá húmor inn í erfiða stund. Hún bara skilur ekkert í þér að vera í þessu volæði alltaf hreint. Hún hefur nú lifað í gegnum stríðsraunir og er bara að slaka á og prjóna en ekki velta sér upp úr; hvað ef hún hefði eða hvað ef hún ætti. Hættum´essu bara. Hættum að dæma okkur. Hættum að dæma aðra. Hættum að hafa áhyggjur af fortíðinni og framtíðinni þegar allt sem við höfum er þessi andardráttur. Já bara STEINHÆTTUM´ESSU.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun