Lam hótar mótmælendum í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2020 10:18 Carrie Lam flutti fyrstu ræðu sína á þingi Hong Kong í morgun. AP/Vincent Yu Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, segir að „eitt ríki, tvö kerfi“ gæti verið við lýði löngu eftir að það rennur formlega út árið 2047. Eingöngu þó ef ungt fólk Hong Kong skemmir það ekki með „tímabundnum misskilningi“. Hún sagði að ungir mótmælendur gætu sjálfir leitt til enda samkomulagsins með aðgerðum sínum og mótmælum. Umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir í Hong Kong um mánaða skeið og segja mótmælendur yfirvöld í Peking grafa undan lýðræði þeirra og samkomulaginu við Breta. Eitt ríki, tvö kerfi var forlega sett á þegar Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong árið 1997. Það átti að tryggja lýðræðisleg réttindi íbúa svæðisins í minnst 50 ár. Yfirvöld Kína segjast ekki vera að grafa undan lýðræði Hong Kong og saka Vesturveldin um að ýta undir mótmælin. Mótmælin hófust í kjölfar þess að Lam ætlaði að ná frumvarpi í gegnum þing Hong Kong sem hefði gert yfirvöldum þar kleift að framselja hvern sem er til meginlands Kína, án dóms og laga. Þau stækkuðu og breyttust síðar í mótmæli fyrir almennum lýðræðisbótum og gegn hörku lögreglunnar. Lögregluþjónn sprautar piparúða á mótmælanda.AP/Andy Wong Hafnaði fregnum um hörku lögreglu Lam hélt sína fyrstu ræðu ársins á þingi Hong Kong í morgun. Samkvæmt frétt Reuters sagði hún að til þess að viðhalda „tvö kerfi“-hluta samkomulagsins við Breta þyrfti að virða og halda við „eitt ríki“-hlutanum. „Sá atburður sem þau óttast í dag, gæti komið til vegna þeirra eigin aðgerða,“ sagði Lam. Þannig gaf hún í skyn að ef mótmælin haldi áfram óbreytt muni yfirvöld Kína brjóta þau á bak aftur og rifta „eitt ríki, tvö kerfi“. Hún hafnaði einnig alfarið að lögreglan í Hong Kong hefði komið fram við mótmælendur af hörku og sagði að þess í stað hefði lögreglan orðið fyrir rógsherferð sem ætlað væri að grafa undan getu lögregluþjóna til að sinna skyldum sínum. „Ef enginn var að brjóta lögin, af hverju ætti lögreglan þá að vera að framfylgja lögunum,“ sagði Lam. Hún sagði mótmælin hafa leitt af sér „sláandi“ ofbeldi og eyðileggingu. Þar að auki hafi ónákvæmur fréttaflutningur og falsfréttir skaðað orðspor Hong Kong. Hópur þingmanna kallaði að Lam á meðan hún flutti ræðu sína og var hún meðal annars kölluð „gagnslaus“. Einhverjir sögðu ofbeldið vera til komið vegna hörku lögreglunnar og ein þingkona sagði Lam vera lygara. Henni var svo vísað úr salnum auk tíu annarra þingmanna. Hér má sjá útskýringu South China Morning Post á því hvað „eitt ríki, tvö kerfi“ er í rauninni. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Undirritar lög til stuðnings lýðræðissinnum í Hong Kong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning. 28. nóvember 2019 07:15 Kínversk stjórnvöld styðja Carrie Lam enn Miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins lýsti í dag yfir stuðningi við stjórnvöld í Hong Kong eftir að stjórnarandstaðan á þessu sjálfsstjórnarsvæði vann stórsigur í kosningum. 25. nóvember 2019 19:00 Hundruð mótmælenda handtekin í Hong Kong á nýársdag Skipuleggjendur gagnrýna lögreglu fyrir að hafa gefið mótmælendum skamman tíma að láta sig hverfa áður en byrjað var að handtaka fólk. 2. janúar 2020 11:33 Segir kostnaðarsamara fyrir Kínverja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna "Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ 25. nóvember 2019 23:30 Grímubann í Hong Kong brýtur gegn stjórnarskrá Æðsti dómstóllinn í Hong Kong hefur dæmt að grímubannið sem stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu komu á í síðasta mánuði brjóti í bága við stjórnarskrá svæðisins. 18. nóvember 2019 13:11 Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59 Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, segir að „eitt ríki, tvö kerfi“ gæti verið við lýði löngu eftir að það rennur formlega út árið 2047. Eingöngu þó ef ungt fólk Hong Kong skemmir það ekki með „tímabundnum misskilningi“. Hún sagði að ungir mótmælendur gætu sjálfir leitt til enda samkomulagsins með aðgerðum sínum og mótmælum. Umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir í Hong Kong um mánaða skeið og segja mótmælendur yfirvöld í Peking grafa undan lýðræði þeirra og samkomulaginu við Breta. Eitt ríki, tvö kerfi var forlega sett á þegar Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong árið 1997. Það átti að tryggja lýðræðisleg réttindi íbúa svæðisins í minnst 50 ár. Yfirvöld Kína segjast ekki vera að grafa undan lýðræði Hong Kong og saka Vesturveldin um að ýta undir mótmælin. Mótmælin hófust í kjölfar þess að Lam ætlaði að ná frumvarpi í gegnum þing Hong Kong sem hefði gert yfirvöldum þar kleift að framselja hvern sem er til meginlands Kína, án dóms og laga. Þau stækkuðu og breyttust síðar í mótmæli fyrir almennum lýðræðisbótum og gegn hörku lögreglunnar. Lögregluþjónn sprautar piparúða á mótmælanda.AP/Andy Wong Hafnaði fregnum um hörku lögreglu Lam hélt sína fyrstu ræðu ársins á þingi Hong Kong í morgun. Samkvæmt frétt Reuters sagði hún að til þess að viðhalda „tvö kerfi“-hluta samkomulagsins við Breta þyrfti að virða og halda við „eitt ríki“-hlutanum. „Sá atburður sem þau óttast í dag, gæti komið til vegna þeirra eigin aðgerða,“ sagði Lam. Þannig gaf hún í skyn að ef mótmælin haldi áfram óbreytt muni yfirvöld Kína brjóta þau á bak aftur og rifta „eitt ríki, tvö kerfi“. Hún hafnaði einnig alfarið að lögreglan í Hong Kong hefði komið fram við mótmælendur af hörku og sagði að þess í stað hefði lögreglan orðið fyrir rógsherferð sem ætlað væri að grafa undan getu lögregluþjóna til að sinna skyldum sínum. „Ef enginn var að brjóta lögin, af hverju ætti lögreglan þá að vera að framfylgja lögunum,“ sagði Lam. Hún sagði mótmælin hafa leitt af sér „sláandi“ ofbeldi og eyðileggingu. Þar að auki hafi ónákvæmur fréttaflutningur og falsfréttir skaðað orðspor Hong Kong. Hópur þingmanna kallaði að Lam á meðan hún flutti ræðu sína og var hún meðal annars kölluð „gagnslaus“. Einhverjir sögðu ofbeldið vera til komið vegna hörku lögreglunnar og ein þingkona sagði Lam vera lygara. Henni var svo vísað úr salnum auk tíu annarra þingmanna. Hér má sjá útskýringu South China Morning Post á því hvað „eitt ríki, tvö kerfi“ er í rauninni.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Undirritar lög til stuðnings lýðræðissinnum í Hong Kong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning. 28. nóvember 2019 07:15 Kínversk stjórnvöld styðja Carrie Lam enn Miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins lýsti í dag yfir stuðningi við stjórnvöld í Hong Kong eftir að stjórnarandstaðan á þessu sjálfsstjórnarsvæði vann stórsigur í kosningum. 25. nóvember 2019 19:00 Hundruð mótmælenda handtekin í Hong Kong á nýársdag Skipuleggjendur gagnrýna lögreglu fyrir að hafa gefið mótmælendum skamman tíma að láta sig hverfa áður en byrjað var að handtaka fólk. 2. janúar 2020 11:33 Segir kostnaðarsamara fyrir Kínverja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna "Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ 25. nóvember 2019 23:30 Grímubann í Hong Kong brýtur gegn stjórnarskrá Æðsti dómstóllinn í Hong Kong hefur dæmt að grímubannið sem stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu komu á í síðasta mánuði brjóti í bága við stjórnarskrá svæðisins. 18. nóvember 2019 13:11 Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59 Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Undirritar lög til stuðnings lýðræðissinnum í Hong Kong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning. 28. nóvember 2019 07:15
Kínversk stjórnvöld styðja Carrie Lam enn Miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins lýsti í dag yfir stuðningi við stjórnvöld í Hong Kong eftir að stjórnarandstaðan á þessu sjálfsstjórnarsvæði vann stórsigur í kosningum. 25. nóvember 2019 19:00
Hundruð mótmælenda handtekin í Hong Kong á nýársdag Skipuleggjendur gagnrýna lögreglu fyrir að hafa gefið mótmælendum skamman tíma að láta sig hverfa áður en byrjað var að handtaka fólk. 2. janúar 2020 11:33
Segir kostnaðarsamara fyrir Kínverja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna "Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ 25. nóvember 2019 23:30
Grímubann í Hong Kong brýtur gegn stjórnarskrá Æðsti dómstóllinn í Hong Kong hefur dæmt að grímubannið sem stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu komu á í síðasta mánuði brjóti í bága við stjórnarskrá svæðisins. 18. nóvember 2019 13:11
Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59
Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51