Hvað er sálrænn stuðningur? Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Brynhildur Bolladóttir skrifar 16. janúar 2020 16:02 Í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri og í Súgandafirði, rétt eins og annarra alvarlegra atburða, hefur mikið verið rætt um sálrænan stuðning. Sálrænn stuðningur er yfirheiti yfir aðstoð sem veitt er í kjölfar alvarlegra atburða. Einn partur af sálrænum stuðningi er áfallahjálp en sálrænn stuðningur er ekki aðeins veittur eftir áföll samkvæmt fræðilegri skilgreiningu þess orðs. Sálrænn stuðningur felst ekki síst í stuðningi frá samfélaginu og í því að ræða saman. Þannig eru fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins oft góður vettvangur fyrir fólk til að safnast saman og spjalla um líðan sína. Seigla, samstaða og samhugur fleyta fólki oft langt eftir alvarlega atburði. Innan sveitarfélaga eru stuðningskerfi til að mæta þörfum íbúa og oft er bætt í slíkan stuðning í kjölfar alvarlegra atburða sem þessa. Sálrænan stuðning mætti stundum kalla sálræna skyndihjálp. Það er ekki alltaf fagfólk sem veitir stuðninginn, rétt eins og þegar skyndihjálp er veitt. Sérþjálfaðir sjálfboðaliðar Rauða krossins ræða við fólk og gefa fólki mynd af því við hverju má búast næstu daga og vikur, enda getur vanlíðan komið fram síðar. Sumir þurfa á meiri eftirfylgni að halda en öðrum dugar samvera og samtal. Það er alveg ljóst að sálrænn stuðningur er ekki töfralausn við vanlíðan í kjölfar alvarlegra atburða en rannsóknir hafa sýnt að slíkur stuðningur gagnast mörgum til þess að vinna úr vanlíðan og áföllum. Ekki allir sem lenda í alvarlegum aðstæðum upplifa það sem áfall þó vissulega hrikti í og fólk finni fyrir alls konar tilfinningum í kjölfarið sem er eðlilegt í óeðlilegum aðstæðum. Margir þættir spila þar inn auk þess sem viðbrögðin breytast og geta sveiflast nokkuð fyrstu dagana. Það er eðlilegt að upplifa ótta, sorg og hjálparleysi eftir alvarlega atburði og ekki síst eftir atburði sem eru jafn greiptir í þjóðarsálina og snjóflóðin á Súðavík og Flateyri 25 árum síðan. Mælt er með því að leita sér sérfræðiaðstoðar ef streita og sterkar tilfinningar dofna ekki á næstu 4-6 vikum og ef fólk upplifir tilfinningalegt ójafnvægi, spennu, tómleika og örmögnun, ef fólk sefur illa og fær martraðir. Slík vanlíðan getur haft neikvæð áhrif á samskipti og stuðlað að einangrun. Það mikilvægasta sem við getum gert er að vera í samvistum með fjölskyldu, vinum og félögum sem geta stutt okkur, hitta aðra sem hafa upplifað sömu atburði og hugsa vel um svefn, næringu og hreyfingu. Rétt er að minna á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallið sem eru opin allan sólarhringinn. Þar er hægt að fá beinan stuðning og upplýsingar um hvert sé best að leita. Hjá Hjálparsímanum ríkir fullur trúnaður og nafnleynd. Hugum að náunganum og veitum hvort öðru sálrænan stuðning.Elfa Dögg S. Leifsdóttir er sálfræðingur Rauða krossins. Brynhildur Bolladóttir er upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Brynhildur Bolladóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri og í Súgandafirði, rétt eins og annarra alvarlegra atburða, hefur mikið verið rætt um sálrænan stuðning. Sálrænn stuðningur er yfirheiti yfir aðstoð sem veitt er í kjölfar alvarlegra atburða. Einn partur af sálrænum stuðningi er áfallahjálp en sálrænn stuðningur er ekki aðeins veittur eftir áföll samkvæmt fræðilegri skilgreiningu þess orðs. Sálrænn stuðningur felst ekki síst í stuðningi frá samfélaginu og í því að ræða saman. Þannig eru fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins oft góður vettvangur fyrir fólk til að safnast saman og spjalla um líðan sína. Seigla, samstaða og samhugur fleyta fólki oft langt eftir alvarlega atburði. Innan sveitarfélaga eru stuðningskerfi til að mæta þörfum íbúa og oft er bætt í slíkan stuðning í kjölfar alvarlegra atburða sem þessa. Sálrænan stuðning mætti stundum kalla sálræna skyndihjálp. Það er ekki alltaf fagfólk sem veitir stuðninginn, rétt eins og þegar skyndihjálp er veitt. Sérþjálfaðir sjálfboðaliðar Rauða krossins ræða við fólk og gefa fólki mynd af því við hverju má búast næstu daga og vikur, enda getur vanlíðan komið fram síðar. Sumir þurfa á meiri eftirfylgni að halda en öðrum dugar samvera og samtal. Það er alveg ljóst að sálrænn stuðningur er ekki töfralausn við vanlíðan í kjölfar alvarlegra atburða en rannsóknir hafa sýnt að slíkur stuðningur gagnast mörgum til þess að vinna úr vanlíðan og áföllum. Ekki allir sem lenda í alvarlegum aðstæðum upplifa það sem áfall þó vissulega hrikti í og fólk finni fyrir alls konar tilfinningum í kjölfarið sem er eðlilegt í óeðlilegum aðstæðum. Margir þættir spila þar inn auk þess sem viðbrögðin breytast og geta sveiflast nokkuð fyrstu dagana. Það er eðlilegt að upplifa ótta, sorg og hjálparleysi eftir alvarlega atburði og ekki síst eftir atburði sem eru jafn greiptir í þjóðarsálina og snjóflóðin á Súðavík og Flateyri 25 árum síðan. Mælt er með því að leita sér sérfræðiaðstoðar ef streita og sterkar tilfinningar dofna ekki á næstu 4-6 vikum og ef fólk upplifir tilfinningalegt ójafnvægi, spennu, tómleika og örmögnun, ef fólk sefur illa og fær martraðir. Slík vanlíðan getur haft neikvæð áhrif á samskipti og stuðlað að einangrun. Það mikilvægasta sem við getum gert er að vera í samvistum með fjölskyldu, vinum og félögum sem geta stutt okkur, hitta aðra sem hafa upplifað sömu atburði og hugsa vel um svefn, næringu og hreyfingu. Rétt er að minna á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallið sem eru opin allan sólarhringinn. Þar er hægt að fá beinan stuðning og upplýsingar um hvert sé best að leita. Hjá Hjálparsímanum ríkir fullur trúnaður og nafnleynd. Hugum að náunganum og veitum hvort öðru sálrænan stuðning.Elfa Dögg S. Leifsdóttir er sálfræðingur Rauða krossins. Brynhildur Bolladóttir er upplýsingafulltrúi Rauða krossins.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar