Sendir leikmenn Liverpool í frí frekar en æfingaferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 11:30 Jürgen Klopp með fyrirliðanum Jordan Henderson. Getty/Jon Bromley Það verður nóg að gera hjá Liverpool liðinu síðustu mánuði tímabilsins enda liðið líklegt til afreka bæði í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur verið að reyna að stýra álaginu á liðinu sem var ekki auðvelt í öllu leikjaálaginu í jólamánuðinum þar sem heimsmeistarakeppni félagsliða og ferðalag til Katar bættist ofan á alla aðra leiki. Framundan er hins vegar smá frí nú þegar enska úrvalsdeildinni tekur sér í fyrsta sinn svokallað vetrarhlé þar sem liðin fá tækifæri til að hlaða batteríin fyrir lokakafla tímabilsins. Flest liðanna ætla sér að komast í sól og hita sunnar á hnettinum og fara með leikmenn sína í stuttar æfingabúðir en Klopp hefur önnur plön samkvæmt frétt í Evening Standard. #LFC not heading on their usual warm-weather training camp in February despite the introduction of a winter break. Instead, Jurgen Klopp will give his players a well-deserved week off - if they avoid an FA Cup replay against Shrewsbury, that is.https://t.co/PwcxbXjM6W— David Lynch (@LynchStandard) January 16, 2020 Liverpool fær tveggja vikna frí eftir leik sinn á móti Southampton á Anfield 1. febrúar næstkomandi. Næsti deildarleikur er síðan ekki fyrr en á móti Norwich City 15. febrúar. Klopp hefur verið vanur að fara með Liverpool liðið í stuttar æfingaferðir til Spánar síðustu ár en nú vill hann fara aðra leið. Liverpool fór til La Manga árið 2017 en hefur undanfarin tvö ár æft á Marbella. Klopp ætlar samkvæmt heimildum Evening Standard að gefa sínum leikmönnum eina viku í frí frá æfingum þar sem þá fá tækifæri til að safna orku og ferskleika fyrir framhaldið. Þetta eru verðlaun fyrir frábæra framgöngu liðsins til þessa á tímabilinu. Það gæti reyndar eitt haft áhrif á þetta tveggja vikna frí. Fari svo að Liverpool þurfi að spila aukaleik á móti Shrewsbury Town í enska bikarnum þá fer sá leikur fram 5. febrúar og styttir því um leið þetta vetrarfrí Liverpool manna. Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira
Það verður nóg að gera hjá Liverpool liðinu síðustu mánuði tímabilsins enda liðið líklegt til afreka bæði í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur verið að reyna að stýra álaginu á liðinu sem var ekki auðvelt í öllu leikjaálaginu í jólamánuðinum þar sem heimsmeistarakeppni félagsliða og ferðalag til Katar bættist ofan á alla aðra leiki. Framundan er hins vegar smá frí nú þegar enska úrvalsdeildinni tekur sér í fyrsta sinn svokallað vetrarhlé þar sem liðin fá tækifæri til að hlaða batteríin fyrir lokakafla tímabilsins. Flest liðanna ætla sér að komast í sól og hita sunnar á hnettinum og fara með leikmenn sína í stuttar æfingabúðir en Klopp hefur önnur plön samkvæmt frétt í Evening Standard. #LFC not heading on their usual warm-weather training camp in February despite the introduction of a winter break. Instead, Jurgen Klopp will give his players a well-deserved week off - if they avoid an FA Cup replay against Shrewsbury, that is.https://t.co/PwcxbXjM6W— David Lynch (@LynchStandard) January 16, 2020 Liverpool fær tveggja vikna frí eftir leik sinn á móti Southampton á Anfield 1. febrúar næstkomandi. Næsti deildarleikur er síðan ekki fyrr en á móti Norwich City 15. febrúar. Klopp hefur verið vanur að fara með Liverpool liðið í stuttar æfingaferðir til Spánar síðustu ár en nú vill hann fara aðra leið. Liverpool fór til La Manga árið 2017 en hefur undanfarin tvö ár æft á Marbella. Klopp ætlar samkvæmt heimildum Evening Standard að gefa sínum leikmönnum eina viku í frí frá æfingum þar sem þá fá tækifæri til að safna orku og ferskleika fyrir framhaldið. Þetta eru verðlaun fyrir frábæra framgöngu liðsins til þessa á tímabilinu. Það gæti reyndar eitt haft áhrif á þetta tveggja vikna frí. Fari svo að Liverpool þurfi að spila aukaleik á móti Shrewsbury Town í enska bikarnum þá fer sá leikur fram 5. febrúar og styttir því um leið þetta vetrarfrí Liverpool manna.
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira