Hlúðu að sautján ferðamönnum sem komu að slysinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2020 18:53 Slysið varð við Háöldukvísl á Suðurlandsvegi við Skeiðarársand. VÍSIR/LANDMÆLINGAR Rúta með sautján erlendum ferðamönnum kom að alvarlegu bílslysi sem varð á Skeiðarársandi í dag. Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum var þeim mjög brugðið. Sjá einnig: Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Tveir bílar, sem í voru níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu, lentu í hörðum árekstri við Háöldukvísl skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Fjórir slösuðust alvarlega, þar á meðal þrjú börn, og fimm eru minna slasaðir. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi. Hópslysaáætlun á Suðurlandi var virkjuð þegar tilkynning um slysið barst. Þá opnaði Rauði krossinn fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Kirkjubæjarklaustri fyrir sautjan erlenda ferðamenn sem komu að slysinu á rútu. Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir í samtali við Vísi að fólkið hafi fengið súpu og sálrænan stuðning. „Það var spjallað við þau og þau fengu bæklinga til að taka með sér. Þeim var mjög brugðið,“ segir Brynhildur. Búið var að loka fjöldahjálparstöðinni nú seint á sjöunda tímanum og ferðamennirnir á leið til Reykjavíkur. Þá hefur aftur verið opnað fyrir umferð um Suðurlandsveg en honum var lokað í nokkra klukkutíma í dag vegna slyssins. Tildrög slyssins eru enn ekki alveg ljós. Grímur Hergerisson settur lögreglustjóri á Suðurlandi sagði þó í samtali við Vísi snemma í kvöld að svo virðist sem annar bíllinn hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Rúta með sautján erlendum ferðamönnum kom að alvarlegu bílslysi sem varð á Skeiðarársandi í dag. Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum var þeim mjög brugðið. Sjá einnig: Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Tveir bílar, sem í voru níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu, lentu í hörðum árekstri við Háöldukvísl skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Fjórir slösuðust alvarlega, þar á meðal þrjú börn, og fimm eru minna slasaðir. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi. Hópslysaáætlun á Suðurlandi var virkjuð þegar tilkynning um slysið barst. Þá opnaði Rauði krossinn fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Kirkjubæjarklaustri fyrir sautjan erlenda ferðamenn sem komu að slysinu á rútu. Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir í samtali við Vísi að fólkið hafi fengið súpu og sálrænan stuðning. „Það var spjallað við þau og þau fengu bæklinga til að taka með sér. Þeim var mjög brugðið,“ segir Brynhildur. Búið var að loka fjöldahjálparstöðinni nú seint á sjöunda tímanum og ferðamennirnir á leið til Reykjavíkur. Þá hefur aftur verið opnað fyrir umferð um Suðurlandsveg en honum var lokað í nokkra klukkutíma í dag vegna slyssins. Tildrög slyssins eru enn ekki alveg ljós. Grímur Hergerisson settur lögreglustjóri á Suðurlandi sagði þó í samtali við Vísi snemma í kvöld að svo virðist sem annar bíllinn hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt.
Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12
Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08