Fróðleg fótboltaspá SI fyrir 2020: Gott ár fyrir Man. City, Holland og Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 11:00 Virgil van Dijk, Pep Guardiola og Lionel Messi. Samsett/Getty Einn virtasti fótboltafjölmiðlamaður Bandaríkjanna hefur skellt í árlega spá sína og Grant Wahl spáir því meðal annars að á þessu ári muni þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi gera upp hlutina í sér þætti á Netflix. Grant Wahl spáir líka fyrir hvaða lið munu fagna sigri í stærstu keppnunum á árinu 2020. Grant Wahl er auðvitað ekkert allt of alvarlegur í spádómum sínum og léttleikinn er þar í fyrirrúmi. Þetta er líka spá með bandarískum gleraugum og því snúast spárnar mikið til um bandaríska fótboltann. Það er engu að síður ýmislegt og um fótboltann utan Bandaríkjanna. Grant Wahl hefur samt mikla trú á bandaríska karlalandsliðinu í fótbolta sem hann telur að fari langt með að vinna sér sæti á HM 2022 með sannfærandi byrjun í undankeppninni á þessu ári. Hann spáir því líka að bandaríska kvennalandsliðið vinni Ólympíugull í Tókýó og verði um leið fyrstu heimsmeistararnir sem nái því. Grant Wahl sér einnig fyrir þær breytingar á Varsjánni að hún hætti að dæma menn rangstæða þegar þeir eru millimetra fyrir innan sem hefur því miður gerst alltof oft að undanförnu. Wahl spáir því að það verði gerð alþjóðlega reglubreyting í þessum málum. Happy new year! Here are my 10 soccer/football predictions for 2020: https://t.co/MnO48mTsy1— Grant Wahl (@GrantWahl) January 1, 2020 Hann sér fyrir sér viðburðaríkt ár fyrir lið Manchester City. Grant Wahl telur að Manchester City vinni loksins Meistaradeildina í vor en að Pep Guardiola hætti með liðið í framhaldinu af því að hann hafi með þessum sigri náð öllum sínum markmiðum á Ethiad. Grant Wahl spáir því jafnframt að Liverpool, hollenska landsliðið og argentínska landsliðið vinni öll stóra titla á árinu 2020. Hann er á því að Liverpool slái vissulega stigamet Manchester City en takist samt ekki að fara taplaust í gegnum allt tímabilið. Wahl er á því að Holland verði Evrópumeistari í sumar og að Lionel Messi vinni loksins stóran titil með argentínska landsliðinu þegar liðið vinnur Copa América í sumar. Hann er aftur á móti á því að það verði Spánverjar sem vinni Ólympíugullið í karlaflokki. Það má skoða alla spána með því að smella hér. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Sjá meira
Einn virtasti fótboltafjölmiðlamaður Bandaríkjanna hefur skellt í árlega spá sína og Grant Wahl spáir því meðal annars að á þessu ári muni þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi gera upp hlutina í sér þætti á Netflix. Grant Wahl spáir líka fyrir hvaða lið munu fagna sigri í stærstu keppnunum á árinu 2020. Grant Wahl er auðvitað ekkert allt of alvarlegur í spádómum sínum og léttleikinn er þar í fyrirrúmi. Þetta er líka spá með bandarískum gleraugum og því snúast spárnar mikið til um bandaríska fótboltann. Það er engu að síður ýmislegt og um fótboltann utan Bandaríkjanna. Grant Wahl hefur samt mikla trú á bandaríska karlalandsliðinu í fótbolta sem hann telur að fari langt með að vinna sér sæti á HM 2022 með sannfærandi byrjun í undankeppninni á þessu ári. Hann spáir því líka að bandaríska kvennalandsliðið vinni Ólympíugull í Tókýó og verði um leið fyrstu heimsmeistararnir sem nái því. Grant Wahl sér einnig fyrir þær breytingar á Varsjánni að hún hætti að dæma menn rangstæða þegar þeir eru millimetra fyrir innan sem hefur því miður gerst alltof oft að undanförnu. Wahl spáir því að það verði gerð alþjóðlega reglubreyting í þessum málum. Happy new year! Here are my 10 soccer/football predictions for 2020: https://t.co/MnO48mTsy1— Grant Wahl (@GrantWahl) January 1, 2020 Hann sér fyrir sér viðburðaríkt ár fyrir lið Manchester City. Grant Wahl telur að Manchester City vinni loksins Meistaradeildina í vor en að Pep Guardiola hætti með liðið í framhaldinu af því að hann hafi með þessum sigri náð öllum sínum markmiðum á Ethiad. Grant Wahl spáir því jafnframt að Liverpool, hollenska landsliðið og argentínska landsliðið vinni öll stóra titla á árinu 2020. Hann er á því að Liverpool slái vissulega stigamet Manchester City en takist samt ekki að fara taplaust í gegnum allt tímabilið. Wahl er á því að Holland verði Evrópumeistari í sumar og að Lionel Messi vinni loksins stóran titil með argentínska landsliðinu þegar liðið vinnur Copa América í sumar. Hann er aftur á móti á því að það verði Spánverjar sem vinni Ólympíugullið í karlaflokki. Það má skoða alla spána með því að smella hér.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Sjá meira