Sorpa hætt að senda flokkað plast beint í brennslu Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2020 11:42 Helmingur úrgangs frá sænskum heimilum var brenndur til orkunýtingar árið 2017. Vísir/Vilhelm - Getty/balipadma Í haust hætti Sorpa að senda flokkað plast til orkuendurvinnslu og byrjaði fyrirtækið í október síðastliðnum að senda plastið aftur til flokkunar og efnisendurvinnslu í Svíþjóð. Fram að því hafði allt flokkað plast sem fyrirtækið safnaði á höfuðborgarsvæðinu verið sent til brennslu í Svíþjóð þar sem það var nýtt til rafmagnsframleiðslu og húshitunar. Viðbrögð við lokun markaða í Asíu Gripið var til þessa ráðs eftir að mörg ríki í Asíu hættu nánast að taka við plasti til endurvinnslu árið 2018 sem gerði mörgum vestrænum ríkjum erfitt fyrir að koma plasti til efnisendurvinnslu. Með efnisendurvinnslu er átt við það þegar plastefni er endurnýtt til þess að búa til nýjar vörur eða efni.Sjá einnig:Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust„Við byrjuðum á þessu í byrjun október og er ástæðan sú aðallega að það er að öllu jöfnu umhverfisvænni leið að senda til efnisendurvinnslu heldur en orkuendurvinnslu,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu, í skriflegu svari til Vísis. Samkvæmt upplýsingum frá Sorpu er ástæða þess að nú sé hægt að senda plastið til efnisendurvinnslu að nýjar verksmiðjur séu farnar að opna í Svíþjóð og öðrum löndum í kjölfar þess að markaðir í Kína lokuðu. Hluti plastsins áfram brenndur Þó hefur ekki enn náðst jafnvægi á markaðnum fyrir notað plast og ekki liggja fyrir tölur sem segja til um það hve hátt hlutfall plastefnis sem Sorpa sendir út fari til efnisendurvinnslu. Hluti plastsins verður áfram sendur til orkuendurvinnslu og metur samstarfsaðili Sorpu í Svíþjóð hvað sé endurvinnsluhæft. „Allt það plast sem við sendum út í dag er ætlað til endurvinnslu. Hve mikið raunverulega endar í endurvinnslu og hvað mikið í orkuendurvinnslu á eftir að koma í ljós þegar niðurstöður flokkunar úti fara að berast,“ kemur fram í svari Björns.Sjá einnig:Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnumHann segir ástæðu þess að ekki sé hægt að efnisendurvinna ákveðnar tegundir af plasti vera að ekki séu til tæknilegar aðferðir til að endurvinna allt plast. „Samsettar plastumbúðir er ekki hægt að endurvinna en samsettar geta verið úr mörgum tegundum plasts (t.d. laminat sem er samlímt úr mörgum tegundum plasts) eða þá samsett með öðrum efnum eins og t.d. pappír eða ál.“ Betra að brenna til orkunýtingar en að urða Slíkt plast sé alltaf sent í orkuendurvinnslu fremur en urðað. Í samtali við Vísi í júlí síðastliðnum sagði stjórnandi hjá Umhverfisstofnun að það sé alltaf betra að nota úrgangsplast í orkuframleiðslu líkt og gert er í Svíþjóð fremur en að urða það. „Það er alltaf betra að úrgangur fari í orkuvinnslu, sem er endurnýting auðlindarinnar, heldur en að honum sé fargað á urðunarstöðum, sem á í öllum tilvikum að vera síðasta úrræðið,“ sagði Guðrún Lilja Kristinsdóttir, teymisstjóri á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun. Sorpa hvetur jafnframt almenning til þess að draga úr notkun á plasti. „Við hvetjum að sjálfsögðu alla, hér eftir sem hingað til, til að draga úr notkun á plasti og nýta plast sem nauðsynlegt er á sem umhverfisvænastan hátt,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu. Sorpa Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnum Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. 12. júlí 2019 06:15 Íslensk plastendurvinnsla mun geta tekið við öllu endurvinnanlegu plasti á Íslandi Úr plastinu er unnið hráefni til plastframleiðslu sem selt er áfram til fyrirtækja sem framleiða nýjar vörur úr plasti. Til að mynda er hráefni frá Pure North notað í framleiðslu á plaststaurum og rörum hér á landi, en mest af hráefninu er þó selt utan landsteinanna. 2. ágúst 2019 15:28 Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Í haust hætti Sorpa að senda flokkað plast til orkuendurvinnslu og byrjaði fyrirtækið í október síðastliðnum að senda plastið aftur til flokkunar og efnisendurvinnslu í Svíþjóð. Fram að því hafði allt flokkað plast sem fyrirtækið safnaði á höfuðborgarsvæðinu verið sent til brennslu í Svíþjóð þar sem það var nýtt til rafmagnsframleiðslu og húshitunar. Viðbrögð við lokun markaða í Asíu Gripið var til þessa ráðs eftir að mörg ríki í Asíu hættu nánast að taka við plasti til endurvinnslu árið 2018 sem gerði mörgum vestrænum ríkjum erfitt fyrir að koma plasti til efnisendurvinnslu. Með efnisendurvinnslu er átt við það þegar plastefni er endurnýtt til þess að búa til nýjar vörur eða efni.Sjá einnig:Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust„Við byrjuðum á þessu í byrjun október og er ástæðan sú aðallega að það er að öllu jöfnu umhverfisvænni leið að senda til efnisendurvinnslu heldur en orkuendurvinnslu,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu, í skriflegu svari til Vísis. Samkvæmt upplýsingum frá Sorpu er ástæða þess að nú sé hægt að senda plastið til efnisendurvinnslu að nýjar verksmiðjur séu farnar að opna í Svíþjóð og öðrum löndum í kjölfar þess að markaðir í Kína lokuðu. Hluti plastsins áfram brenndur Þó hefur ekki enn náðst jafnvægi á markaðnum fyrir notað plast og ekki liggja fyrir tölur sem segja til um það hve hátt hlutfall plastefnis sem Sorpa sendir út fari til efnisendurvinnslu. Hluti plastsins verður áfram sendur til orkuendurvinnslu og metur samstarfsaðili Sorpu í Svíþjóð hvað sé endurvinnsluhæft. „Allt það plast sem við sendum út í dag er ætlað til endurvinnslu. Hve mikið raunverulega endar í endurvinnslu og hvað mikið í orkuendurvinnslu á eftir að koma í ljós þegar niðurstöður flokkunar úti fara að berast,“ kemur fram í svari Björns.Sjá einnig:Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnumHann segir ástæðu þess að ekki sé hægt að efnisendurvinna ákveðnar tegundir af plasti vera að ekki séu til tæknilegar aðferðir til að endurvinna allt plast. „Samsettar plastumbúðir er ekki hægt að endurvinna en samsettar geta verið úr mörgum tegundum plasts (t.d. laminat sem er samlímt úr mörgum tegundum plasts) eða þá samsett með öðrum efnum eins og t.d. pappír eða ál.“ Betra að brenna til orkunýtingar en að urða Slíkt plast sé alltaf sent í orkuendurvinnslu fremur en urðað. Í samtali við Vísi í júlí síðastliðnum sagði stjórnandi hjá Umhverfisstofnun að það sé alltaf betra að nota úrgangsplast í orkuframleiðslu líkt og gert er í Svíþjóð fremur en að urða það. „Það er alltaf betra að úrgangur fari í orkuvinnslu, sem er endurnýting auðlindarinnar, heldur en að honum sé fargað á urðunarstöðum, sem á í öllum tilvikum að vera síðasta úrræðið,“ sagði Guðrún Lilja Kristinsdóttir, teymisstjóri á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun. Sorpa hvetur jafnframt almenning til þess að draga úr notkun á plasti. „Við hvetjum að sjálfsögðu alla, hér eftir sem hingað til, til að draga úr notkun á plasti og nýta plast sem nauðsynlegt er á sem umhverfisvænastan hátt,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu.
Sorpa Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnum Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. 12. júlí 2019 06:15 Íslensk plastendurvinnsla mun geta tekið við öllu endurvinnanlegu plasti á Íslandi Úr plastinu er unnið hráefni til plastframleiðslu sem selt er áfram til fyrirtækja sem framleiða nýjar vörur úr plasti. Til að mynda er hráefni frá Pure North notað í framleiðslu á plaststaurum og rörum hér á landi, en mest af hráefninu er þó selt utan landsteinanna. 2. ágúst 2019 15:28 Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnum Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. 12. júlí 2019 06:15
Íslensk plastendurvinnsla mun geta tekið við öllu endurvinnanlegu plasti á Íslandi Úr plastinu er unnið hráefni til plastframleiðslu sem selt er áfram til fyrirtækja sem framleiða nýjar vörur úr plasti. Til að mynda er hráefni frá Pure North notað í framleiðslu á plaststaurum og rörum hér á landi, en mest af hráefninu er þó selt utan landsteinanna. 2. ágúst 2019 15:28
Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15