Dæmi um að fólk neyðist til að láta brenna jarðneskar leifar barns síns Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 4. janúar 2020 07:00 Helena Rós Sigmarsdóttir og Elín Björg Birgisdóttir. Vísir/Egill Dæmi eru um að fólk neyðist til að láta brenna jarðneskar leifar barns síns sem lætur lífið erlendis þar sem kostnaðurinn við að flytja líkið heim sé gríðarlegur. Birta, landssamtök foreldra sem misst hafa börn eða ungmenni skyndilega, standa fyrir styrktartónleikum í Lindakirkju í dag og rennur allur ágóði til foreldra sem missa barn sitt erlendis. Formaður Birtu segir að kostnaðurinn sem því fylgir að flytja líkið heim sé gríðarlegur. „Við fáum þessa foreldra oft til okkar og við vitum alveg hvað þetta er gríðarlegur fjárhagslegur baggi ofan á allt annað,“ segir Helena Rós Sigmarsdóttir formaður Birtu. Áfallið og sorgin að missa barn séu gríðarleg. Bera harm sinn í hljóði „Ég missi son inn fyrir níu árum þegar hann verður fyrir lest í Noregi og það var náttúrulega gríðarlegur kostnaður að koma honum heim,“ segir Elín Björg Birgisdóttir. „Kostnaður hjá okkur var sjálfsagt í kringum tvær milljónir.“ Fjölskylda Elínar kemur úr litlu bæjarfélagi og fór af stað söfnun til að styðja fjölskylduna fjárhagslega. Hún veit þó að það eru ekki allir í þeim sporum. Helena segir að það gerist reglulega að Íslendingar missi börn sín erlendis. „Þetta er yfirleitt ekki herskár hópur foreldra og þeir bera yfirleitt harm sinn í hljóði en þetta eru alveg nokkur skipti á ári.“ Dæmi séu um að fólk neyðist til að brenna jarðneskar leifar barns síns. „Til þess að komast hjá þessum kannski ókljúfanlega kostnaði sem fylgir því að fá útfararþjónustu erlendis til að sjá um kistuna og jafnvel að smyrja líkið og þann frágang sem þarf áður en það er flutt til Íslands. Þetta er bara svo sorglegt að það er ekki hægt að tala um þetta.“ Elín segir að hún hefði ekki geta hugsað sér að þurfa að brenna lík sonar síns. „Við höfðum ekki rætt um þetta, hvort að hann hefði viljað láta brenna sig, og það var allavega okkar tilfinning þá að við vildum ekki gera það.“ Það er frítt inn á tónleikana í dag og er tekið við frjálsum framlögum á staðnum. Allir sem koma fram á tónleikunum gefa vinnu sína. Á meðal þeirra sem koma fram eru Gréta Salóme og stjörnur framtíðarinnar, Elsa Waage, Þóra Gísladóttir, Þorbjörn Rúnarsson, Margrét Hrafnsdóttir, Vígþór Sjafnar Zóphóníasson, Björn Kristinsson og Fjarðartónar. Tónlistarstjóri er Keith Reed. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 í Lindakirkju en nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook. Íslendingar erlendis Kirkjugarðar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Dæmi eru um að fólk neyðist til að láta brenna jarðneskar leifar barns síns sem lætur lífið erlendis þar sem kostnaðurinn við að flytja líkið heim sé gríðarlegur. Birta, landssamtök foreldra sem misst hafa börn eða ungmenni skyndilega, standa fyrir styrktartónleikum í Lindakirkju í dag og rennur allur ágóði til foreldra sem missa barn sitt erlendis. Formaður Birtu segir að kostnaðurinn sem því fylgir að flytja líkið heim sé gríðarlegur. „Við fáum þessa foreldra oft til okkar og við vitum alveg hvað þetta er gríðarlegur fjárhagslegur baggi ofan á allt annað,“ segir Helena Rós Sigmarsdóttir formaður Birtu. Áfallið og sorgin að missa barn séu gríðarleg. Bera harm sinn í hljóði „Ég missi son inn fyrir níu árum þegar hann verður fyrir lest í Noregi og það var náttúrulega gríðarlegur kostnaður að koma honum heim,“ segir Elín Björg Birgisdóttir. „Kostnaður hjá okkur var sjálfsagt í kringum tvær milljónir.“ Fjölskylda Elínar kemur úr litlu bæjarfélagi og fór af stað söfnun til að styðja fjölskylduna fjárhagslega. Hún veit þó að það eru ekki allir í þeim sporum. Helena segir að það gerist reglulega að Íslendingar missi börn sín erlendis. „Þetta er yfirleitt ekki herskár hópur foreldra og þeir bera yfirleitt harm sinn í hljóði en þetta eru alveg nokkur skipti á ári.“ Dæmi séu um að fólk neyðist til að brenna jarðneskar leifar barns síns. „Til þess að komast hjá þessum kannski ókljúfanlega kostnaði sem fylgir því að fá útfararþjónustu erlendis til að sjá um kistuna og jafnvel að smyrja líkið og þann frágang sem þarf áður en það er flutt til Íslands. Þetta er bara svo sorglegt að það er ekki hægt að tala um þetta.“ Elín segir að hún hefði ekki geta hugsað sér að þurfa að brenna lík sonar síns. „Við höfðum ekki rætt um þetta, hvort að hann hefði viljað láta brenna sig, og það var allavega okkar tilfinning þá að við vildum ekki gera það.“ Það er frítt inn á tónleikana í dag og er tekið við frjálsum framlögum á staðnum. Allir sem koma fram á tónleikunum gefa vinnu sína. Á meðal þeirra sem koma fram eru Gréta Salóme og stjörnur framtíðarinnar, Elsa Waage, Þóra Gísladóttir, Þorbjörn Rúnarsson, Margrét Hrafnsdóttir, Vígþór Sjafnar Zóphóníasson, Björn Kristinsson og Fjarðartónar. Tónlistarstjóri er Keith Reed. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 í Lindakirkju en nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook.
Íslendingar erlendis Kirkjugarðar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira