Tyrkir senda herlið til Líbíu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. janúar 2020 23:37 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/Getty Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. Tyrkneska þingið samþykkti í síðustu viku að senda herlið á vegum ríkisins til Líbíu. Sveitum Tyrkja er ætlað að veita ríkisstjórn Líbíu, sem studd er af Sameinuðu þjóðunum, stuðning í baráttu gegn uppreisnarhópum, en borgarastyrjöld hefur geisað í Líbíu frá því að einræðisherranum Muammar Gaddafi var steypt af stóli, og hann myrtur, árið 2011. Líbísk stjórnvöld hafa að undanförnu staðið í átökum við uppreisnarhópa á vegum hershöfðingjans Khalifa Haftar, en sveitir hans hafa aðsetur í austurhluta landsins, líkt og hann sjálfur. Haftar nýtur stuðnings Egyptalands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en ríkisstjórn Líbíu hefur Tyrki og Katara á bak við sig. Að undanförnu hafa uppreisnarmenn reynt að ná höfuðborginni Trípólí á sitt vald, en síðast í gær var gerð loftárás á herskóla í borginni, þar sem tugir féllu. Talið er að uppreisnarsveitir Haftar hafi staðið á bak við þá árás, en þær neita þó sök. Stjórnvöld í Ísrael, Grikklandi og á Kýpur hafa öll lagst gegn þátttöku Tyrkja í aðgerðum í Líbíu. Þau segja að hernaðarbrölt Tyrkja gæti dregið úr stöðugleika á svæðinu, og að það væri mögulega í trássi við hernaðarbann Sameinuðu þjóðanna. Tyrknesk stjórnvöld hafa ekkert gefið upp um umfang þess stuðnings sem ríkið hyggst veita líbískum stjórnvöldum í baráttu sinni. Líbía Tyrkland Tengdar fréttir Á þriðja tug látin eftir loftárás á skóla í Líbíu Minnst 28 eru látin og fleiri særðust eftir loftárás á herskóla í Tripoli, höfuðborg Líbíu. 4. janúar 2020 23:24 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. Tyrkneska þingið samþykkti í síðustu viku að senda herlið á vegum ríkisins til Líbíu. Sveitum Tyrkja er ætlað að veita ríkisstjórn Líbíu, sem studd er af Sameinuðu þjóðunum, stuðning í baráttu gegn uppreisnarhópum, en borgarastyrjöld hefur geisað í Líbíu frá því að einræðisherranum Muammar Gaddafi var steypt af stóli, og hann myrtur, árið 2011. Líbísk stjórnvöld hafa að undanförnu staðið í átökum við uppreisnarhópa á vegum hershöfðingjans Khalifa Haftar, en sveitir hans hafa aðsetur í austurhluta landsins, líkt og hann sjálfur. Haftar nýtur stuðnings Egyptalands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en ríkisstjórn Líbíu hefur Tyrki og Katara á bak við sig. Að undanförnu hafa uppreisnarmenn reynt að ná höfuðborginni Trípólí á sitt vald, en síðast í gær var gerð loftárás á herskóla í borginni, þar sem tugir féllu. Talið er að uppreisnarsveitir Haftar hafi staðið á bak við þá árás, en þær neita þó sök. Stjórnvöld í Ísrael, Grikklandi og á Kýpur hafa öll lagst gegn þátttöku Tyrkja í aðgerðum í Líbíu. Þau segja að hernaðarbrölt Tyrkja gæti dregið úr stöðugleika á svæðinu, og að það væri mögulega í trássi við hernaðarbann Sameinuðu þjóðanna. Tyrknesk stjórnvöld hafa ekkert gefið upp um umfang þess stuðnings sem ríkið hyggst veita líbískum stjórnvöldum í baráttu sinni.
Líbía Tyrkland Tengdar fréttir Á þriðja tug látin eftir loftárás á skóla í Líbíu Minnst 28 eru látin og fleiri særðust eftir loftárás á herskóla í Tripoli, höfuðborg Líbíu. 4. janúar 2020 23:24 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Á þriðja tug látin eftir loftárás á skóla í Líbíu Minnst 28 eru látin og fleiri særðust eftir loftárás á herskóla í Tripoli, höfuðborg Líbíu. 4. janúar 2020 23:24