Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2020 00:10 Um 200 björgunarsveitarmenn voru kallaðir út vegna björgunaraðgerða á Langjökli auk snjóbíla af höfuðborgarsvæðinu. Hér sést þegar verið er að setja einn þeirra á vörubíl til þess að flytja á staðinn. vísir/jói k. Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. Ferðamennirnir voru í vélsleðaferð með fyrirtækinu á Langjökli í dag og lentu í vandræðum vegna ófærðar og veðurs. Nokkur börn eru í hópi ferðamannanna og er það yngsta sex ára gamalt. Björgunarsveitarmenn eru ekki enn komnir á staðinn en afar slæmt veður er á þessum slóðum og mjög þung færð.Sjá einnig:Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að ferðamennirnir séu nú komnir í skjól í tvo litla bíla. Ekki er hægt að keyra þá í skálann við Skálpanes sem er í um fjögurra kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem fólkið er en að minnsta kosti annar bíllinn er bilaður. Hluti af leiðsögumönnunum bíður eftir aðstoð fyrir utan bílana að sögn Sveins. Búin að vera í vélsleðaferðinni síðan klukkan 13 Sveinn segir lögregluna vita lítið um ástandið á fólkinu en segir að gera megi ráð fyrir því að einhverjir séu með ofkælingu. „Við vitum mjög lítið um ástandið á fólkinu í sjálfu sér og það er kalt og hrakið og búið að vera úti síðan klukkan eitt í dag. Það getur alveg verið orðið kalt og með ofkælingu. Það má gera ráð fyrir því en það er þó ekki vitað,“ segir Sveinn. Aðspurður segir hann fólkið ekki metið í lífshættu eins og er en ástandið sé alvarlegt. Þá staðfestir hann að börn séu í hópi ferðamannanna, það yngsta sex ára gamalt. Gul viðvörun hefur verið í gildi fyrir miðhálendið síðan klukkan 17 í dag en vélsleðaferðin hófst upp úr klukkan 13. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands á veður á svæðinu eftir að versna ef eitthvað er en viðvörunin gildir til klukkan 15 á morgun. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. Ferðamennirnir voru í vélsleðaferð með fyrirtækinu á Langjökli í dag og lentu í vandræðum vegna ófærðar og veðurs. Nokkur börn eru í hópi ferðamannanna og er það yngsta sex ára gamalt. Björgunarsveitarmenn eru ekki enn komnir á staðinn en afar slæmt veður er á þessum slóðum og mjög þung færð.Sjá einnig:Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að ferðamennirnir séu nú komnir í skjól í tvo litla bíla. Ekki er hægt að keyra þá í skálann við Skálpanes sem er í um fjögurra kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem fólkið er en að minnsta kosti annar bíllinn er bilaður. Hluti af leiðsögumönnunum bíður eftir aðstoð fyrir utan bílana að sögn Sveins. Búin að vera í vélsleðaferðinni síðan klukkan 13 Sveinn segir lögregluna vita lítið um ástandið á fólkinu en segir að gera megi ráð fyrir því að einhverjir séu með ofkælingu. „Við vitum mjög lítið um ástandið á fólkinu í sjálfu sér og það er kalt og hrakið og búið að vera úti síðan klukkan eitt í dag. Það getur alveg verið orðið kalt og með ofkælingu. Það má gera ráð fyrir því en það er þó ekki vitað,“ segir Sveinn. Aðspurður segir hann fólkið ekki metið í lífshættu eins og er en ástandið sé alvarlegt. Þá staðfestir hann að börn séu í hópi ferðamannanna, það yngsta sex ára gamalt. Gul viðvörun hefur verið í gildi fyrir miðhálendið síðan klukkan 17 í dag en vélsleðaferðin hófst upp úr klukkan 13. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands á veður á svæðinu eftir að versna ef eitthvað er en viðvörunin gildir til klukkan 15 á morgun.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48
Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08