Tveggja barna móðir öskureið og skilur ekki að svona geti gerst á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2020 14:25 Frá aðstæðum uppi á jökli í nótt. Landsbjörg Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið út í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. „Auðvitað er ég reið. Reið út í þess menn því þeir hafa ekki burði til að standa fyrir svona ferðum,“ sagði Virginia í samtali við Ríkisútvarpið í fjöldahjálparstöðinni á Gullfossi í morgun. Virginia var á meðal þeirra 39 ferðalanga sem lögðu upp í vélsleðaferð við Langjökul í gær. Drengir hennar ellefu og fjórtán ára voru með í för en sá yngist í hópnum var sex ára gamall. Hún segir ferðina hafa byrjað ljómandi vel. Sögðust vita af gulri viðvörun „Þeir létu okkur fá galla en útskýrðu ekki hvernig gallarnir áttu að nýtast í svona veðri. Þegar veðrið skall á tók ég eftir því að vindurinn blés undir skálmina.“ Eftir um klukkustund voru þau komin að jöklinum og þá hafi leiðsögumennirnir tjáð fólkinu að líklega yrði ekkert af ferðum á jökulinn daginn eftir vegna veðurs. Þá hafi þeir tjáð fólkinu að gul viðvörun væri í gangi og þeir því vitað það. „Þegar við höfðum snúið við var veðrið orðið mjög slæmt. Við ókum í um klukkustund og þá var fólk farið að falla af vélsleðunum. Það var eins og við kæmumst bara nokkra metra áfram á klukkutíma.“ Eftir annan klukkutíma hafi ferð þeirra verið stöðvuð. Allir hafi farið af sleðunum og við hafi tekið löng bið. Eftir nokkrar klukkustundir var þeim troðið í stóra bíla á vegum fyrirtækisins en það var svo ekki fyrr en klukkan eitt í nótt, hálfum sólarhring eftir að lagt var á jökulinn, sem björgunarsveitarfólk kom ferðalöngunum og tíu leiðsögumönnum til bjargar. „Þetta var ekki góður dagur. Hvernig getur land á borð við Ísland, sem gerir út á ferðaþjónustu, leyft svona fyrirtæki að starfa?“ spyr Virginia í samtali við Ríkisútvarpið. Hræddur þegar fólkið gróf sig í fönn Rob, ferðamaður frá Englandi, segist líkt og Virginia hafa verið hræddur. Ekki síst þegar þau voru að grafa sig í fönn í snjónum og ekki vitað hvenær von væri á aðstoð. „Ég held að allir hefðu verið það.“ Björgunarsveitarmaðurinn Kristinn Ólafsson sem tók þátt í aðgerðum segir að félagarnir hafi rætt það á leiðinni upp eftir hve undrandi þeir væru á ákvörðun Mountaineers of Iceland að fara í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. „Mér finnst það mjög undarleg ákvörðun. Það var gul viðvörun og þetta útkall kom okkur mjög mikið á óvart. Við ræddum það á leiðinni. Við áttum ekki von á að neitt svona væri að fara að gerast. Það voru flestir sem héldu sig heima.“ 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið út í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. „Auðvitað er ég reið. Reið út í þess menn því þeir hafa ekki burði til að standa fyrir svona ferðum,“ sagði Virginia í samtali við Ríkisútvarpið í fjöldahjálparstöðinni á Gullfossi í morgun. Virginia var á meðal þeirra 39 ferðalanga sem lögðu upp í vélsleðaferð við Langjökul í gær. Drengir hennar ellefu og fjórtán ára voru með í för en sá yngist í hópnum var sex ára gamall. Hún segir ferðina hafa byrjað ljómandi vel. Sögðust vita af gulri viðvörun „Þeir létu okkur fá galla en útskýrðu ekki hvernig gallarnir áttu að nýtast í svona veðri. Þegar veðrið skall á tók ég eftir því að vindurinn blés undir skálmina.“ Eftir um klukkustund voru þau komin að jöklinum og þá hafi leiðsögumennirnir tjáð fólkinu að líklega yrði ekkert af ferðum á jökulinn daginn eftir vegna veðurs. Þá hafi þeir tjáð fólkinu að gul viðvörun væri í gangi og þeir því vitað það. „Þegar við höfðum snúið við var veðrið orðið mjög slæmt. Við ókum í um klukkustund og þá var fólk farið að falla af vélsleðunum. Það var eins og við kæmumst bara nokkra metra áfram á klukkutíma.“ Eftir annan klukkutíma hafi ferð þeirra verið stöðvuð. Allir hafi farið af sleðunum og við hafi tekið löng bið. Eftir nokkrar klukkustundir var þeim troðið í stóra bíla á vegum fyrirtækisins en það var svo ekki fyrr en klukkan eitt í nótt, hálfum sólarhring eftir að lagt var á jökulinn, sem björgunarsveitarfólk kom ferðalöngunum og tíu leiðsögumönnum til bjargar. „Þetta var ekki góður dagur. Hvernig getur land á borð við Ísland, sem gerir út á ferðaþjónustu, leyft svona fyrirtæki að starfa?“ spyr Virginia í samtali við Ríkisútvarpið. Hræddur þegar fólkið gróf sig í fönn Rob, ferðamaður frá Englandi, segist líkt og Virginia hafa verið hræddur. Ekki síst þegar þau voru að grafa sig í fönn í snjónum og ekki vitað hvenær von væri á aðstoð. „Ég held að allir hefðu verið það.“ Björgunarsveitarmaðurinn Kristinn Ólafsson sem tók þátt í aðgerðum segir að félagarnir hafi rætt það á leiðinni upp eftir hve undrandi þeir væru á ákvörðun Mountaineers of Iceland að fara í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. „Mér finnst það mjög undarleg ákvörðun. Það var gul viðvörun og þetta útkall kom okkur mjög mikið á óvart. Við ræddum það á leiðinni. Við áttum ekki von á að neitt svona væri að fara að gerast. Það voru flestir sem héldu sig heima.“
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira