Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2020 06:30 Staðan á viðvörunum á landinu á hádegi lítur svona út. Skjáskot/veðurstofan Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. Fyrir austan eru hins vegar mun hægari suðvestanvindar og víða bjartviðri, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Gular og appelssínugular veðurviðvaranir eru í gildi víða á landinu til kvölds en þá dregur smám saman úr veðurofsanum. Skammt er þó stórra högga á milli því enn annar stormurinn boðar komu sína á morgun. „[…] Ört dýpkandi lægð er á hraðastími til okkar og í fyrramálið þegar hún er komin nær fer að hvessa og af austri og suðaustri með snjókomu, sem síðar fer í slyddu eða rigningu á Suður- og Austurlandi. Á Vestfjörðum gengur í norðaustanstórrhríð seinni partinn á morgun og þegar er komin í gildi gul viðvörun til að vara við því,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá lætur hann staðar numið hér að sinni – þó að sérstaklega sé tekið fram að lægðaganginum sé „hvergi nærri lokið“. Líkt og greint var frá í gær verður lítið sem ekkert ferðaveður á stórum hluta landsins þegar hríðarbylurinn gengur hér yfir í dag. Appelsínugular og gular viðvaranir hafa þegar tekið gildi ef frá er talinn austurhluti landsins, frá Norðurlandi eystra og niður eftir Suðausturlandi. Appelsínugulu viðvaranirnar eru nú í gildi á Breiðafirði og Vestfjörðum þar sem gengur yfir hríð með vindhraða allt að 28 m/s. Jafnframt er búist við víðtækum samgöngutruflunum. Veginum um Súgandafjörð var til að mynda lokað í gærkvöldi vegna snjóflóðs og hefur ekki verið opnaður aftur. Þá er vegum víða á landinu lokað vegna veðurs, þar á meðal Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Hér að neðan má sjá kort yfir færð á landinu öllu sem uppfært var á sjöunda tímanum. Upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Skjáskot/vegagerðin Á höfuðborgarsvæðinu tók gul viðvörun gildi klukkan þrjú í nótt og stendur til klukkan 17 síðdegis í dag: Suðvestan 15 til 23 m/s með éljagangi. Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni í éljum, versnandi akstursskilyrðum og samgöngutruflunum, einkum í efri byggðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Á Suðurlandi tók gul viðvörun gildi klukkan sex í morgun og er í gildi til klukkan 17 síðdegis: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 15 til 23 m/s og éljagangi, hvassast við ströndina. Takmarkað eða lélegt skyggni í éljum og versnandi akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum á Hellisheiði. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Á Faxaflóa tók gul viðvörun gildi klukkan þrjú í nótt og stendur til klukkan 16 síðdegis: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 28 m/s, éljagang og skafrenning. Hvassast og úrkomumest verður á Mýrum og Snæfellsnesi. Takmakað eða lélegt skyggni í éljum og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð. Á Breiðafirði og Vestfjörðum tóku appelsínugular viðvaranir gildi klukkan tvö í nótt og standa til klukkan 18: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 20 til 28 m/s, éljagangur og skafrenningur. Lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Gul viðvörun tók gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan fjögur í nótt og er viðvarandi til klukkan 15: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, hvassast á Ströndum. Búast má við éljagangi með skafrenningi. Lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Gul viðvörun tók svo gildi á miðhálendinu klukkan 23 í kvöld og er í gildi til klukkan 16 síðdegis: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, snjókomu eða él og skafrenning og lélegt skyggni. Slæmt ferðaveður og fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Gengur í austan- og suðaustanhvassviðri eða -storm með snjókomu og síðar rigningu eða slyddu S- og A-lands, en norðaustanblindhríð á Vestfjörðum. Hlýnar í veðri og víða 1 til 6 stig seinni partinn, en kringum frostmark fyrir norðan. Á laugardag: Vestlæg átt, 8-15 m/s og él, en norðaustan 15-23 og snjókoma á Vestfjörðum og við N-ströndina. Yfirleitt hægara og úrkomulítið A-lands. Kólnandi veður. Á sunnudag: Ákvðin norðanátt með snjókomu eða éljum á N-verðu landinu, en hæg breytileg átt og úrkomulítið sunnan heiða. Talsvert frost á öllu landinu. Á mánudag: Útlit fyrir vaxandi austlæga átt með snjókomu eða skafrenningi, en slyddu eða rigningu syðst. Hægt hlýnandi veður. Á þriðjudag og miðvikudag: Líklega stífar norðaustanáttir með snjókomu eða éljagangi, einkum N- og A-lands og kólnandi veður. Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. Fyrir austan eru hins vegar mun hægari suðvestanvindar og víða bjartviðri, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Gular og appelssínugular veðurviðvaranir eru í gildi víða á landinu til kvölds en þá dregur smám saman úr veðurofsanum. Skammt er þó stórra högga á milli því enn annar stormurinn boðar komu sína á morgun. „[…] Ört dýpkandi lægð er á hraðastími til okkar og í fyrramálið þegar hún er komin nær fer að hvessa og af austri og suðaustri með snjókomu, sem síðar fer í slyddu eða rigningu á Suður- og Austurlandi. Á Vestfjörðum gengur í norðaustanstórrhríð seinni partinn á morgun og þegar er komin í gildi gul viðvörun til að vara við því,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá lætur hann staðar numið hér að sinni – þó að sérstaklega sé tekið fram að lægðaganginum sé „hvergi nærri lokið“. Líkt og greint var frá í gær verður lítið sem ekkert ferðaveður á stórum hluta landsins þegar hríðarbylurinn gengur hér yfir í dag. Appelsínugular og gular viðvaranir hafa þegar tekið gildi ef frá er talinn austurhluti landsins, frá Norðurlandi eystra og niður eftir Suðausturlandi. Appelsínugulu viðvaranirnar eru nú í gildi á Breiðafirði og Vestfjörðum þar sem gengur yfir hríð með vindhraða allt að 28 m/s. Jafnframt er búist við víðtækum samgöngutruflunum. Veginum um Súgandafjörð var til að mynda lokað í gærkvöldi vegna snjóflóðs og hefur ekki verið opnaður aftur. Þá er vegum víða á landinu lokað vegna veðurs, þar á meðal Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Hér að neðan má sjá kort yfir færð á landinu öllu sem uppfært var á sjöunda tímanum. Upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Skjáskot/vegagerðin Á höfuðborgarsvæðinu tók gul viðvörun gildi klukkan þrjú í nótt og stendur til klukkan 17 síðdegis í dag: Suðvestan 15 til 23 m/s með éljagangi. Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni í éljum, versnandi akstursskilyrðum og samgöngutruflunum, einkum í efri byggðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Á Suðurlandi tók gul viðvörun gildi klukkan sex í morgun og er í gildi til klukkan 17 síðdegis: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 15 til 23 m/s og éljagangi, hvassast við ströndina. Takmarkað eða lélegt skyggni í éljum og versnandi akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum á Hellisheiði. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Á Faxaflóa tók gul viðvörun gildi klukkan þrjú í nótt og stendur til klukkan 16 síðdegis: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 28 m/s, éljagang og skafrenning. Hvassast og úrkomumest verður á Mýrum og Snæfellsnesi. Takmakað eða lélegt skyggni í éljum og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð. Á Breiðafirði og Vestfjörðum tóku appelsínugular viðvaranir gildi klukkan tvö í nótt og standa til klukkan 18: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 20 til 28 m/s, éljagangur og skafrenningur. Lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Gul viðvörun tók gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan fjögur í nótt og er viðvarandi til klukkan 15: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, hvassast á Ströndum. Búast má við éljagangi með skafrenningi. Lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Gul viðvörun tók svo gildi á miðhálendinu klukkan 23 í kvöld og er í gildi til klukkan 16 síðdegis: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, snjókomu eða él og skafrenning og lélegt skyggni. Slæmt ferðaveður og fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Gengur í austan- og suðaustanhvassviðri eða -storm með snjókomu og síðar rigningu eða slyddu S- og A-lands, en norðaustanblindhríð á Vestfjörðum. Hlýnar í veðri og víða 1 til 6 stig seinni partinn, en kringum frostmark fyrir norðan. Á laugardag: Vestlæg átt, 8-15 m/s og él, en norðaustan 15-23 og snjókoma á Vestfjörðum og við N-ströndina. Yfirleitt hægara og úrkomulítið A-lands. Kólnandi veður. Á sunnudag: Ákvðin norðanátt með snjókomu eða éljum á N-verðu landinu, en hæg breytileg átt og úrkomulítið sunnan heiða. Talsvert frost á öllu landinu. Á mánudag: Útlit fyrir vaxandi austlæga átt með snjókomu eða skafrenningi, en slyddu eða rigningu syðst. Hægt hlýnandi veður. Á þriðjudag og miðvikudag: Líklega stífar norðaustanáttir með snjókomu eða éljagangi, einkum N- og A-lands og kólnandi veður.
Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira