Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. janúar 2020 17:37 Ástráður Haraldsson. Vísir Alls sóttu átta manns um embætti dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Meðal þeirra er Ástráður Haraldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þetta er í þriðja sinn sem hann sækir um stöðu dómara við réttinn. Ástráður er einn þeirra sem metinn var hæfastur af hæfnisnefnd þegar Landsrétti var komið á fót. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði hann hins vegar ekki inni á lista yfir þá dómara sem að lokum voru settir í embætti. Ástráði voru þá dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur þegar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög með því að endurraða lista yfir hæfustu umsækjendur. Ástráður sótti síðan aftur um stöðu dómara við réttinn í maí á síðasta ári, þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði starfi sínu lausu. Eiríkur Jónsson var í það skiptið ráðinn í embættið. Dómsmálaráðuneytið auglýsti þann 20. desember laus til setningar tvö embætti dómara við réttinn. Umsóknarfrestur rann út 6. janúar síðastliðinn. Sett verður í embættin eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda hefur lokið störfum sínum í tengslum við setningu í embættin. Eftirfarandi sóttu um embættin: Ása Ólafsdóttir, prófessor Ástráður Haraldsson, héraðsdómari Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar Bogi Hjálmtýsson, héraðsdómari Hildur Briem, héraðsdómari Ingibjörg Þorsteinsdóttir, héraðsdómari Ragnheiður Snorradóttir, héraðsdómari Sandra Baldvinsdóttir, héraðsdómari Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Alls sóttu átta manns um embætti dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Meðal þeirra er Ástráður Haraldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þetta er í þriðja sinn sem hann sækir um stöðu dómara við réttinn. Ástráður er einn þeirra sem metinn var hæfastur af hæfnisnefnd þegar Landsrétti var komið á fót. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði hann hins vegar ekki inni á lista yfir þá dómara sem að lokum voru settir í embætti. Ástráði voru þá dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur þegar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög með því að endurraða lista yfir hæfustu umsækjendur. Ástráður sótti síðan aftur um stöðu dómara við réttinn í maí á síðasta ári, þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði starfi sínu lausu. Eiríkur Jónsson var í það skiptið ráðinn í embættið. Dómsmálaráðuneytið auglýsti þann 20. desember laus til setningar tvö embætti dómara við réttinn. Umsóknarfrestur rann út 6. janúar síðastliðinn. Sett verður í embættin eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda hefur lokið störfum sínum í tengslum við setningu í embættin. Eftirfarandi sóttu um embættin: Ása Ólafsdóttir, prófessor Ástráður Haraldsson, héraðsdómari Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar Bogi Hjálmtýsson, héraðsdómari Hildur Briem, héraðsdómari Ingibjörg Þorsteinsdóttir, héraðsdómari Ragnheiður Snorradóttir, héraðsdómari Sandra Baldvinsdóttir, héraðsdómari
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira