Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Kristján Már Unnarsson skrifar 13. ágúst 2020 20:12 Hjónin Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir eru bændur í Borgum í Kollavík. Kollavíkurvatn sést fyrir aftan. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn, og leggur frá honum mikla brák. Silungur, sem bændurnir óttuðust að missa, veiðist þó enn í vatninu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Kollavík er á norðausturhorni landsins, sunnan við Raufarhöfn. Þar eru tveir sveitabæir og þar til í vetur er ekki vitað til að þessi afskekkta vík við Þistilfjörð hafi ratað í fréttir landsfjölmiðla. En svo gerðist það í illviðri í desember að skarð rofnaði í sjávarkamb, sem kallast Mölin. Við það tók sjór að flæða inn í Kollavíkurvatn, sem Mölin hafði áður girt fyrir. Skarðið sem myndaðist í sjávarkambinn í illviðrinu í desember. Kollavíkurvatn fyrir innan virðist við það hafa breyst úr stöðuvatni í sjávarlón.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hjónin á bænum Borgum, þau Vigdís Sigurðardóttir og Eiríkur Kristjánsson, lýstu óveðrinu fyrir jól sem hamförum. „Þetta var ofboðslegt hvassviðri,“ rifjar Vigdís upp. „Það var meira brim en hefur gert hérna áður. Það hefur oft verið miklu hvassara en þetta,“ segir Eiríkur. „Ég hugsa að hann hafi legið í 32 metrum á sekúndu hérna,“ segir Vigdís Fjórum mánuðum seinna, í apríl, komst Kollavík aftur í fréttirnar þegar dauður búrhvalur sást á reki í Kollavíkurvatni en hann liggur núna strandaður innan við Mölina. Búrhvalurinn í Kollavíkurvatni liggur við Mölina innanverða. Líklegast þykir að honum hafi skolað inn í gegnum skarðið sem myndaðist í desember.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Stöðuvatnið Kollavíkurvatn var áður með fersku vatni en hefur núna breyst í brimsalt sjávarlón. „Það er orðið bara svipað og sjórinn,“ segir Eiríkur. „Það er allt orðið salt. Það var áður bara selta út við Möl,“ segir Vigdís. Og núna gætir flóðs og fjöru í Kollavíkurvatni, sem ekki gerði áður. Kollavíkurvatn var áður rómað fyrir silungsveiði, sem bændur nýttu til matar og höfðu einnig hlunnindi af sölu veiðileyfa. „Það var talað um að það væri mikill silungur í vatninu. Svo lagði ég í það um daginn og það er svipaður silungur og hefur alltaf verið,“ segir Eiríkur en tekur fram að á hinum bænum, Kollavík, hafi bændurnir þó engan silung fengið. Þeir sitja hins vegar uppi með hvalinn. „Ég þorði ekkert að eiga við hann. Því þetta geta orðið óþægindi að hafa hann, sko,“ segir Eiríkur. Sjá má að brák leggur frá úldnandi hvalnum í átt að bæjunum. Þau hjónin finna þó enga ólykt. „Hann er það langt í burtu. Það gætir ekki hérna,“ segir Vigdís. Hér má frétt Stöðvar 2. Svalbarðshreppur Landbúnaður Veður Stangveiði Tengdar fréttir Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn, og leggur frá honum mikla brák. Silungur, sem bændurnir óttuðust að missa, veiðist þó enn í vatninu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Kollavík er á norðausturhorni landsins, sunnan við Raufarhöfn. Þar eru tveir sveitabæir og þar til í vetur er ekki vitað til að þessi afskekkta vík við Þistilfjörð hafi ratað í fréttir landsfjölmiðla. En svo gerðist það í illviðri í desember að skarð rofnaði í sjávarkamb, sem kallast Mölin. Við það tók sjór að flæða inn í Kollavíkurvatn, sem Mölin hafði áður girt fyrir. Skarðið sem myndaðist í sjávarkambinn í illviðrinu í desember. Kollavíkurvatn fyrir innan virðist við það hafa breyst úr stöðuvatni í sjávarlón.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hjónin á bænum Borgum, þau Vigdís Sigurðardóttir og Eiríkur Kristjánsson, lýstu óveðrinu fyrir jól sem hamförum. „Þetta var ofboðslegt hvassviðri,“ rifjar Vigdís upp. „Það var meira brim en hefur gert hérna áður. Það hefur oft verið miklu hvassara en þetta,“ segir Eiríkur. „Ég hugsa að hann hafi legið í 32 metrum á sekúndu hérna,“ segir Vigdís Fjórum mánuðum seinna, í apríl, komst Kollavík aftur í fréttirnar þegar dauður búrhvalur sást á reki í Kollavíkurvatni en hann liggur núna strandaður innan við Mölina. Búrhvalurinn í Kollavíkurvatni liggur við Mölina innanverða. Líklegast þykir að honum hafi skolað inn í gegnum skarðið sem myndaðist í desember.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Stöðuvatnið Kollavíkurvatn var áður með fersku vatni en hefur núna breyst í brimsalt sjávarlón. „Það er orðið bara svipað og sjórinn,“ segir Eiríkur. „Það er allt orðið salt. Það var áður bara selta út við Möl,“ segir Vigdís. Og núna gætir flóðs og fjöru í Kollavíkurvatni, sem ekki gerði áður. Kollavíkurvatn var áður rómað fyrir silungsveiði, sem bændur nýttu til matar og höfðu einnig hlunnindi af sölu veiðileyfa. „Það var talað um að það væri mikill silungur í vatninu. Svo lagði ég í það um daginn og það er svipaður silungur og hefur alltaf verið,“ segir Eiríkur en tekur fram að á hinum bænum, Kollavík, hafi bændurnir þó engan silung fengið. Þeir sitja hins vegar uppi með hvalinn. „Ég þorði ekkert að eiga við hann. Því þetta geta orðið óþægindi að hafa hann, sko,“ segir Eiríkur. Sjá má að brák leggur frá úldnandi hvalnum í átt að bæjunum. Þau hjónin finna þó enga ólykt. „Hann er það langt í burtu. Það gætir ekki hérna,“ segir Vigdís. Hér má frétt Stöðvar 2.
Svalbarðshreppur Landbúnaður Veður Stangveiði Tengdar fréttir Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30
Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31